Gleðilega helgi

Jæja jæja, er ekki bara kominn föstudagur..... sem þýðir bara eitt..... Nammidagur nálgast óðfluga.

 Fyrir okkur sem erum 100% hrein í mataræði alla vikuna eigum svo innilega skilið að láta svolítið eftir okkur um helgar.  Reglan mín er að hafa bara einn nammidag, en ekki sukka alla helgina.  Vanalega hef ég nammidag á laugardagskvöldi og hálfan sunnudag því mér finnst auðveldara að byrja aftur á hreinu mataræði á mánudegi þegar æfingar og vinna eru aftur komin í rútínu eftir afslöppun helgarinnar.

Ég fer yfirleitt að brenna á laugardagsmorgnum (eins og aðra morgna) og er þá búin að búa til kaloríuþurrð fyrir svindlið um kvöldið.  Það finnst mér alveg nauðsynlegt til að auka hitaeiningarnar sem maður innbyrðir um helgina fari ekki bara á rassinn, heldur nýtast líka í að fylla á orkubirgðir líkamans.

Kostirnir við nammidaga er að maður kemur sterkur inn í nýja lyftingaviku á mánudegi, hlaðinn orku eftir át helgarinnar.  Svo er líka alveg nauðsynlegt að sjokkera líkamann með að borða aðeins meira en vanalega, því það eykur bara brennsluna og lætur líkamann vita að hungursneyð sé ekki yfirvofandi og því megi alveg brenna aukaforðanum (fitunni).

Gallarnir við nammidaga eru hins vegar að stundum borðar maður yfir sig, því maður virðist aldrei læra að það kemur nammidagur eftir þennan nammidag, og því ekki ástæða til að úða í sig eins og heimsendir sé í nánd.  Þetta getur valdið magapínu og uppþembu.

Njótið nammidagsins gott fólk, en munið að allt er best í hófi.  Það þarf ég allavega að læra!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband