Fróðleiksmoli dagsins

Við útihlaup verður það sem kallast "loftmótstaða" (air-resistance) þegar við kljúfum andrúmsloftið á ferð.
Eftir því sem við hlaupum hraðar því meiri verður loftmótstaðan.

Hins vegar á hlaupabretti þá ferðumst við ekki í gegnum loftið, heldur erum kyrr á sama stað og því vantar þessa mótstöðu og orkunotkunin verður örlítið minni því brettið hjálpar okkur aðeins við hlaupin.

Til þess að fá sömu orkunotkun, loftmótstöðu og þannig líkja eftir aðstæðum utandyra er nauðsynlegt að setja hlaupabretti í 1-2% halla (Journal of Sports Science, 1996 Aug;14(4):321-7, Vísindavefurinn).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mama G

Ég las líka einhvern tímann einhvers staðar að það færi betur með hnén að hafa alltaf smá halla á hlaupabrettinu, veistu eitthvað hvað sé til í þeirri fullyrðingu?

Mama G, 8.6.2009 kl. 14:28

2 identicon

Já lenti illa í því útaf þessu um daginn. Er búinn að vera að hlaupa eins og vindurinn á brettinu í vetur og svo átti að skella sér út í blíðuna að hamra tjöruna en ekkert var þrekið til staðar og þá var bara leðjað hálfaleið að herðablöðum.

Óli Jóns (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 15:07

3 Smámynd: Friðrika Kristín

Hæ, gætirðu addað mér svo ég geti sent þér skilaboð... Takk fyrir það!

Líf og fjör

Gallía

Friðrika Kristín, 9.6.2009 kl. 11:02

4 Smámynd: Friðrika Kristín

Hæ, gætirðu addað mér svo ég geti sent þér skilaboð... Takk fyrir það!

Líf og fjör

Friðrika Kristín, 9.6.2009 kl. 11:03

5 Smámynd: Friðrika Kristín

Fyndinn djókur: http://photos1.blogger.com/blogger/5834/2370/1600/fit00.0.jpg

Friðrika Kristín, 9.6.2009 kl. 11:17

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Gréta! Já ég hef heyrt um marga sem fá í hnén að hafa brettið í 0°. Einn kúnni hjá mér lenti illa í þessu um daginn og þurfti að hvíla sig frá hlaupunum.

Óli! Það eru rosaleg viðbrigði að fara af mjúku brettinu í loftlausu umhverfi yfir á tjöruna í elskulegan mótvindinn í Rvk.

Friðrika! Hef séð þennan djók... hrikalega góður. Skal adda þér... þú getur líka addað mér ef þú vilt.

Ragnhildur Þórðardóttir, 9.6.2009 kl. 15:14

7 identicon

Það er talað um að undirlagið verði líkara undirlaginu úti með hallann svona og fólk fær síður beinhimnubólgu ef það setur hallan í 1-2%

nafnlaus (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband