Rugl sem Naglinn sá í ræktinni í dag....

... varð að deila þessu með ykkur lesendur góðir... 

Berfættur maður að skokka á brettinu og við hliðina á honum var maður á harðaspani í....GALLABUXUM Shocking Rólegir í óþægindin!!!

 

Væri gaman að heyra hvaða rugli þið lesendur hafið orðið vitni að í ræktinni 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ragga og takk fyrir frábæra síðu:) Var að velta einu fyrir mér...þú talar um að maður eigi að lyfta þungt og endurtekningar fáar, en svo eru margir einkaþjálfarar tala um að hafa endurtekningarnar fleiri og þyngdir því minni. Ég er til að mynda með tvískipt prógram frá ágætis einkaþjálfara þar sem hann vill að ég lyfti 15-20 sinnum. Myndiru mæla með því að ég myndi breyta yfir?? Og annað, ertu alltaf að lyfta þungt eða breytiru stundum yfir??

Hanna (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 15:42

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Hanna! Ég mæli með að þú lesir þessa grein http://ragganagli.blog.is/blog/ragganagli/entry/684513

Það er ekki hægt að byggja upp vöðva í háum repsum. Há reps hafa sinn sess í þjálfunarprógrömmum en alls ekki sem eini repsafjöldinn. Lág reps verða að vera í hverju prógrammi hvort sem markmiðið er uppbygging eða viðhald á massanum í megrun.

Ef þú treystir þjálfaranum þínum þá skaltu fara eftir því sem hann/hún segir þér, eftir x mánuði skaltu mæla hvort þú sért að ná þeim árangri sem þú sóttist eftir í upphafi.

Ragnhildur Þórðardóttir, 9.6.2009 kl. 16:01

3 identicon

Sextugur/sjötugur illa lyktandi maður í vinnuskyrtu, gallabuxum og sandölum að taka niðurtog eins og enginn væri morgundagurinn trónir á toppi listans yfir skrítna hluti hjá mér. Svo eru alltaf einhverjir á inniskóm eða "crocs" að lyfta, skil það ekki alveg heldur...

Óli Jóns (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 17:06

4 identicon

Maður að taka bekkinn eins og enginn væri morgundagurinn með kóksopa og snickersbita á milli setta. Það held ég svei mér þá að verði ekki toppað.

Linda Björk Markúsardóttir (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 19:23

5 identicon

fullt af furðufuglum hér í nesinu :)

1. gamall kall sem kom í stuttbuxum og engu öðru hljóp og lyfti og fór svo beint útí pottana úr salnum- ÁN ÞESS AÐ FARA Í STURTU

2. stelpa sem settist í salnum, dró upp glassúrsnúð, át og fór svo beint á hlaupabrettið, jukk...

 og svo allir hinir sem koma með kókómjólk eða kaffibollana sína með sér og drekka milli setta...

Sylvía (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 21:24

6 identicon

Ein sem var oft að æfa í gallabuxum og peysu.

Sá eina skreppa út að reykja eftir æfinguna og fara svo inn og sækja krakkann sinn í gæsluna. ÓJ!

Man eftir einni sem var ekki búin að gera sér grein fyrir því að æfingabuxurnar hennar voru orðnar svo eyddar á rassinum að það var vandræðalegt.

Greta (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 23:47

7 identicon

Ég sé mjög oft að menn fái sér kaffibolla á milli setta þó sérstaklega svona kraftlyftingamenn.  Er það ekki bara það sama og að vera að fá sér orkudrykki með koffeni í?

sas (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 06:42

8 Smámynd: Mama G

Alltaf þegar ég nenni ekki í ræktina hugsa ég um að ég verði að standa við það sem ég hef commitað mig í. Svo reyni ég að rifja upp fólk til að taka mér til fyrirmyndar í commitmenti og það fyrsta sem kemur alltaf upp í hugann hjá mér er maður sem var á nærbuxunum einum saman að neðan og í skrifstofuskyrtu að ofan og hljóp eins og andskotinn væri á hælunum á honum (við erum að tala um að fólk þurfti að taka sveig framhjá brettinu til að fá ekki svitagusurnar yfir sig). Maður verður ekki mikið meira committaður í gymið en þetta hugsaði ég með mér

Mama G, 10.6.2009 kl. 09:08

9 identicon

Talandi um gusur... það var frekar fyndið (en samt smá ógeðslegt) á einni BootCamp æfingunni. Síðasta verkefni æfingarinnar var að taka 500 m róður eins hratt og maður gat. Einn tók svo hrikalega á því að hann ældi um leið og hann var búinn, það gusaðist yfir róðravélina... yummí að þrífa það!!

 P.s. það er ekki algengt að fólk æli á BC æfingum (aaaalgjör goðsögn), amk ekki yfir tækin!!!

Soffía Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 09:34

10 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Hahahaha... frábærar sögur. Matvæli, reykingar, uppköst og aðrir vessar, klæðaburður á mörkum hins siðlega.....greinilega til nóg af furðufuglum í líkamsræktarstöðvum heimsins.

Keep 'em coming gott fólk. Okkur veitir ekki af að hlæja á þessum síðustu og verstu.

Ragnhildur Þórðardóttir, 10.6.2009 kl. 09:53

11 identicon

Eldri kona í fjólubláum samfesting úr svona glansandi hjólabuxnaefni, ferlega smart

Hrund (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 12:19

12 identicon

Fólk sem stynur hærra en þegar það fær fullnægingu er alltaf skemmtilegt.  Einnig ungir strákar sem 'taka' 100 kg í bekk, og eru með 2 félaga sína sitthvorum megin til að taka ca 30 kg á mann með þeim eru alltaf flottir líka

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 12:40

13 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ohhh láttu mig þekkja svona karaktera sem hlaða á bekkpressu-stöngina og svo eru vinirnir að dedda þyngdina með þeim. Hef ósjaldan orðið vitni að svona tilburðum, líka í axlapressu með lóð þar sem vinurinn má hafa sig allan við að ýta undir lóðin. Halda menn virkilega að þetta sé leiðin til stækkunar? Að taka kannski 40-60% af þyngdinni....

Ragnhildur Þórðardóttir, 10.6.2009 kl. 13:30

14 identicon

Sammála þessu með stunurnar, hef orðið vitni að slíku þar sem viðkomandi var í teygjuæfingum, já eitt augnablik hélt ég að ég væri ekki stödd í líkamræktarsal  

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 14:09

15 identicon

Eftirminnilegast;

Skvísa í þröngum buxum og topp (ekki æfingaföst) , skóm með smá hælum (ekki háum, en skvísuskór með semilíusteinum), svaka hárgreiðslu, toppaði þetta svo með ca 3 kg af gullskartgripum, risakeðjum og eyrnalokkum og risahring á hverjum fingri. Svona staulaðist hún á hlaupabrettinu í ilmvatnsskýi..

 Svo auðvitað píurnar sem hlaupa og púðra sig við hverja svitaperlu.

Agnes (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 549063

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband