Fróðleiksmoli dagsins

Hnébeygjur með stöng, front beygjur með stöng og réttstöðulyftur henta ekki vel fyrir mjög háan repsafjölda.  Bakvöðvar og tækni láta yfirleitt undan áður en settið klárast.   

Mun betra er að taka meiri þyngd í þessum æfingum og taka færri reps, t.d 3-8 reps.

Ekki er ráðlegt að fara þreyttur í þessar æfingar, heldur byrja á þeim í upphafi prógramms þegar vöðvarnir eru ferskir og óþreyttir. 

 

squat 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl þekki þig ekki enn hef mjög gaman að lesa skrifin þín sem eru í senn fróðleg og skemmtileg nú langar mig að forvitnast um eitthvað gott brenslu efni ég er ferlega viðkvæmi fyrir eins og hydroxikut eða hvað þetta heitir:)

er ekki einhvað til sem örvar skjaldkirtilinn? er með svo hæga brennslu?

Fanney (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 17:19

2 identicon

Úff...ég ætla að vona að fólk fari nú ekki að krukka í heilbrigðum skjaldkirtli í grenningarskyni  
Það getur haft ýmsar óæskilegar aukaverkanir að vera með ofvirkan skjaldkirtil, sem er n.b. sjúkdómur, sbr.

"Fyrstu einkenni (ofvirks skjaldkirtils) eru oft taugaspenna, óróleiki, hitaóþol, mikill sviti, þreyta, máttleysi, tíðar hægðir og ýmis konar óþægindi frá hjarta. Húðin er oft rök og heit, hárið verður fíngert og neglur þunnar. Síðar geta komið fram alvarlegar hjartsláttartruflanir, hjartabilun, fíngerður handskjálfti, beinþynning og 5-10% fá útstæð augu."
Tekið af vísindavef HÍ.

Ingunn Þ. (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 13:29

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sammála Ingunni, þú skalt alls alls ekki nota örvandi lyf fyrir skjaldkirtilinn ef hann fúnkerar normal. Ef þú hefur grun um að þú sért með vanvirkan skjaldkirtil þá skaltu leita til læknis og biðja um próf til að kanna virknina. Þá geturðu fengið lyfseðilsskyld lyf til að koma honum á réttan kjöl. Hvernig veistu að þú ert með hæga brennslu? Áttu erfitt með að missa fitu? Í flestum tilvikum eru erfiðleikar við að missa fitu vegna lélegs mataræðis og hreyfingarleysis/of mikillar hreyfingar/ekki rétt álag hreyfingar.

Ragnhildur Þórðardóttir, 29.1.2009 kl. 13:33

4 identicon

Hvernig finnur maður þennan gullna meðalveg milli of mikilla æfinga og of lítilla?

Óli Jóns (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 15:44

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Gefa líkamanum allavega 1-2 daga í viku af algjörri hvíld, stilla brennsluæfingum í hóf og gera einungis það sem þarf til að missa fitu, gefa vöðvahópum 48-72 klst hvíld milli lyftinga. Þetta er nú bara stiklað á stóru hér.

Ragnhildur Þórðardóttir, 30.1.2009 kl. 09:35

6 identicon

Takk fyrir upplýsingarnar ég er bara búi að standa í stað svo lengi er að reyna að borða reglulega og hreyfa mig að vísu geng ég aðallega er ekkert í tækjum ;( og finn engan mun orðin þreytt á að bíða eftr breytingu og þá var mér bent á að til væru brennslutöflur sem virkuðu beint á skjadkirtilinn:( ég er 165 og er hátt í 100 kg og orðin þreytt á því

Fanney (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 19:06

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Brennslutöflur gera ekkert fyrir þig nema að mataræði, þjálfun og hvíld séu 100%. Lyf sem virka beint á skjaldkirtilinn innihalda skjaldkirtilshormónin T3 og/eða T4 (Cytomel og Thyrolar) og hækkar grunnbrennsluhraða, eykur hjartslátt o.fl. Slík lyf geta því verið mjög hættuleg fyrir þá sem eru með hjartatruflanir. Ef skjaldkirtillinn er normal og þú tekur þessi lyf geturðu verið að fokka í honum fyrir lífstíð og ruglað starfsemi hans. Margir keppendur sem hafa notað slík lyf til að kötta sig niður í ræmur hafa lent í gríðarlegum erfiðleikum með fitutap og meltingarhraða í mörg mörg ár á eftir.

Byrjaðu á að taka mataræðið í gegn, passaðu skammtana og daglegar kaloríur. Lyftingar eru nauðsynlegar til að kýla upp grunnbrennsluna, og gerðu eins mikið af fitubrennsluæfingum og þú þarft til að missa fitu, ekki meira og ekki minna. Láttu allar brennslutöflur eiga sig þar til þú kemst niður í síðustu 5-10 kílóin.

Ragnhildur Þórðardóttir, 1.2.2009 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 549118

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband