Sprettur dauðans

 

Í morgun gat Naglinn ekki ákveðið sig með hvort ætti að fara út að hlaupa eða taka brennsluna í WC.  Þegar út var komið var eitthvað svo kalt, svo Naglinn settist upp í bílinn og ók sem leið lá í Laugardalinn.  Þegar þangað var komið var veðrið hreint og beint bjútifúl, logn og ágætis hiti og Naglinn pirraðist út í sjálfa sig fyrir að hafa ekki nýtt þessar kjör aðstæður til hreyfingar undir beru lofti. 

Til að bæta gráu ofan á svart var Sky news (sem Naglinn horfir alltaf á í brennslu) bilað í sjónvörpunum.... nota bene hún var eina stöðin sem virkaði ekki af öllum skjáunum. 
Í staðinn þurfti Naglinn að glápa á tónlistarmyndbönd sem öll voru eins: hálf berar og skinhoraðar en óeðlilega barmmiklar stúlkur að bóna bíla.  Við og við kemur afrísk-amerískur náungi á skjáinn, þakinn keðjum, með fullan skoltinn af gulli, og nuddar sér upp við píurnar og steytir hringaklædda fingurna fram að myndavélinni.

Naglinn var alveg óendanlega pirraður að sjá góða veðrið fyrir utan og að þurfa að hafa þessa froðu fyrir augunum Angry.  Það er magnað að Naglinn tekur alltaf best á því þegar hann er mökkpirraður. 

Sprettir voru réttur dagsins og í pirringskasti var hraðinn keyrður í botn og púlsinn fór í splunkunýjar hæðir: 93% takk fyrir takk.  

Ólundin var fljót að hverfa eftir þetta brjálæði.... Halo 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 548849

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband