Eftir mót

Það er lágt risið á Naglanum þessa dagana.  Myndirnar frá keppninni voru eins og köld vatnsgusa og fjandinn hafi það hvað veruleikinn getur stungið.  Naglinn átti ekkert erindi upp á þetta svið, og hefði betur hætt við að keppa. 
Það er móðgun við keppnina að mæta svona útlítandi til leiks og síðasta sætið því verðskuldað. 
Í raun hefði Naglinn átt að fá reisupassann strax í fyrstu lotu: "Heyrðu vina mín, þú ert að ruglast.  Þetta er keppni í fitness, ekki fatness."

Naglinn naut sín engan veginn á þessu móti og leið illa í eigin skinni allan tímann.  Það er ekki gott ástand þegar maður þarf að standa á sviði.
Það er bitur reynsla sem fer í reynslubankann að þessu sinni.

Naglinn vill þó óska Auði innilega til hamingju með 2. sætið.  Stúlkan sú sýndi gríðarlegar bætingar og var vel að þessum verðlaunum komin.

Það voru engar ytri aðstæður sem hægt er að kenna um að Naglinn var ekki betri á þessu móti.  Skurðurinn var hreinlega ekki að skila sér þrátt fyrir gríðarlega vinnu í 22 vikur.  Líklega var bara af of miklu að taka í upphafi til að ná þessu. Líkaminn var líka lengi að taka við sér og allt gekk mjög hægt.
Það eru mikil vonbrigði eftir alla þessa vinnu og miklar fórnir að hafa ekki getað gert betur. 

Sálin er viðkvæm, sjálfsmyndin í molum og viðgerð stendur yfir.  Á meðan mun Naglinn ekki gefa út neinar yfirlýsingar um mót í framtíðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÉG vil endilega hvetja þig til að gefast ekki upp!  Það er enginn að segja að þú VERÐIR að keppa á páskamótinu, það verða mörg mót í framtíðinni.  En það er alveg klárt að þú hefur bætt miklum vöðvamassa á þig sem mun skila góðum línum í góðu kötti ;)

Nanna (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 09:15

2 identicon

Elsku stelpan mín, þú stóðst þig með miklum sóma og mátt vera stolt af eigin dugnaði og elju. Ég vil líka þakka þér fyrir ómetanleg orð sem sprengdu mitt sjálfstraust og þú veist alltaf af mér ef ég get eitthvað gert fyrir þig :)

Takk fyrir helgina og sjáumst svo í ræktinni :)

Auður (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 09:19

3 identicon

Ég sé að þú ert ábyggilega ekki sammála mér en ég ætla samt að koma minni skoðun á framfæri.
Mér fannst þú bara LANGFLOTTUST...hugsanlega ekki skornust eins og kannski takmarkið er í svona keppni en fyrir minn smekk finnst mér líka fitness konur mikið glæsilegri lítið eða óskornar og hananú!

Ingunn Þ. (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 09:23

4 identicon

Ragga mín, engin ástæða til að vera með lágt ris. Þú hefðir ekki þurft nema örfáa daga í viðbót til að klára köttið og þú hefðir massað þetta - Engin spurning. Það sást mjög vel hvað þú ert með flott mótaða vöðva og góða samsvörun í öllum líkamanum. Mér finnst þú flott!!

Stína (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 09:49

5 identicon

Elsku Ragga mín, sendi þér knús og kossa!  Var ekki á staðnum en þú hefur örugglega staðið þig vel þrátt fyrir 6. sætið.  En afar súrt eftir alla vinnuna að líkaminn hafi ekki brugðist nógu hratt við skurðinum, skil vel að þú þurfir smá tíma til að jafna þig. Svo er bara að mæta fílefld til leiks með mikla reynslu á bakinu  Mér finnst þú frábær

Soffía Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 09:57

6 identicon

Ég sá ekki keppnina en langaði bara að kasta á þig kveðju. Þú ert hörkutól og töffari. Þú ert svölust og ég ætla að vera eins og þú þegar ég verð stór.

Maggý Helga (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 10:06

7 identicon

Elsku vinan mín ég var ekki á staðnum en er viss um að þú hefur staðið þig vel. Þú ert nú ekki gömul og getur bætt þig helling á næstu árum átt örugglega eftir að gera það og standa uppi sem sigurvegari í fitness ef eljan og áhuginn verður áfram eins og hann er í dag. Þvílík hvatning sem þú ert fyrir okkur hin með þínum flottu pistlum , það er kannski eitthvað sem þú gerir þér ekki fulla grein fyrir mín kæra.

þrúður (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 10:08

8 identicon

"Naglinn ætlar að skemmta sér og hafa gaman á mótinu á laugardaginn, innan um frábærar stelpur sem hafa reynst Naglanum frábærlega og vera stolt af sjálfri sér. 
Naglinn er búin að gefa sig 100% í þetta og það er það sem máli skiptir. 

Þó að skurðurinn sé ekki eins og lagt var upp með í þetta skiptið, þá fer þessi undirbúningur í reynslubankann og verður tekið út úr honum fyrir næsta mót." Þú sagðir það sjálf að þessi undirbúningur fer í reynslubankann. Þú mátt vera stolt af sjálfri þér fyrir að hafa lagt svona mikið á þig og heldur áfram að vera mér og svo mörgum öðrum lesendum fyrirmynd. Taktu þér nú bara smá tíma í "me-time" og mættu svo sterkari til leiks.

Hugsa til þín á meðan ;)

kv. nafna

nafna (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 10:16

9 Smámynd: Mama G

Ragga mín, ég sé bara eina lausn á þessu máli: þú verður að fara í vaxtarræktina. Gat ekki betur séð en það væri bara einn keppandi þar, þú ert þá amk. örugg með 2. sætið. Alltaf gott að geta sagst hafa verið runner-up

Mama G, 24.11.2008 kl. 11:09

10 identicon

Ég hef verið að fylgjast með þér og veistu þú ert ótrúlega flott stelpa og með allt á hreinu... bara það að getað lagt alla þessa vinnu á sig er hreint út sagt afrek fyrir sig...hvað þá í 22 vikur!!!! svo ekkert væl og volæði.. ert æðisleg hefur þetta alveg í þér og eins og þú sagðir þá fer þetta bara í reynslubankannog gerir ENNÞÁ BETUR NÆST reyndu að njóta þín á aðventunni og slaka á bæði í mataræði og æfingum leiða hugann að einhverju öðru... kannski var líkaminn bara að segja þér að þú verður að slaka á í smátíma og leyfa honum að byggja sig upp aftur með góðri hvíld... svo kemur þú bara tvíelfd til baka strax eftir áramótin er það ekki!!!!

Allavegna hlakka til aðfylgjast með þér í framtíðinni p.s  pistlarnir þínir eru hreint út sagt frábærir....

kveðja Kristín

Kristín spinningskennari (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 11:21

11 identicon

Sæl, ég er búin að fylgjast með þér á netinu í smá tíma (vinkona mín benti mér á síðuna þína)!! Þú mátt vera vel stolt af þér að hafa stigið á svið þrátt fyrir að köttið hafi ekki gengið eins og planað var! Þú átt hrós skilið :) um að gera að stefna á páskan... það er alltaf hægt að hætta við ;)! Pistlarnir þínir eru æðislegir og þetta er að hjálpa mér hellings... ég er að stefna á mitt fyrsta mót um páskana og þú ert hetjan mín ;) Ég veit það fullvel að ég er með óraunhæf markmið en ég ætla að gera mitt besta!!

Elín H. Guðnadóttir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 11:42

12 Smámynd: M

M, 24.11.2008 kl. 12:08

13 identicon

Elsku Ragnhildur min! Tu hefur dug og  sjalfsaga a vid heilan HER. Eg skil tig vel ad vera osatt, en fjandinn hafi tad.. stundum er lifid bara ,,hundhelvitileidinlegt" og ogedslega osanngjarnt! Tu gerdir titt besta og lagdir gridarlega a tig. Tad er tad sem mer finnst skipta ollu mali!

Tu ert ad inspirera okunnugt folk sem daist ad ter, hugsar til tin og litur upp til tin. Tad er nu ekki litill arangur i sjalfu ser. Tad finnst mer allavega!

Mer finnst tu ofbodslega dugleg, snidug og eg tu ert likamsraektarhetjan min!

Bestu kvedjur hedan, Sunna med hor og halsbolgu i gramyglulegri London :)

Sunna (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 12:24

14 Smámynd: Bjarney Bjarnadóttir

Hæ Ragga. Veistu, ég skil alveg að þér líði svona, af því að þetta er ótrúlega brutal bransi!! Það er mikið rætt um keppendur og maður lætur alltaf eins og maður sé Monica Brant þegar maður er uppí stúku að dæma keppendur En ég var einmitt að segja, eins og með þig, þá finnst mér virðingarvert að þú hafir tekið þetta alla leið! En einhvern veginn í þessum bransa þá á maður að vera "fullkominn" þegar maður mætir á sviðið, en engum dettur í hug hversu mikil reynsla það er í rauninni að klára undirbúninginn alla leið! Hins vegar finnst mér leiðinlegast í heimi að þetta hafi ekki gengið sem skyldi hjá þér þar sem ef það var einhver sem átti skilið að mæta þarna og rúlla þessu upp þá ert það þú! Þvílíkur dugnaður og agi hjá þér stelpa! *respect*

Ef þú ætlar að keppa um páskana þá ertu svo mikið betur í stakk búin til að takast á við það núna, heldur en þegar þú byrjaðir undirbúninginn að þessu móti, ert allavega með forskot á okkur hinar feitabollurnar sem erum að spá í að keppa!!  

En hvort sem þú keppir aftur eða ekki, ekki dæma þig of hart fyrir þetta, held að flestir hafi lent í því að mæta ekki í sínu besta formi á mót og hafa séð myndir af sér sem þeir vildu óska að væru ekki til! hahaha  

En hafðu það rosa gott og vertu góð við sjálfa þig, þú þarft á því að halda núna *knús*

Bjarney Bjarnadóttir, 24.11.2008 kl. 15:24

15 identicon

Risaknús :)

Elsa (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 17:21

16 identicon

Elsku Naglaskinnið, vona svo sannarlega að þú jafnir þig á þessu, var ekki á staðnum á reyndar mjög erfitt með að ímynda mér að einhver geti yfirleitt staðið sig betur en þú þegar kemur að þessum málum, bara trúi því ekki.

Þú ert allavega ofurhetja í mínum augum og ef ég hefði vald páfa færir þú dýrlinga tölu.

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 19:43

17 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Elsku hjartans fólkið mitt. Lítill Nagli hefur fengið tár í augun í allan dag við að lesa þessi fallegu komment frá ykkur öllum. Það yljar manni svo sannarlega um hjartarætur að fá svona hughreystingar þegar sjálfstraustið er á stærð við baun. Ástarþakkir til ykkar allra *knús* Það er mikið spennufall í gangi og tilfinninga rússíbaninn sem því fylgir er eitthvað sem Naglinn er ekki vanur. Naglinn er töffari að eðlisfari og tekur hlutina vanalega ekki mjög nærri sér. Naglinn ætlar að rífa sig upp úr þessu volæði sem allra fyrst. Það þýðir ekki að velta sér upp úr því sem er búið og gert heldur bera höfuðið hátt og leiða hjá sér augngotur og hvísl. Eitt er víst að Naglinn mun ekki skoða þessar myndir af sér aftur í bráð.

Ragnhildur Þórðardóttir, 24.11.2008 kl. 20:30

18 identicon

Jah.. elsku hjartað mitt!! Ég hef greinilega ekki mikið vit á þessu því miðað við tóninn í þessari færslu þá sá ég fyrir mér keppi og læti á kellunni. Er reyndar bara búin að rekast á eina mynd af þér en my oh my.. mikið vildi ég hafa svona kropp. Þú ert bara hrikalega dugleg og gerir þetta af lífi og sál.. og ert þess vegna líka harðasti dómarinn við sjálfa þig. Ég skil (held ég) að ástæðan fyrir vanlíðaninni sé sú að þér hafi ekki tekist að skera nógu vel fyrir mótið en árangurinn er samt greinilegur og eins og þú sagðir sjálf þá er þetta ferli eitthvað sem hver og einn þarf að læra inn á fyrir sjálfan sig. 

Vil bara ítreka það sem aðrir hafa sagt á undan mér (og ég einhvern tímann áður) að þú hefur kennt mér helling og ert ennþá að kenna mér svo mikið og ert svo sannarlega ein af mínum fyrirmyndum.

Knús og kreist og hjartans kveðjur

Óla Maja (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 00:00

19 identicon

Úfff ég veit sko hvernig þér líður.. en þetta gleymist og maður verður bara að vera ánægður með það sem maður hefur gert.. kommon það eru sko ekki allir sem geta gert þetta.. mér fannst þú samt BARA FLOTT! knús :*

Kristjana (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 91
  • Frá upphafi: 549153

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband