HIIT- dæmi

Beðið var um dæmi um HIIT æfingu og finnst Naglanum kjörið að birta slíkt dæmi strax í kjölfar pistilsins á undan. Hér er um að ræða æfingar sem Naglinn tekur iðulega, en benda má á að til eru margar aðrar útgáfur af HIIT

HIIT æfing er venjulega 20-30 mínútur í heildina.

Hér er dæmi um 20 mínútna æfingu þar sem skiptast á 60 sekúndna sprettir og 120 sekúndna hvíld.

2 mínútna upphitun á rólegum hraða t.d rösk ganga.

Skokkað í 60 sekúndur á góðu tempói

Sprettur eins hratt og hægt er að halda út í 60 sekúndur

Hægja á og ganga rösklega eða skokka í 120 sekúndur

Sprettur í 60 sekúndur

Rösk ganga eða skokk í 120 sekúndur

Þetta mynstur af sprettum og röskri göngu/skokki er endurtekið til skiptis þar til 20 mínútur eru liðnar.
Þá er tekið 'cool-down' í 2 mínútur og gengið rösklega til að ná púlsinum niður og leyfa blóðinu að flæða úr útlimunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakka til að prófa þetta, hef ekki gert nákvæmlega svona en þetta finnst mér hljóma mjög vel. Ætla að taka undir með öllum hinum og mæla með bók takk.

Mér finnst einmitt vanta svona bók, hægt er að kaupa fullt af bókum þar sem farið er í æfingakerfi og mataræði, en það vantar akkúrat svona bók þar sem farið er ofan í saumana á því hvað við erum að gera og afhverju. Enn og aftur takk fyrir þessa frábæru síðu.

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 19:55

2 identicon

Takk kærlega fyrir þetta!

þú ert snillingur;)

Stína (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 23:30

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Vala! Takk fyrir falleg orð .  Ég þakka bara fyrir sömuleiðis að kíkja í heimsókn, það væri lítið gaman að þessu án ykkar lesendanna.  Tékkaðu endilega á þessu prógrammi, það er algjör killer ef þú passar að keyra þig í botn í sprettunum.

Stína!  Takk fyrir falleg orð .  Prófaðu þetta endilega og láttu mig vita hvað þér finnst.  Þetta tekur veeel á.

Ragnhildur Þórðardóttir, 1.10.2008 kl. 09:17

4 identicon

Ég prófaði eina svona í dag eftir að hafa lyft og ég rétt náði 17 mínútum og skreið svo á viljastyrknum niður í sturtu aaaalveg búinn á því

Soffía (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 19:30

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég veit, þetta er algjör killer

Ragnhildur Þórðardóttir, 6.10.2008 kl. 11:23

6 identicon

Eitt sem ég hef prufað smá á hlaupabretti

Byrja á að hita smá upp með rösklegri göngu.

Spretta í 1-2 mínutur

Skokka svo létt í tvöfaldann þann tíma

Geng í þrefaldann sprett tímann eða þangað til ég treysti mér aftur í sprett, aldrei samt lengur en sirka 3x sprett tímann

Byrja svo aftur á sprettinu.

Elvar (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 13:58

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Þú ættir að prófa að auka hraðann og spretta bara í 1 mínútu. Þá ferðu upp í þessa loftfirrðu þjálfun, annars ertu ennþá að vinna í loftháðri ef þú getur sprettað í 2 mínútur eða meira.

Ragnhildur Þórðardóttir, 6.10.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 548854

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband