Verstu ráðleggingarnar í ræktinni

Fyrir nokkru skrifaði Naglinn um mistök sem nokkrar sjóðheitar skonsur höfðu gert í byrjun ferðar sinnar að betri líkama.

Þessar sömu túttur deila hér með okkur hverjar voru verstu ráðleggingarnar sem þær fengu þegar þær byrjuðu að æfa.

• “Að ég ætti að gera 60 mínútur af brennsluæfingum á hverjum degi.” (Naglinn fékk þetta skíta-ráð líka og fór eftir því lengi lengi… that went well… NOT)

• “Lyfta á fastandi maga og bíða í 1 klst með að borða eftir þunga æfingu.”
• (Sama hér, Naglinn fór eftir þessu í mörg ár, og skildi ekkert í því að ekki vöðvatutla settist utan á skrokkinn þrátt fyrir blóð, svita og tár)

• “Þú ert með stór læri af því þú lyftir of þungt og hjólar of mikið. Þú ættir að lyfta mörg reps ef þú vilt kötta þig niður.”

• “Lærin á þér eru stór af því að gera hnébeygjur, þú verður að hætta þeim.”

• “Þú ættir alls ekki að lyfta svona þungt. Það gerir þig massaða og það viltu varla.”

• “Ekki nota svona þung lóð, notaðu 2,5-5 kg lóð og gerðu 25-50 reps.”

• “Í stað þess að gera 3 sett af 5 repsum nærðu sama árangri með að gera 1 sett af 15 repsum.”

• “Þú þarft að gera kviðæfingar í hvert skipti sem þú æfir.”

• “Þú þarft að gera a.m.k 200 kviðæfingar í einu til að fá flatan maga.”

• “Hnébeygjur “rass í gras” skemma á þér hnén”

• “Forðast hnébeygjur og réttstöðulyftu því það stækkar á þér mittið. Einmitt!! Gerði þær allt keppnistímabilið og steig á svið með 64 cm mitti”

• “Þú verður að borða minna – þú getur ekki borðað 5-6 sinnum á dag og ætlað að vera grönn”

• “Eitt ráð úr bók sem nefnist 14 daga kúr fyrir fólk í yfirþyngd

• Enga fitu, hvorki mettaða né ómettaða (góðu fituna)
• Léttar æfingar – 20-30 reps í 45 mín á fastandi maga með eigin líkamsþyngd í 14 daga, gerist fyrir brennsluæfingar
• 40 mín af brennsluæfingum á hárri ákefð á fastandi maga á hverjum degi í 14 daga.
• Engin kolvetni
“Þessi bók ætti frekar að heita: Hvernig þú fokkar upp brennslukerfinu í þér á 14 dögum. Ég er ennþá að ná af mér 15 kílóunum sem ég bætti á mig eftir þennan kúr.”
-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía

Heyrði frá samstarfsfélaga mínum eftirfarandi sem hún hafði fengið að vita frá einkaþjálfaranum sínum: a) ekki borða banana í kaffinu kl 3 því það er alltof seint að deginum fyrir þess háttar, b) ef þú ert svöng drekktu þá vatn til að slökkva hungurtilfinninguna (viðkomandi drekkur fullt af vatni á hverjum degi við þorsta), c) þú mátt ekki fá þér "kruðu" í morgunkaffinu (sem er kl 10), d) aldrei að borða meira en eina brauðsneið á dag. 
Mér finnst þetta vera misviturlegt eins og þetta með bananann en langar að fá þitt álit á þessari ráðgjöf.  Samstarfsfélagi minn er kvenkyns og hefur alltaf verið dugleg í ræktinni og sýnist mér vera í ágætis formi en langaði til að gera enn betur og fór því í þjálfun en ýmsar ráðleggingar eins og þessar og að passa sig að borða ekki of mikið set ég spurningamerki við. 

Soffía, 29.8.2009 kl. 15:19

2 identicon

Váááá þvílíkt rugl!

 Hver nennir að gera 50 reps af einni æfingu til lengdar? Svo ekki sé talað um 200??? Svo finnst mér alveg magnað að megrunarkúr geri ráð fyrir því að fólk borði hvorki kolvetni né fitu! Ekki mikil fjölbreytni í mataræðinu þar.

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 22:48

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Soffía! Þú ert reyndar að tala um næringarráðleggingar, sem er góð hugmynd að öðrum pistli. Ég get tekið undir a), rétt tímasetning á kolvetnum er mjög mikilvæg þegar kemur að fitutapi og þarf að hafa í huga æfingatíma. b) finnst mér bull, en c) og d) er vafaatriði, grófkorna kruða er svona la la kolvetnagjafi, en ég leyfi mínum kúnnum alveg að borða fleiri en eina brauðsneið á dag, að því gefnu að brauðið sé "löglegt".

Hófí! Nkl... ég myndi fá athyglisbrest eftir 12 reps... hvað þá 50!!

Ragnhildur Þórðardóttir, 30.8.2009 kl. 05:46

4 identicon

úff þessar ráðlegginar.... því miður alltof mikið um þetta en einn stór vandi hjá mörgum er að reyna veiða ráð hjá svo mörgum í einu og fara eftir ólíkum ráðum, þá er gefins að allt fokkast upp... En Soffía ég hefði gaman af því að heyra hvað umræddur þjálfari heitir... sem betur fer hafa ekki allir sömu skoðanir en þegar maður velur sér þjálfara þá er fyrir öllu að maður treystir þeim þjálfara, fyrr gerist ekkert og þú ert ekki að velja rétt ef þú getur ekki treyst þjálfaranum ;) en ef ég á aðeins að grípa inn í þessi ráð sem þú ert að spurja um þá er ég með nokkur svör við þessu og er ég sammála naglanum, oft hefur fólk verið í vandræðum með millimáltíðarnar varðandi a lið... banani kl 3 getur verið í lagi, fer allt eftir orkunotkun, ertu í kyrrsetustarfi eða ertu á fullu allan daginn, banani er orkuríkari en margir aðrir ávextir, oft er sterkur leikur að nota frekar svoleiðis ávexti fyrri partinn þar sem allur dagurinn er framundan og ég tala nú ekki um ef æft er á morgnana... b liður vatn er ekki næring en oft tala margir um að þeir eru alltaf svangir og sama hvað þeir borða, þá er oft ráðlagt að fá sér vatnsglas til að átta sig á raunverulegri hungurlöngun, varðandi c og d lið.... "þú mátt ekki" er svolítið gróft þar sem það hafa allir val, en ef til vill verið að benda á að hægt er að nota mun betri kolvetnagjafa heldur en brauð og kruðu og margir sem átta sig ekki á fjölbreytileikanum sem maður getur stuðst við :)

Björkin (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 17:15

5 identicon

oh já heyrði akkúrat stelpu núna nýlega vera að tala um að hún vildi ekki lyfta þungt eða taka einhverjar kraftlyftingaræfingar af því að hún vildi ekki verða "einhver boli"! eru stelpur seriously enn að hugsa svona?? hvað er að??

Sylvía (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 17:50

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Björk! Takk fyrir þitt innlegg. Það er nefnilega hættulegt að slíta hlutina úr samhengi sem einhver þjálfari segir einhverjum öðrum, það þarf að hafa heildarmyndina í huga, með tilliti til tímasetninga á kolvetnaneyslu, æfingatíma o.s.frv. Naglinn heyrði einmitt í dag að stúlka neitaði banana á þeim forsendum að "Naglinn myndi nú ekki vera ánægð með það", og þetta er víst bara lesandi ekki kúnni, því ef hún væri kúnni myndi hún vita að Naglinn bannar ekki banana né aðra ávexti. Fólk á það til að mistúlka og slíta hlutina úr samhengi og allt í einu erum við komin óravegu frá upphaflegu ráðleggingunum.

Góður punktur með að leita ráða hjá alltof mörgum, þjálfarar hafa misjafna reynslu á bakinu og því með mismunandi ráðleggingar, og ætli fólk að fara eftir öllu sem allir segja... einn segir brenna meira, annar segir borða meira, þriðji segir sleppa hinu og þessu... þú endar bara snarringlaður í skallanum.

Ragnhildur Þórðardóttir, 30.8.2009 kl. 18:35

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sylvía! Ég hélt að þessi frasi væri að verða síðasti geirfuglinn, en því miður heyrist þetta alltof oft ennþá ásamt "ég verð að taka fullt af kviðæfingum til að losna við magann"... sorglegt, en satt.

Ragnhildur Þórðardóttir, 30.8.2009 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 75
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband