Go hard or go home

Það eiga að vera þungar lyftingar með fáum repsum (1-6) í öllum æfingaprógrömmum. 

Þjálfun með miklum þyngdum bætir svokallaðan ‘myogenic tone'
Myogenic tone' er í raun mæling á þéttni vöðvans.  Þegar líkaminn er fitulítill, þá geta þéttir og harðir vöðvar farið ansi langt í að bæta útlit líkamans.  Því meiri þyngd sem er notuð, því meiri verður notkun á Type II hreyfieiningum - þessum sem hafa mestu möguleika á stærð og styrk. 

Vandamálið er að fæstir eyða nægum tíma í að lyfta í lágum repsafjölda, því þeir halda að þessi tegund þjálfunar er eingöngu fyrir styrktaraukningu.  Þung og fá reps tengjast þeirri aðlögun tauga sem eykur styrk svo þau auka vissulega styrk

Afleiðingin er skilvirkara taugakerfi sem þýðir aukin tíðni taugaboða, aukinn hraði á myndun krafts í hverri hreyfieiningu og aukin geta til að virkja Type II hreyfieiningar. 

Hins vegar með réttum þjálfunarviðmiðum og prógrammi geta þung og fá reps einnig stuðlað að verulegri vöðvastækkun. 

Aukinn styrkur og skilvirkara taugakerfi sem fylgir fáum þungum repsum færist yfir á hefðbundnari vaxtarræktarþjálfun því við getum notað meiri þyngdir þegar við þjálfum í vöðvastækkunar repsafjölda (6-12), og þannig fá vöðvarnir meiri örvun og meiri ástæðu til að stækka og styrkjast.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo er líka svo ógeðslega gaman að lyfta þungt, gleymdir að taka það fram

Palli (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 11:04

2 identicon

Sammála Palla.... djöfulli gaman að döflast eins og sveitt svín með alvöru þyngdir ;)

 En fjölbreytnin er lykillinn að fallegum líkama....  Maður þarf að passa sig að festast ekki í einhverju einu !

Nanna (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 11:07

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ohhh segiði, það er ekkert eins skemmtilegt og að lyfta þungt eins og skepna

En eins og þú segir Nanna þá er það bara einn þáttur af mörgum í góðu prógrammi.   

Ragnhildur Þórðardóttir, 26.9.2008 kl. 11:13

4 identicon

Ertu ekki til í að skella playlistanum þínum inn, hvaða lög þú ert að hlusta á þegar þú rífur í járnið og brennir eins og enginn sé morgundagurinn. Er orðinn hundleiður á mínum playlista og langar að uppfæra.

doddi (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 15:05

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Doddi! Góð hugmynd, ég skal skella upp playlistunum mínum fljótlega.

Júlíus! Takk fyrir það kærlega. Við sem stundum þetta sport vitum að þungu lyftingarnar skila svo ótrúlega miklu árangurslega séð, fyrir utan adrenalín kikkið og ego boostið sem fylgja þeim.

Ragnhildur Þórðardóttir, 27.9.2008 kl. 14:36

6 identicon

Ok þú segir að lyfta þungt og fáar endurtekningar ef ég skil þetta rétt, erum við að tala um 85-90% getu og á maður að lyfta af slíkum ákafa í 4-6 vikur og þyngja enn meir eftir það eða fer maður að lyfta léttu eftir að hafa lyft þungu?

doddi (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 17:37

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Það er ekki ráðlegt að taka allar æfingar þungt, það kallar bara á ofþjálfun. Betra er að blanda fáum repsum við hærri repsafjölda (6-12). Það má skipta út hvaða æfingar eru teknar þungt, hversu margar eru teknar þungt og hve mörg sett, til þess að skapa fjölbreytni og sjokkera líkamann.

Ragnhildur Þórðardóttir, 27.9.2008 kl. 19:19

8 identicon

Þetta er ákkúrat öfugt hjá mér... mér finnst leiðinlegt að lyfta þungt! Finnst langskemmtilegast að lyfta léttara og oftar og hafa mikla keyrslu í æfingunum. En maður verður auðvitað að hafa þetta fjölbreytt....

Hrund (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 549074

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband