Mandler

Möndlur eru snilldar matur. Þær eru fullar af næringu, sem þýðir að í litlum skammti færðu haug af næringarefnum og hitaeiningum en GÓÐUM hitaeiningum úr GÓÐU fitunni.

Í einum skammti af möndlum, c.a handfylli, færðu smá prótínskammt, E-vítamín (andoxunarefni) og góðan skammt af trefjum (sem fylla mann svo vel).
Möndlur eru að mestu leyti samsettar úr einómettuðum fitusýrum, sem eru mjög góðar fyrir hjartatetrið.

Rannsóknir hafa einnig sýnt að möndlur geta lækkað LDL kólesterólið (Leiðinlega kólesterólið) í blóði að því gefnu að mettuð fita sé í lágmarki í mataræðinu.

Naglinn borðar mjög mikið af möndlum og mælir með þeim við allt sitt fólk. Hins vegar getur orðið leiðigjarnt að borða þær berrassaðar.

Þess vegna setti Naglinn höfuðið í bleyti og kom upp með snilldar leið til að hressa möndlugreyin aðeins við en halda samt í hollustuna.

Ristaðar möndlur:

Setja möndlur á þurra pönnu
Hita pönnu upp í mjög háan hita
Þegar möndlur orðnar vel brúnar strá kanil yfir þær.

Naglinn hefur einnig prófað reykt paprikuduft, múskat, tandoori og marókkóska kryddblöndu... allt saman algjör snilld

Voilá… simple and sweet.

Hrikalega gómsætt út í salat.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhýddar möndlur?

Unnur (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 11:51

2 identicon

Nei eru þær ekki alltaf með hýðinu? Hélt það væri hálfgert svindl hinsegin?

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 13:37

3 identicon

haha þú lest alveg hugsanir..var einmitt að spá akkurat í því hvernig væri best að gera þær sem girnilegastar þar sem maður borðar svo mikið af þeim. á sko hiklaust eftir að prufa þetta..

segðu mér eitt.. núna þarf ég að fjárfesta í fleirum brögðum af próteinum. hvaða bragð mæliru með.? ég á vanillu og súkkulaði. er dáldið hrædd við jarðarberjabragð..er það ekki yfirþyrmandi jarðarberjabragð af því? hmm.. hvað segir proffinn í þessu máli ? :)

Heba Maren (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 20:37

4 identicon

Ahemm.
Hvernig er það, fer ekki illa með hollu fituna að steikja hana á háum hita ?
Mig minnir að einhver hafi logið að mér að þá breyttist hún í ekki nógu góða fitu lengur....

Bibba (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 22:05

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Unnur! Með hýði eru betri, en sköllóttar eru allt í lagi í harðindum.

Heba! Ég á ekki séns í jarðarberja, fæ alveg klígjuna. ég nota aðallega súkkulaði bragð í sjeikana, en líka hindberja og bláberja en þá bara út í pönnsur.

Bibba! Það er nánast ekkert sem samsetningin breytist við að rista þær, ég lagðist í mikla rannsóknarvinnu til að vera viss af því ég hafði heyrt það sama. Fékk grænt ljós frá mörgum reynsluboltum og m.a.s einum næringarfræðingi. En sel það auðvitað ekki dýrara....

Ragnhildur Þórðardóttir, 28.7.2009 kl. 10:06

6 identicon

Skemmtileg, frædandi og inspirerandi blogg hja ther Ragnhildur.  Gefur manni fullt af hugmyndum og hvatningu.

Keep it up
Doktor G.

Dr Gumball 3000 (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 11:31

7 identicon

Cool.  prófa :)

Bibba (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 19:34

8 identicon

Sæl mig langar að forvitnast ég æfi alltaf á morgnanna vakna ca 6:30-7 og er komin á æfingu um 7:30 er að lyfta til að brenna með fjölda endurtekningum. Hef verið að mæta fastandi en það er ekki allveg að virka ég tapa cm en kg eru ekkert að fara :( hef verið að mæta 5-6 sinnum í viku og byrja alltaf á upphitun í 15 mín og svo skipti ég skrokknum niður á milli daga og er ekki sátt með að þetta er að skila sér seint og illa heheh getur hjálpað mér einhvað með þetta kv Sella

Sella (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 20:49

9 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Dr. G! Tak skal du have. Tak for besögen.

Sella! Ef cm eru að fara þá sé ég ekki alveg hvert vandamálið er... hverjum er ekki sama um kg, allavega spái ég ekkert í þeim. Ertu ekki að lyfta nein fá reps? Þá klárarðu bara upp allt kjötið. Að lyfta á fastandi er helgispjöll.

Ragnhildur Þórðardóttir, 29.7.2009 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 548849

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband