Mind-fuck

Það er til hugarástand sem Naglinn kallar "mind-fuck". Það er þegar lítill púki sest á öxlinaog hvíslar syndsamlegum hugsunum um mat í eyrað á þér, hvort þig langi nú ekki í ís í góða veðrinu, eina með öllu eftir sundið, pizzu í þynnkunni o.s.frv.  Hvað með það þó það sé bara þriðjudagur og þú svindlaðir um helgina.

pizza    

Þáhefst alls kyns hugarleikfimi sem felst í sjálfsblekkingum að þetta sé nú ílagi svona einu sinni þó það sé ekki nammidagur, ég verð bara extra dugleg(ur)í ræktinni í vikunni, ég á þetta nú skilið....

Naglinn er mannlegt kvikindi einsog hinir, og hefur alveg glímt við sitt "mind-fuck" þegar viðbjóðurinn á kjúlla og spínati nær hámarki. En Naglinn er mjög "anal" og lítur á það sem alvarlegan glæp gegn mannkyninu að svindla þegar það er ekki leyfilegt. 

Þannig að þegar slíkar saurugar hugsanir sækja á gráa efnið, þá fer Naglinn í vopnabúr sitt af mótrökum og baráttan hefst. 

Naglinn er með ofátsgræðgisröskun og veit nákvæmlega hvað gerist þegar bragðlaukarnir fá sýnishorn af sukki, allar hömlur fjúka út íveður og vind.  Naglinn veit líka nákvæmlega hverjar líkamlegu og andlegu afleiðingarnar eru af óskipulögðu svindli. Líðanin er ömurleg, feitan og ljótan á lokastigi, samviskubit á stærð við steppur Síberíu, bumba og þrútnir þjóhnappar þrýstast út í fötin sem eru öll mun þrengri fyrir vikið , þrútnir fingur, tær og smettið eins og tungl í fyllingu.

eating_too_much 

 Naglinn veit líka betur en svo að einhver 1-2brennsluæfingar í vikunni geti unnið á móti sukki og svínaríi.  Mataræðið er það sem skiptir máli til að losna viðspekið.  

Naglinn þarf líka að standa skil á mælingum hálfsmánaðarlega, alveg eins og sínir eigin kúnnar.  Næsta mæling er þannig alltaf í huga Naglans, og metnaðurinn til að stíga skref áfram í hvert skipti, en ekki afturábak né standa í stað, sigrar allan gómsætan mat undir sólinni.

 

Með allar þessar hugsanir að vopni sigrar Naglinn sitt eigið mind-fuck og púkinn á öxlinni lyppast örendur niður.

 

Nothing tastes as good as looking good does.... og þegar árangurinn kemur í ljós verður maður svo stoltur af eigin staðfestu og dugnaði sem til lengri tíma litið styrkir góðar matarvenjur í sessi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verð að segja, frænka sæl, að þú ert heljar snillingur. Við söknum þín héðan af klakanum :D

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 21:51

2 identicon

Vá hvað það var nákvæmlega þetta sem ég þurfti á að halda í morgunsárinu - Takk fyrir mig :-)

Dyggur lesandi (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 09:55

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ástkær frændi. Hjartans knús fyrir hrósið. Sakna ykkar sömuleiðis en ekki veðursins samt... 20° og sól alla daga hér B -)

Dyggur lesandi. Takk sömuleiðis fyrir innlitið og kvittið ;-)

Ragnhildur Þórðardóttir, 1.5.2009 kl. 12:20

4 identicon

Helvíti góð! það er betra að sigrast á púkanum heldur en að glíma við sjoppufæðið sem er komið í lýsisform á rassgatið :)

Adda (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 20:29

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

AMEN SISTAH. Hefði ekki getað orðað þetta betur sjálf ;-)

Ragnhildur Þórðardóttir, 2.5.2009 kl. 11:37

6 identicon

Arrrrg þekki þannan púka alltof vel og leyfi honum alltof mikið að hringla í mér

Kristjana Birgisd. (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 13:54

7 identicon

Þú ert æðisleg með þessar lýsingar, maður bara deyr úr hlátri, en vááá hvað ég kannast við þetta.  Þurfti einmitt á þessu að halda núna,að lesa þetta, komin laugardagur og þvílíkur púki sestur á öxlinni á manni

Ingunn L (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 23
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 548877

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband