Tölulegar staðreyndir um kolvetnadrykki

Í algengum og vinsælum kolvetnadrykk eru 20 g af kolvetnum í 100 ml.

Ein flaska af þessum drykk er 500 ml og inniheldur því 100 grömm af kolvetnum.

Það jafngildir kolvetnaskammti í:

400 grömmum af elduðum hýðishrísgrjónum,

120 grömmum af þurru haframjöli (40-50 g er eðlilegur skammtur í hafragraut)

300 grömmum af sætum kartöflum

einum og hálfum pakka af hrískökum

Naglinn stórefast um að fólk myndi slafra slíku magni af fæðu í sig á meðan æfingu stendur til þess eins að fá orku fyrir átökin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Nákvæmlega, það væri fáránlegt  en samt getur fólk réttlætt það fyrir sér að drekka allt þetta magn af kolvetnum.

Ragnhildur Þórðardóttir, 5.11.2008 kl. 08:35

2 identicon

Síðan er annað með þessa drykki.  Kaloríur í vökvaformi virðast ekki hafa áhrif á hungur seinna um daginn, þ.e. rannsóknir hafa sýnt að ef þú borðar mikið af fastri fæðu snemma um daginn þá borðarðu minna seinna um daginn, ef þú bætir við þig t.d. 500kcal í vökva snemma um daginn borðarðu samt þessar 500kcal aukalega seinna um daginn.

Vona að þetta skiljist

Haukur Már (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 10:29

3 identicon

Sæl

Hvað meinarðu með kolvetnisdrykkjum ? Ertu að tala um þessa Protein shakes sem allir eru að mæla með að drekka milli mála og fyrir/eftir æfingar ?

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 08:33

4 identicon

eða ertu að tala um Burner frá eas?

ss (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 09:22

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Skarphéðinn:  Protein shakes eru prótín.  Ég er að tala um kolvetnadrykki sem eru seldir t.d á líkamsræktarstöðvum og eru vatnsblandaðir drykkir í flöskum.  Fólki er talið trú um að það þurfi auka kolvetni fyrir átökin og kaupir því svona flöskur og svolgrar í sig kolvetnamagn sem er langt umfram það sem það eyðir á æfingunni.

 SS:  Nei ekki að tala um Burner, reyndar hef ég enga trú á svoleiðis drykkjum heldur.  Eina sem þeir gera léttara er buddan

Ragnhildur Þórðardóttir, 6.11.2008 kl. 10:57

6 identicon

Carbo power er samt dúndur kolvetnis drykkur, mæli klárlega með honum ef mann vantar power ;) en það er kanski bara í lagi hjá okkur sem æva powe híhí :P

Thelma (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 549062

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband