Lotuþjálfun

Jæja ætli maður þurfi ekki að standa við stóru orðin og lýsa lotuþjálfun í brennslu.

Vilji fólk brenna fitu er nauðsynlegt að stunda einhvers konar þolþjálfun eða brennslu eins og ég kalla það.  Brennsla ásamt hreinu og góðu mataræði er lykillinn að fitutapi.

Ég skal alveg verða fyrst til að viðurkenna það að fitubrennsla er ekki alltaf skemmtileg, og þar sem ákveðið magn af brennslu er nauðsynleg í hverri viku til að brenna fitu getur hún orðið algjör kvöl og pína ef maður nýtur hennar ekki.

Því er lotuþjálfun algjör snilld.  Kenningin á bak við þessa aðferð við þjálfun er að blanda saman tímabilum af hámarksálagi við tímabil á minna álagi.  Þannig má brenna fleiri hitaeiningum á skemmri tíma en þegar æft er á sama álagi í lengri tíma.  Þessi aðferð bætir líka þol allverulega og er mikið notuð af íþróttamönnum.

Svona virkar lotuþjálfun:

Lotuþjálfunin sjálf er 20 mínútur, þar sem hver lota eru 5 mínútur.  Við þann tíma bætast 5 mínútna upphitun og 5 mínútna "cool down".  Heildartími æfingar eru því 30 mínútur.

1) Byrjaðu á að velja þér brennslutæki: Það getur verið hlaupabretti, þrekstigi, skíðavél, þrekhjól, hlaupa úti, sippuband eða hvað sem er.  Mikilvægt er að skipta um tæki á c.a 2 vikna fresti til að sjokkera líkamann og svo maður fái ekki leið.  Það er líka hægt að taka sitthvort tækið í hvert skipti sem lotuþjálfun er tekin.

2) Byrjaðu á upphitun í 5 mínútur.   Hafðu lítið álag, en auktu það smátt og smátt fyrstu 5 mínúturnar og fylgstu með að púlsinn stígi hægt og rólega upp á við. upp í 70-75% púls.

3) Þegar þú ert orðinn heit(ur) er þér óhætt að byrja á fyrstu 5 mínútna lotunni.  Þá er álagið aukið í eina mínútu í senn,  í c.a 5 mínútur.  Púlsinn á að hækka á hverri mínútu eftir því sem álagið eykst.  Síðasta mínútan af þessum fimm á að vera mjög erfið og þú átt helst ekki að geta klárað heila mínútu.  Púlsinn á að fara úr 75% upp í 90% á þessum 5 mínútum.  

4) Eftir síðustu mínútuna í lotunni er álagið minnkað aftur , og púlsinum náð aftur niður í 70-75% í 1-2 mínútur.  Þá er álagið aukið og næsta lota hefst.  Endurtakið loturnar alls 4 sinnum yfir æfinguna.

5) Eftir því sem þolið eykst, verður æfingin léttari og líkaminn aðlagast.  Þá er um að gera að reyna að vera lengur á hámarksálagi, auka hraðann í hverju álagsþrepi eða skipta um tæki.

Hversu oft skal stunda lotuþjálfun?

Fyrir byrjendur er ágætt að bæta einni slíkri æfingu inn í æfingaplanið fyrir vikuna.  Þeir sem eru lengra komnir geta tekið lotuþjálfun 2-3x í viku.   Þessi tegund æfingar er mjög krefjandi, svo það er mikilvægt að hlusta á líkamann og ofgera sér ekki til að byrja með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband