NEPA... hvad for noget?

Eftir komuna til Danaveldis hefur NEPA Naglans aukist til muna. Og hvad er det for noget?

NEPA er skammstöfun fyrir Non-Exercise-Physical-Activity og er einfaldlega öll hreyfing sem er framkvæmd utan skipulagðra æfinga.

Til dæmis að ganga eða hjóla frá A til B er dæmi um NEPA, og það gerir Naglinn eingöngu þessa dagana, enda engin sjálfrennireið í boði.
Á Klakanum ertu ekki maður með mönnum nema að eiga slíkt farartæki, enda verðurðu kalinn á höndum og fótum af því að fara á milli staða á tveimur jafnfljótum.

Hér í Kóngsins Köben er hjólandi og gangandi fólk í forgangi fyrir bílaumferð, og alls staðar eru risastórir hjólastígar við hliðina á akreinum. Enda er meirihluti borgarbúa sem fer sinna ferða á hjólfáki. Sem skýrir líklega að offituvandinn virðist ekki hafa náð fótfestu hér því það þarf virkilega að hafa fyrir því að finna feitt fólk.

Naglinn hjólar í ræktina, 10 mínútur hvora leið og það eru 20 mínútur aukaleg hreyfing á dag, margfaldað með 6 dögum, það gera heilar tvær klukkustundir af aukalegri hreyfingu á viku. Og það er fyrir utan allt annað labb, í búðina, niðrí bæ o.s.frv.

Öll aukaleg hreyfing á dag: þrífa húsið, slá grasið, fara út með hundinn getur aukið virkilega á brennslu hitaeininga yfir daginn. Manneskja sem vinnur á fótunum t.d hjúkrunarkonur og smiðir geta brennt meira á dag en sá sem vinnur skrifstofudjobb á rassinum en fer í 30 mínútna brennslu á dag.

Hugsum um NEPA og reynum að auka það eins og við getum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er einn af þeim mörgum hlutum sem ég elska við CPH...yndislegt að hjóla og labba um allt, sérstaklega þegar vorið er að koma!

Vertu í bandi ef þú vilt fá þér kaffibolla :)

kv. gjg ex fjarþjálfikúnni

Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 13:35

2 identicon

Synd hvað þessi hjólamenning hefur sniðgengið litla klakan okkar algjörlega.

Veistu hvar maður getur fundið upplýsingar um hvernig prótein matur inniheldur, hvort það sé soja eða mysuprótein? Er í leit að mysupróteinríkum mat svo að það sé hægt að draga úr fæðubótaefnum.

Óli Jóns (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 13:54

3 identicon

Þetta er svo satt og rétt.  Man eftir þessu síðan ég bjó úti enda gekk ég heilmikið og hjólaði þá.  Flutti svo heim aftur og gafst upp og fékk mér bíl nokkrum árum síðar. 

Soffía (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 15:11

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Guðrún! Ég er einmitt búin að hugsa svo mikið til þín síðan ég kom. Fór m.a.s í Fitnessdk í Frederiksberg í gær, ert þú ekki að æfa þar? Ég sendi þér meil og reynum að hittast.

Óli! Nei ég veit ekki um neinn lista sem sýnir hvers konar prótín er í fæðu. Annars held ég að þú fáir mysuprótín aðeins úr mysu eða prótíndufti. Ég er samt ekki alveg viss. Ég skal fara á stúfana og kanna þetta betur.

Soffía! Þegar ég bjó í UK þá hjólaði ég eða labbaði allt og það hrundu af mér kg, svo kom ég aftur heim til ÍS og gat ekki labbað í 5 mín út í búð. Svona er maður skilyrtur ;-)

Ragnhildur Þórðardóttir, 20.3.2009 kl. 07:22

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Tak så meget Helgi. Einmitt það sem ég hélt ;-)

Ragnhildur Þórðardóttir, 20.3.2009 kl. 12:16

6 identicon

Takk kærlega.
En Helgi, ef ég man rétt þá skrifaðir þú hérna einhverntíma að þú drykkir fjörmjólk eftir æfingu til að fá fljótlosandi kolvetni ekki rétt? Ef svo er hvað drekkurðu þá mikið og drekkuru það bara eða færðu þér eitthvað meira með sem post-workout máltíð?

Óli Jóns (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 12:57

7 identicon

Sæl mig langaði til þess að sp þig hvernig er best að æfa til þess að losna við einsog margar konur segja bingóvangina sína/handlegjina sem lafa?

og ert þú að nota einhverjfæðubótaefni t.d einsog prótein og fitubrennslutöflur?

takk annars fyrir góða og skemmtilega síðu:)

karen (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 04:30

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Karen! Takk fyrir hrósið og innlitið.

Dýfur og skull-crusher eru bestu æfingarnar til að byggja upp kjöt á þríhöfðanum (bingóvöðvinn). En það er mataræðið sem losar þig við fituna sem liggur ofan á. Þú getur gert æfingar út í hið óendanlega, það er hins vegar það sem þú gerir við matarborðið sem mun losa þig við fituna. Ekki falla í gryfjuna að reyna að "spot reduce" þ.e losna við fitu á einu svæði með óeandanlegum æfingum fyrir það svæði.

Ég nota próteinduft allt árið um kring, en fitubrennslutöflur eingöngu fyrir mót. Það er linkur til vinstri á grein um fitubrennslutöflur.

Ragnhildur Þórðardóttir, 21.3.2009 kl. 13:39

9 identicon

Labb í og úr vinnu og á vinnustaðnum er ótrúlega vanmetin kaloríubrennsla.

Fjolnir G (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 548858

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband