Tímabila-þjálfun - Periodization

Það er sorglega algengt að sjá sama fólkið í ræktinni að æfa dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, án þess að útlitið haggist nokkuð.  Þetta fólk er yfirleitt að gera nákvæmlega það sama, sömu æfingarnar, í sömu röð og á sama mataræðinu ár eftir ár og er oft illa pirrað yfir því að ná litlum sem engum árangri.   

Líkaminn er nefnilega magnað fyrirbæri og er ótrúlega snöggur að aðlagast nýju áreiti.  Þess vegna þurfum við alltaf að vera á tánum gagnvart stöðnun og örva vöðvana á nýjan hátt.

Þegar svo er komið er þjóðráð að setjast niður og spá í hvert markmiðið sitt sé. 
Viljum við missa fitu, bæta við vöðvum, viðhalda vöðvum, bæta styrk, auka þol? 
Þegar markmiðið er á hreinu er hægt að setja saman æfingaáætlun sem er sniðin að því að færa okkur nær settu markmiði. 

Óháð markmiði, þá er lykilatriði að skipta þjálfun sinni yfir árið upp í minni tímabil, til dæmis í 3-4 mánuði og innan þeirra eru ennþá minni einingar 3-4 vikur í einu skipulagðar.     

Tímabilaþjálfun (periodization) er skilgreind sem skipulagðar breytingar á þjálfunar breytum í þjálfunarprógrammi.  Það eru margar aðferðir til að skipta þjálfun upp í tímabil, en í stuttu máli erum við að stjórna þáttum eins og settum, repsum, lyftingatempó, lengd hvíldar o.s.frv.
Einnig er þjálfunar tíðni stjórnað, til dæmis hversu oft í viku við æfum.

Tímabilaþjálfun er lykilatriði í flestum áhrifaríkum prógrömmum.

Rannsóknir hafa sýnt að "tímabila" þjálfun hefur meiri áhrif á styrk, vöðvaúthald, vöðvastækkun og hreyfigetu.

Við vitum að við getum ekki æft eftir sama þjálfunarprógrammi endalaust sökum aðlögunar líkamans að æfingunni eftir að hafa farið í gegnum hana í teljandi skipti. 
En málið er að við aðlögumst repsafjöldanum fyrst, en æfingunni sjálfri síðast. 
Þess vegna þurfum við að breyta repsafjöldanum oftar en æfingunum sjálfum. 

Fyrst og fremst ættu  fjölliða hreyfingarnar (compound exercises), eða afbrigði af þeim, að vera hornsteinn í hverju þjálfunarprógrammi. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill, eins og alltaf, en ég er með eina spurningu tengda efninu..

Segjum sem svo að maður væri með 3 mánuði skipta niður í þrjú tímabil, hvernig er skinsamlegast að raða niður tímabilum, þá meina ég hvenær er betra að byggja upp, styrkja sig eða skera niður? Í hvaða röð á þetta að vera til að fá sem besta "lookið" að tímabilinu loknu?

Palli (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 13:09

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Takk Palli minn!  Til dæmis fyrir keppni þá taka keppendur nokkra mánuði fyrst til að byggja sig upp og styrkja sig þá í leiðinni, og skera sig síðan niður.  Fyrir fólk sem er í mikilli yfirþyngd er ráðlegt að skera sig niður fyrst áður en þeir byggja sig upp, því vöðvar taka jú mikið pláss og markmið þessa fólks er ekki að verða stærra en það er.  Svo það fer í raun eftir byggingu einstaklingsins sem og markmiðum hans í hvaða röð er best að raða uppbyggingu og skurði.  Hafðu samt í huga að uppbygging og skurður snúast aðallega um mataræðið.  

Ragnhildur Þórðardóttir, 26.8.2008 kl. 14:02

3 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Ragga mín, það er frábært hvað þú ert góð í að upplýsa fólk um málin.  Mæli með þér sem pistlahöfundi í tímarit um heilsurækt.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 27.8.2008 kl. 08:35

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Halldóra! Hjól, ganga og sund og lyftingar eru allt saman góð hreyfingaform. Umfram allt er mikilvægt að hafa fjölbreytni í æfingaplaninu. Pistillinn fjallar um lyftingaplanið, það er mikilvægt að skipta því reglulega upp.

Fjóla! Þakka þér fyrir hrósið. Því miður er hörgull á slíkum tímaritum hérlendis, ég hef verið að skrifa inn á Vöðvafíkn.net.

Ragnhildur Þórðardóttir, 27.8.2008 kl. 10:38

5 identicon

Bara stofnum tímarit!!

Hrund (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 12:06

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ekki vitlaus hugmynd Hrund.  Reyndar var eitt tímarit í pípunum fyrir svona ári síðan sem Sunna Hlín (vöðvafíkn) kom eitthvað nálægt en svo hefur ekkert heyrst eða sést af því.

Ragnhildur Þórðardóttir, 27.8.2008 kl. 14:16

7 identicon

Athyglisvert, líkaminn er svo snjall, lætur ekki plata sig. En hvað getur þú sagt mér um  Rope yoga??  Skráði mig á námskeið sem byrjar eftir næstu helgi.

Jóhanna Guðríður (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 23:02

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sæl Jóhanna, nei eftir milljóna ára hark og vosbúð er líkaminn orðinn ótrúlegur í að aðlagast hinum ýmsu aðstæðum.  Ég hef aldrei prófað Rope Yoga svo þú kemur víst að tómum kofanum hjá mér.  Hins vegar hafa þær vinkonur mínar sem hafa prófað verið mjög ánægðar.

Ragnhildur Þórðardóttir, 28.8.2008 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 549068

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband