Nothing tastes as good as looking good does

Nú er ferðalagatíminn að hellast yfir landann. Hitabylgja, endalaus dagsbirta og fuglasöngur vekja upp löngun til að kúldrast í tjaldi ofan í traustum Ajungilaknum, hefja raust sína við gítarglamur og velta sér uppúr dögginni.

Nalganum þykir of áberandi hvað slíkar ferðir varpa öllum sjálfsaga í mataræðinu fyrir róða og litli púkinn á öxlinni tekur öll völd. Það er engin ástæða til að leyfa þeim skratta að leika lausum hala og færa okkur mörg skref afturábak um helgar bara af því við erum ekki heima hjá okkur í rútínulífinu.

Flest könnumst við við 90% regluna, sem leyfir okkur smá frelsi í mataræðinu, en því nær 100% sem við erum, því margfalt meiri verður árangurinn.
2-3 dagar af einhverju bulli og rugli í sukki og svínaríi eru komnir langt út fyrir þetta frelsi og þjóna ekki lengur þeim tilgangi sem frjáls máltíð gerir sem er að hugga sálartetrið.
Það má líta á leiðina til árangurs eins og spilið Slöngur og stigar. Sukkhelgar eru eins og snákurinn og færa okkur aftur niður á spilaborðinu nær byrjunarreit, á meðan hóflegt svindl eins og 1-2 frjálsar máltíðir um helgar færa okkur upp stigann nær lokareitnum (markmiðinu)

Það er ekkert mál að halda sig við beinu brautina í ferðalögum en það krefst auðvitað fórna eins og allt annað í lífinu sem er þess virði.
Nokkrir tímar í eldhúsinu, nokkrar Tupperware dollur, kælibox, kælielement og rétt hugarfar er allt sem þarf.

Ef við erum vel undirbúin með skottið á bílnum sneisafullt af hollustu þá verður auðveldara að feta beinu brautina innan um Doritos viðbjóðinn og Hraunbitakassana sem hinir troða í smettið á sér og misþyrma þannig aumingja æðakerfinu og heilsunni.

Nokkrar hugmyndir að hollum og góðum ferðalagamat:

Beint af kúnni í kæliboxið eða matartöskuna:

Skyrdollur
Jógúrt dollur
Kotasæla
Hrökkbrauð
Hrískökur
Hnetusmjör
Harðfiskur
Baby gulrætur
Möndlur, Valhnetur og pekanhnetur
Prótínduft + shaker mál
Haframjöl (ef hægt að hita vatn á prímus er hægt að kokka upp hafragraut)
Túnfiskur í dós
Ávextir

Í Tupperware:

Soðnar kartöflur/sætar kartöflur, soðin hýðisgrjón
Túnfisksalat (tuna, sýrður/kotasæla/skyr, egg, laukur, sinnep)
Eggjahvítupönnsur
Haframjöls-eggjahvítu múffur
Hjemmelavet hnetusmjörsstykki
Niðurskorið grænmeti: brokkolí, blómkál, agúrka, sellerí (má setja í poka til að spara pláss)
Harðsoðin egg
Eldaður kjúlli og nautakjöt (má setja í poka til að spara pláss)
Havre Fras, All Bran, Spelt Flakes, Bran Flakes í morgunmat (má setja í poka til að spara pláss en hætta á að kremjist í öreindir)

Góða ferð!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilldarinnlegg hjá þér Ragga mín, var einmitt að hugsa hvað ég ætti eiginlega að gera þegar við förum (vonandi) að snatta um landið eftir ca viku!!

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 14:11

2 identicon

pant fá uppskrift af haframjöls eggja múffum... þetta hljómar of spennandi ;)

Björkin (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 16:14

3 identicon

Enn hvað það er alltaf gaman að lesa bloggið þitt. Skemmtilegar hugmyndir og gott spark í rassinn;)

En ég er með tvær spurningar til þín:

Hvað telur þú að best sé að borða fyrir lyftingar á morgnanna?

Hvernig reikna ég út hvað ég þarf mikið af próteini á dag?

Tinna (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 01:48

4 identicon

Það er ekkert annað, nóg að senda þér hugskeyti og BINGÓ, er einmitt búin að vera að velta mér upp úr þessu, ekki verra að sjá það á blaði

Takk, takk 

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 11:00

5 identicon

Sæl Ragga. Mig langaði að koma með eina örstutta spurningu ef ég má. Þú hefur alltaf reynst svo liðleg hingað til :)

Ég byrjaði að lyfta um síðustu áramót af einhverju viti, allt gengur mjög vel og ég hef séð mikinn árangur. Ég er núna að fara að hlaupa 1/2 maraþon í Reykjavíkurmaraþoni þann 22. ágúst - og er því að hlaupa 4 sinnum í viku til að undirbúa mig undir það. Á ég ekki að minnka þá lyftingar fyrir fætur samhliða því? Geri ég ekki útaf við lappirnar á mér annars?

Með bestu kveðjr, og takk fyrir góða síðu.

Sigurjón (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 11:56

6 identicon

Frábær listi :) þökk sé þér mun ég borða í hollari kantinum í útilegunni á næstu helgi.

Harpa (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 17:47

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Björk: http://ragganagli.blog.is/blog/ragganagli/entry/658770/

Tinna! Ég mæli alltaf með prótingjafa + flókin kolvetni fyrir lyftingar. Prótín miðast við 1,5-2g per kg af líkamsþyngd.

Sigurjón: Einn kúnni hjá mér er að hlaupa 1/2 maraþon og hún lyfti fætur þar til 2 vikum fyrir hlaup þá tókum við fótaæfingar út og hún lyfti bara efri part síðustu 2 vikurnar. Bara ein lyftingaæfing (efri partur) í vikunni fyrir hlaup. Sterkir fætur hjálpa þær í hlaupinu og þú þarft að passa að rýrna ekki í spað með öllum hlaupunum og það gerirðu með lyftingum á fæturna.

Gangi þér vel!

Ragnhildur Þórðardóttir, 2.7.2009 kl. 11:13

8 identicon

Hæj alltaf jafn gaman að lesa bloggin þín:)

Sp ertu með einhver góð ráð við sykurlöngunini..ég svoleiðis háma í mig salgætinu þegar þörfin kalar og svo fæ ég nett ógeð af sjálfri mér eftir það en geri nákvamlega það sama og þegar púkinn kemur aftur. og það gerist oftar en einu sinni í viku:(

á ég kannski frekar að háma í mig eitthvað af þessum prótein stk

með fyrir fram þökk

Óla (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 15:39

9 identicon

hæ Ragga, var að senda á þig email vegna fjarþjálfun.

kv.

Fjarþjálfun (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 548859

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband