Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

...zzzzzzz....

Í tilefni þess að ég og minn heittelskaði lágum andvaka síðustu nótt þá fjallar pistil dagsins um svefn.

 

Ég er mikil áhugamanneskja um svefn, og stunda hann mikið og finnst fátt betra en að skríða upp í rúm á kvöldin. 

Í einum kúrsinum í heilsusálfræðinni kom einn fremsti svefnsálfræðingur Breta og hélt tvo fyrirlestra um svefn og svefnraskanir.  Í kjölfarið unnum við verkefni sem fólst í að skipuleggja meðferð við svefnröskunum.  Svo skellti ég mér líka á málþing um svefn sem Náttúrulækningafélag Íslands stóð fyrir á dögunum. 

Ég tel mig því vera orðin nokkuð fróða um hvernig og af hverju við lúllum.

 

Svefni má skipta í tvo hluta: djúpsvefn eða hægbylgjusvefn, og svokallaðan draumsvefn eða REM-svefn, en þessi tvö svefnstig skiptast á yfir nóttina, í 90 mínútna tímabil í senn.

 

Eins og nafnið gefur til kynna þá dreymir okkur í draumsvefni eða REM-svefni og þá koma fram þessar hröðu augnhreyfingar (Rapid Eye Movement).

Okkur dreymir ekki í djúpsvefni, en þá fer fram ýmiss líkamsstarfsemi eins og framleiðsla vaxtarhormóna. 

Við erum meira í djúpsvefni fyrri part nætur, en í REM svefn seinni hluta nætur. 

Þess vegna er okkur oft að dreyma þegar vekjaraklukkan hringir,og sumir "snooza" til að halda áfram með drauminn.

 

Svokallaðar dægursveiflur í líkamshita eru taldar stjórna því hvenær við verðum þreytt og viljum fara að sofa. 

Líkamshitinn fellur á kvöldin sem er talið stjórna því að við verðum syfjuð. 

Það kannast allir við að geta ekki sofnað þegar manni er kalt á tánum.  Það er vegna þess að þá getur líkaminn ekki losað út hita því æðarnar eru allar herptar saman.  Bara það eitt að fara í sokka og hlýja tásunum getum við sofnað. 

Eins þegar heitt er í herberginu, þá er erfitt að sofna, en um leið og gluggi er opnaður þá rotast maður. 

Ef manni er of heitt þá getur verið erfitt að festa svefn, því líkamshiti þarf að vera lágur fyrir svefn.

 

Djúpsvefn er mestur þegar líkamshitinn er lægstur sem er á milli klukkan 9 og 12 á kvöldin. 

Ef farið er að sofa fyrir klukkan 12 á kvöldin er lengri tíma varið í djúpsvefn, og því fyrr sem menn skríða upp í því meiri djúpsvefn fá þeir, sem þýðir betri heildarsvefn. 

Sem undirstrikar mikilvægi þess sem ég hef verið ötull talsmaður fyrir….nefnilega að fara snemma að sofa.

 

Sofið nú rótt í nótt, í bæði djúpsvefni og draumsvefni.


Fiskirí

Ég hef ákveðið að breyta um stefnu í vaðlinu á þessum nýja vettvangi.  Hér eftir mun ég skrifa pistla um mitt helsta áhugamál sem er líkamsrækt, næring og heilsa, ásamt því auðvitað að drepa á helstu málefnum líðandi stundar sem fanga huga minn.

Niðurstöður nýlegrar könnunar Lýðheilsustöðvar á fiskneyslu þjóðarinnar slógu mig, þar sem kom fram að unglingar borða sem samsvarar einum munnbita af fiski á dag, eða um 15 g.  í mínu uppeldi var fiskur reglulega á borðum, og þó maður hoppaði ekki hæð sína í loft upp á þeim tíma yfir að fá soðna ýsu og kartöflur þá komst maður ekki upp með að neita að borða eða fá eitthvað annað í staðinn. 

Hvað getur skýrt þessar niðurstöður? Getur það verið að foreldrar nú til dags sýni þá linkind að leyfa börnum sínum að fá eitthvað annað að borða þegar fiskur er í matinn?  Eða er kannski bara ekki fiskur á borðum landsmanna lengur, nú þegar amerískir skyndibitastaðir eru á hverju horni sem bjóða upp á erfðabreytta rétti, sneisafulla af E-efnum, trans-fitusýrum og kólesteróli? 

Hollusta fisks er ótvíræð.  Hann er úrvals prótíngjafi, og hvítur fiskur inniheldur fáar hitaeiningar og er því snilld þegar ætlunin er að grenna sig.  Feitur fiskur er ríkur af D-vítamíni og hinum margfrægu Omega-3 fitusýrum sem eru meðal annars mikilvægar í uppbyginngu frumna, og í blóðþrýstingsstjórnun.  Erlendar rannsóknir benda til að Omega fitusýrur geti dregið úr líkum á hjartaáfalli.  Með því að borða afurðir sem innihalda ómettaðar fitusýrur (Omega 3-6-9) er maður einnig að stuðla að meiri fitubrennslu, því fita brennir fitu, þrátt fyrir algengan misskilning að fita gerir mann feitan.  Fita er ekki það sama og fita!  En meira um það síðar.

Það er mikill misskilningur að fiskur sé dýr vara.  Ég borða fisk a. m. k 4-5 sinnum í viku, og þá aðallega feitan fisk eins og lax og silung, og kaupi hann frosinn í Bónus.  Þar er hægt að fá 5-6 góð stykki saman í pakka undir 1000 kr.  Það gerir 200 kr á stykki, sem þykir nú ekki há upphæð fyrir hádegismat og er talsvert ódýrara en hamborgari, Júmbósamloka eða pylsa og kók.

Svo er hægt að marinera laxinn upp úr t. d Teryiaki eða sesamolíu, eða smyrja hann með sinnepi og baka hann svo í ofni í c.a 20 mínútur og vessgú, herramannsmatur tilbúinn með lítilli fyrirhöfn.

Bon appetite

 


Nýir tímar-nýtt vaðl

Jæja góðir hálsar,

Ég hef ákveðið að gerast þjóðleg og skipta yfir á íslenskan vettvang með (kjafta)vaðlið mitt (e. blog).  Það var kominn tími á breytingar og hér er ég víst orðin meðlimur í stærsta samfélagi vaðlara á landinu, ekki amalegur félagsskapur það.

Ég vona að lesendur mínir fylgi mér á nýjar slóðir, og að nýir lesendur bætist jafnvel í hópinn.

 


Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 549135

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband