Óhugnanlegar afleiðingar megrunar

Árið 1950 var gerð rannsókn á áhrifum megrunar á hegðun og hugarfar (Keys et. al, 1950).
Þessi rannsókn myndi klárlega ekki fá samþykki Siðanefndar í dag, en er engu að síður mikilvæg heimild sem varpar ljósi á áhrif langvarandi megrunar.

Þátttakendur voru heilbrigðir karlmenn í góðu formi og við góða andlega heilsu. Í sex mánuði var hitaeininganeysla þeirra skorin niður um helming og þetta tímabil endaði með góðri átveislu í nokkra daga. Niðurstöðurnar voru sláandi. Gríðarlegar breytingar urðu á hegðun, hugarfari og félagslegu atgervi þessarra manna og þær vörðu lengi eftir að rannsókn lauk. Þráhyggjuhugsanir, draumar og samtöl um mat urðu mjög áberandi, sem og óeðlilega mikill áhugi á matseðlum, uppskriftum sem áður var ekki til hjá þessum mönnum. Eins varð þráhyggja um tímasetningar á máltíðum áberandi sem og óhófleg neysla á kaffi og þurfti að takmarka neyslu þeirra í 9 bolla á dag!! Margir fengu átraskanir, þar sem þeir misstu sig í óhófleg átköst sem enduðu með uppköstum og sjáfsfyrirlitningu og lélegri sjálfsmynd.

Eftir langvarandi megrun virðist sem stöðin í heilanum sem stjórnar seddutilfinningu ruglist svo maður er aldrei saddur en það gerðist einmitt hjá þátttakendunum. Þeir gátu borðað og borðað en urðu aldrei almennilega saddir. Það er eins og líkaminn sé að bregðast við eins og matur verði aldrei í boði aftur.

Líkamlegar breytingar áttu sér einnig stað hjá þessum mönnum. Þeir upplifðu einbeitningarleysi, misstu hárið, kvörtuðu undan svima, hausverk og þoldu illa kulda því líkamshiti þeirra hafði lækkað. Grunnbrennsluhraði (BMR) þeirra hafði einnig lækkað umtalsvert. Með því að borða langt undir eðlilegum hitaeiningafjölda í langan tíma eins og oft er raunin í mörgum megrunarkúrum hægist á brennslukerfinu og hjá sumum mannanna lækkaði grunnbrennslan um heil 40%.

Heimild: Keys, A., Brozek, J., Henschel, A., Mickleson, O., og Taylor, H. L. The biology of human starvation. (1950). Minnesota: University of Minnesota Press

Það er beinlínis lífshættulegt að vera með lága fituprósentu allan ársins hring, við þurfum ákveðið magn af líkamsfitu til að fúnkera rétt bæði líkamlega og andlega. Það er hægt að fara mjög neðarlega í fituprósentu en aðeins í skamman tíma eins og í nokkra daga í kringum fitness/vaxtarræktarkeppnir.
Líkaminn leitast við að koma sér úr slíku ástandi sem fyrst því það er ógn við heilsuna.
Blæðingar kvenna hætta þegar fituprósentan fer niður fyrir ákveðin mörk en það er leið líkamans til að koma í veg fyrir þungun því líkaminn er ekki í stakk búinn til að veita öðru lífi næringu þegar hann rétt skrimtir með sjálfan sig.

Eftir stranga megrunarkúra er venjan að fólk byrji aftur að borða eðlilega, t.d borða aftur kolvetni og þá þyngist fólk oft mjög hratt aftur, mestmegnis í formi vökva vegna aukinnar kolvetnaneyslu.
Margir lenda í svokölluðu “rebound” þar sem alveg sama hvað þú borðar þú fitnar á óeðlilegum hraða. Líkaminn leitast við að geyma allar hitaeiningar í formi fitu sem er orkuforði líkamans, og verjast þannig slíku hungurástandi í framtíðinni. Margir leita því í að vera í megrun allan ársins hring sem er afar slæmt fyrir líkamann og hugarfarið eins og sjá má af niðurstöðum Minnesota rannsóknarinnar. Félagsleg einangrun, þráhyggjuhugsanir um mat, skemmt brennslukerfi, skortur á einbeitningu og aukin hætta á átröskunum fylgja slíku óheilbrigðu sambandi við mat.

Reynum frekar að lifa heilbrigðu lífi, borða hollt og reglulega og hreyfa okkur. Gerum hollt mataræði að lífsstíl frekar en að detta í stórhættulega megrunarkúra í örvæntingu þegar allt er komið í óefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ánægð með þig stelpa! Var einmitt að bíða eftir að þú skrifaðir pistil um þessa rannsókn. Las rannsóknargreinina fyrir nokkrum árum og niðurstöður hennar voru vægast sagt skelfilegar. Eftirfylgni rannsóknarinnar tók einmitt mun lengri tíma en til stóð vegna slæms ásigkomulags þátttakendanna.

Megrun er verkfæri djö... það er bara þannig. :)

ingunn (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 21:29

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Já fannst alveg tilefni til að deila henni með lesendunum, enda merkileg rannsókn í alla staði, sérstaklega af því að ekki er hægt að endurtaka hana og því eru þessar niðurstöður gríðarlega mikilvægar. Versta er að maður kannast við ansi mörg einkennin sem komu fram, bæði hjá sjálfum sér og mörgum keppendum :-S

Ragnhildur Þórðardóttir, 29.6.2009 kl. 09:54

3 identicon

Þetta hringir nokkrum fortíðarbjöllum  Gott að fá þetta ekki séð þetta fyrr.

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 10:37

4 identicon

HÆ Ragga flott greinin í séð og heyrt.  Ótrúlega sláandi niðurstöður úr þessari rannsókn, mig langar svo að forvitnast, í ljósi þessara niðurstaða, ætlaru að keppa aftur í fitness?

Ingunn L (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 17:11

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Takk fyrir það Ingunn mín. Það er ekki á döfinni í nánustu framtíð að keppa í fitness, síðasta keppni reyndi of mikið á sálartetrið. En þú mín kæra? Ætlarðu ekki aftur með þennan sjóðheita kropp?

Ragnhildur Þórðardóttir, 2.7.2009 kl. 10:15

6 identicon

Hæ hæ  Ragga, nei veistu ég er eiginlega alltaf að færast fjær því, finnst þetta svo ofuróheilbrigt og mikið rugl, lenti alveg í slatta miklu reboundi eftir keppnina í haust.  Held ég haldi mig bara við þrekmeistarann og crossfitið, enda hundrað sinnum skemmtilegra.  Hafðu það gott þarna úti, frábær síða hjá þér alltaf jafn gaman að lesa hana.

Ingunn L (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 16:30

7 identicon

Ertu með einhverjar ráðleggingar til þeirra sem eru komnir í þetta ástand og búnir að missa tökin?

Kv. Saló

Salóme (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 13:57

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ingunn! Alveg sammála, ætla að dusta rykið af Þrekmeistaranum bráðlega og svo er alltaf á planinu að keppa í kraftlyftingum.

Saló! Hvaða ástand áttu við? Rebound?

Ragnhildur Þórðardóttir, 8.7.2009 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 91
  • Frá upphafi: 549153

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband