3 dagar í mót

Naglinn hefur ákveðið að neikvæðnin sem ráðið hefur ríkjum undanfarna daga sé nú komin í verkfall. 

Hösbandið hefur þurft að hlusta á nokkur dramaköst um ósanngirni heimsins, lögbann á eigin skrokk og að hætt sé við þetta allt saman. Blendnar tilfinningar gagnvart þessu móti hafa fengið að synda um óáreittar í hausnum en nú verða það eingöngu bjartsýnin og jákvæðnin sem fá pláss í gráa efninu.

Naglinn ætlar að skemmta sér og hafa gaman á mótinu á laugardaginn, innan um frábærar stelpur sem hafa reynst Naglanum frábærlega og vera stolt af sjálfri sér. 
Naglinn er búin að gefa sig 100% í þetta og það er það sem máli skiptir. 

Þó að skurðurinn sé ekki eins og lagt var upp með í þetta skiptið, þá fer þessi undirbúningur í reynslubankann og verður tekið út úr honum fyrir næsta mót.  Sumum tekst að ná toppformi á sínu fyrsta og öðru móti, fyrir aðra tekur það lengri tíma að finna út hvað virkar á þeirra líkama og hvað ekki.  Því við erum svo langt frá því að vera "one size fits all" og í þessum bransa þarf oft að prófa margar aðferðir áður en markmiðinu er náð. 

Það þýðir ekkert að hugsa "hefði ég getað brennt meira, hefði ég getað byrjað fyrr, hefði ég getað borðað öðruvísi, hefði ég ekki átt að bæta svona miklu á mig í off-seasoninu....."  should have, would have, could have.... 

Það er svo mikilvægt að fara í gegnum allt undirbúningsferlið og læra af mistökunum og nýta sér þá reynslu fyrir undirbúning undir næsta mót.  Stefnan er tekin á páskamótið. 

Naglinn er á mun betri stað núna til að hefja undirbúning en síðast og vonast því til að verða betri um páskana.

Sjáumst á laugardaginn! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært, vona bara að einhver sjónvarpsstöðin taki þetta upp þannig að við sem búum í Skurðum og Skerjum þessa lands fáum nú að sjá Goðið okkar í góðum gír.

Gangi þér sem allra best kæri Nagli, þú átt það svooooo..... skilið.

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 13:32

2 identicon

Þarna þekki ég þig . Hlakka til að sjá þig á laugardaginn, búið að æfa öskrin og greiða úr klappstýrudúskunum .

Anna María (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 13:50

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Vala! Ég held að þetta verði tekið upp og sýnt einhvern tíma eftir keppni. Var þannig allavega í fyrra á Sýn.

Júlli! Fyrir mér snýst þetta ekki um annað en að bæta sjálfa mig, ég á ekki roð í þessa köggla sem eru í mínum flokki.... ekki ennþá allavega .  Það verður bara stuð hjá okkur á laugardaginn.

Anna María! Það bjargaði mér að fá svona pep-up símtal í gær.  Fylltist baráttuanda og jákvæðni á eftir.  Takk elskan mín

Ragnhildur Þórðardóttir, 19.11.2008 kl. 15:14

4 identicon

Núna bíð ég bara spennt eftir að sjá myndir af þér á laugardaginn :) Gangi þér vel og ég og bumban hugsum til þín :):)

Jóhanna (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 15:17

5 Smámynd: M

Frábært   Gangi þér vel.

M, 19.11.2008 kl. 16:01

6 identicon

Gaman að heyra að þú skildir ekki beila.  En aðalmálið er að sjá hvað virkar og hvað virkar ekki svo á þriðja,fjórða eða fimmta móti þá er búið að fínstilla allt því róm var jú ekki byggð á einu seasoni.  Gangi þér vel og hvernig sem fer þá ert ÞÚ sigurvegari

sas (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 16:26

7 identicon

It's official - þú ert núna nýja idolið mitt, flott að taka þessa línu á þetta ;) Gangi þér supervel um helgina!!

nafna (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 22:22

8 identicon

Gangi þér vel!

Rakel (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 09:23

9 identicon

Hlakka til að sjá þig sæta :)

Kata (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 09:24

10 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Takk öll sömul fyrir falleg orð og pep-up *knús*

Ragnhildur Þórðardóttir, 20.11.2008 kl. 09:51

11 identicon

Góður pistill hjá þér og ætti að vera mörgum stelpum hvatning sem hefur alltaf langað til að vera með en ekki þorað að byrja! Einhversstaðar verður maður að byrja og ef maður fæðist ekki með köttgenin þarf maður einfaldlega að læra og leggja smá vinnu á sig ;)

Nanna (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 10:29

12 identicon

Líst vel á þetta hjá þér, þú ert búin að standa þig ekkert smá vel og gaman að fylgjast með þér síðustu mánuðina Takk fyrir alla hjálpina, hún hefur reynst mér mjög vel og eftir að ég talaði við þig síðast fóru hlutirnir aftur í gang Sjáumst á morgun skvís...

Hrund (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 10:47

13 identicon

Jæja, þá er komið að því!  Gangi þér ofboðslega vel!  Hafðu gaman af þessu! ;)

Fjölnir (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 14:34

14 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Takk fyrir það öll sömul.

Nanna! Þetta er auðvitað erfiðara fyrir suma, og tala nú ekki um okkur sem erum "clean". Þá er bara að læra af reynslunni og nota það á næsta móti.

Hrund! Frábært að allt fór að detta inn eftir að við töluðum saman. Hlakka til að sjá þig á sviðinu.

Fjölnir! Takk fyrir það. Allt að gerast, orðin elg-tönuð og hlakka bara til. Ætla að hafa gaman að þessu og skemmta mér. Þjálfast allavega í sviðsframkomu.

Ragnhildur Þórðardóttir, 21.11.2008 kl. 14:46

15 identicon

Hefði lesið bloggið þitt um smá hríð. Þú ert svo fróð um þessi mál og kemur skemmtilega orði að hlutnum. Þú ert mér hvatning. Gerir þetta af ástríðu og það er alltaf gaman þegar það fylgir með.

Ég hér með óska þér góðs gengis í keppninni um helgina, þú ert nú þegar sigurvegari í mínum augum

Jón Brynjar (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 16:07

16 identicon

Gangi þér hrikalega vel.

Haukur Már (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 18:25

17 Smámynd: Mama G

Gangi þér vel á morgun kona!

Mama G, 21.11.2008 kl. 21:02

18 identicon

Gangi þér vel í dag

sas (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 10:04

19 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Koma svo....................

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 23.11.2008 kl. 01:23

20 Smámynd: Soffía

Vonandi hefur þér gengið ofboðslega vel í gær   

Soffía, 23.11.2008 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 548846

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband