Lífrænar auglýsingar

Vá, hvað er í gangi á tattústofum landsins.

Ekki nóg með það að einn starfsmaður Klassans er með World Class merkið tattúverað á kálfann á sér og það í LIT, takk fyrir. 

Svo sá Naglinn eina skvísu í gær með Nike merkið tattúverað á ökklann..... og var nota bene í Nike skóm og merkið á skónum var rétt fyrir neðan tattúið.

Ætli þetta fólk fái prósentur fyrir brennimerkingarnar, eða erum við bara að tala um "dedication" dauðans!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Og ætli þetta sé löglegt ? Ég spyr   Var ekki umræða um tattúið hans Jóa Fel og Brynju armbandið ?

M, 21.5.2008 kl. 10:29

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Jú það er rétt.  Spurning um höfundarrétt, maður spyr sig??   Eins með gaurinn og WC merkið, hvað ef hann væri rekinn einn daginn?  Þá væri nú varla gaman að vera brennimerktur gamla vinnustaðnum að eilífu. 

Ragnhildur Þórðardóttir, 21.5.2008 kl. 10:35

3 identicon

Já og pældu í því, ef hann verður rekinn, þá kannski ákveður hann að láta fjarlægja tattooið, og það er sársaukafyllra og enn verra og miklu dýrara en að láta setja það á. Þess vegna á maður að fá sér einhverja fallega mynd ef maður ætlar að fá sér tattoo...

Annars, bestu þakkir fyrir skemmtilega bloggsíðu, það líður ekki sá dagur að ég kíki ekki á þig. Gaman að því að þú skulir deila fróðleik þínum með okkur hinum, endilega haltu því áfram!

Hafðu það gott í dag!

E (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 10:58

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

E! Nákvæmlega, þetta er ekki alveg nógu útpælt hjá félaganum.  Ég þakka sömuleiðis fyrir að kíkja í heimsókn til mín og lesa blaðrið.  Án lesendanna væri þetta nú lítið fjör

Ragnhildur Þórðardóttir, 21.5.2008 kl. 11:16

5 identicon

Félagi minn lenti í því að þegar að hann fékk sér nike tattoo á kálfan, þá snæri húðflúrarinn því vitlaust á fætinum á honum. Hann hefur ekki sést í stuttbuxum síðan...

Palli (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 11:51

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Það eru þá fleiri til sem eru svona rosalegir Nike aðdáendur.  En ömurlegt samt að lenda í því að tattúgaurinn klúðri tattúinu... það er dýrt spaug .

Ragnhildur Þórðardóttir, 21.5.2008 kl. 13:56

7 Smámynd: Bjarney Bjarnadóttir

Reyndar held ég að Nike hafi verið einhvers konar grísk gyðja (Greek goddess who personifies victory (tekið af wikipedia)) Þannig að sennilega er frekar verið að vísa til þess heldur en að dásama vörumerkið og svo finnst mér Nike merkið bara ágætlega flott, þannig að ef merkingin er íþróttagyðja þá finnst mér það nokkuð töff

En þetta world class merki finnst mér algjörlega óskiljanlegt..!

Bjarney Bjarnadóttir, 21.5.2008 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 548849

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband