Skortur á svefni tengist offitu

Þessi pistill er ætlaður vansvefta landanum eftir erfiða helgi. Nýleg rannsókn sem birtist í International Journal of Obesity (32: 1835-1840, 2008) sýndi að skortur á svefni tengist offitu.

 

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndi að fólk sem svaf minna borðaði fituríkari fæðu en þeir sem sváfu nóg. Eftir því sem svefninn varð minni því meiri varð neysla á kolvetnum og fitu, en lengd svefns tengdist hinsvegar ekki prótíninntöku. Fólk borðar meiri fitu þegar það er vansvefta sem leiðir til offitu. Síðan 1960 hefur meðallengd svefns hjá fólki í USA minnkað úr 9 tímum á nóttu í 7 tíma árið 2009.

sleep-deprived 

Samhliða hefur offita aukist ógnvænlega mikið. Rannsakendur eru samt ekki vissir um hvaða mekanismar liggja að baki þessari löngun í fituríkt fæði þegar fólk er vansvefta.

Það er hinsvegar vitað að skortur á svefni hendir hormónajafnvægi út um gluggann og hormónar stjórna svengd og seddutilfinningu.

Hver kannast ekki við að langa í sukk og viðbjóð eftir svefnlausa djammnótt, tala ekki um 3-4 nætur í röð eins og um verslunarmannahelgi. Hversu margir stoppuðu í vegasjoppu kvikindinu á leiðinni heim og slöfruðu í sig einum sveittum sjoppuborgara með tilbehör, krabbameinsstautum og bleiku hjartaáfallsdrullu (frönskum og kokteilsósu)? Hversu margir boruðu hausnum ofan í Doritos pokann um helgina með Hraunbitana á kantinum? Það er hreinlega eins og líkaminn öskri á drasl þegar maður er þreyttur.

binge_barbie

 

Það er því mikilvægt að leitast við að ná fullum svefni, 7-8 tímar á nóttu og munið að gæðasvefninn er fyrir miðnætti.

 

 

http://ragganagli.blog.is/blog/ragganagli/entry/134593 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Ragga, frábært blogg! Ég ætla að fylgjast vel með þessu bloggi og læra af því. Engin spurning. Verst að ég var ekki búin að uppgötva það fyrr.

Inga (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 11:16

2 identicon

Hver eru allar þessar dírlegu rannsóknir að finna? Þú ert alltaf að vitna í hinar og þessar rannsóknir úr hinum og þessum háskólum um víða veröld.
Ég hef mikinn áhuga á að lesa meira í þessum dúr og er að spá hvort að það séu til einhverjar versíður þar sem maður getur fengið aðgang að þessum upplýsingum.

Alls ekki það að fróðleikurinn hjá þér sé meira en næg heilafylli, heldur er ég meira að spá í hvaða fróðleik námsmaður á sviðinu getur vitnað í í rannsóknarvinnu.

Óli Jóns (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 15:56

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Inga! Velkomin í heim Naglans ;o)

Óli! Ég er svo mikill rannsóknanörd eftir mastersnámið mitt, ligg á hinum ýmsu vefum og tékka hvað akademíkarnir eru að braska úti í heimi.

http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/

http://proquest.umi.com

http://gateway.ovid.com

http://www.sciencedirect.com

Athugaðu að sumir krefjast að þú skráir þig sem áskrifanda. Svo er það bara að gramsa ;o)

Ragnhildur Þórðardóttir, 5.8.2009 kl. 11:12

4 identicon

vaktavinna er að sama skapi ekki sérlega vinaleg hvað þetta varðar !! ... sukklöngunin eftir næturvaktir óþolandi...

Hulda (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 548851

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband