Páskaeggjaát framundan

Það fer í taugarnar á mér að heyra auglýsingar eins og er í gangi núna á Bylgjunni fyrir fitubrennsluefnið Hydroxycut.  Þar er lagt upp með að þú þurfir ekki að fitna um páskana, því Hydroxycut kemur í veg fyrir að þú fitnir.  Hvernig getur eitthvað duft í hylki úr fabrikku í Norður-Ameríku komið í veg fyrir að maður fitni?  Slíkar skyndilausnir eru sagðar auka grunnbrennslu líkamans þannig að hann brenni fitu hraðar, en ekki hefur enn verið vísindalega sýnt fram á að þetta gerist í raun og veru. 

Auglýsingin er sett upp á blekkjandi hátt þar sem neytandanum er talin trú um að með því að gleypa Hydroxycut dufthylki um páskana geti hann slafrað í sig páskaegg númer 7 frá Nóa án þess að bæta grammi af fitu á mjaðmir og rass.   Það er sorglegt hve margir gleypa við svona yfirlýsingum eins og nýju neti, rýkur út og kaupir dollu af Hydroxycut dýrum dómum.  Svo situr fólk eftir með sárt ennið og feitari rass, súkkulaði út á kinn og hálftóma Hydroxycut dollu (og hálftóma buddu).  Eins leiðinlega og það hljómar þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að við fitnum af páskaeggjaáti en mun ódýrari leið (og sem virkar) til að losna við eggið af rassinum er að hreyfa sig bara meira í næstu viku. Við eigum þess vegna alls ekki að neita okkur um páskaegg um helgina, við sem hreyfum okkur reglulega eigum það þokkalega skilið.

Gleðilega páska! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

AMEN  Svo mikið satt og rétt. Við erum alltaf svo föst í einhverjum skyndilausnum og töfrakúrum. Ætlum alltaf að redda öllu án þess að þurfa að leggja neitt á okkur. Finnst einmitt málið vera að það er í góðu lagi að leyfa sér eitt og annað á meðan það er bara stundum og í hófi - og á meðan við hreyfum okkur reglulega þá er enginn skaði skeður

Langar líka að segja þér að ég er líka alveg innilega sammála þér í sambandi við börnin og inniveruna. Mér finnst þetta orðið alltof áberandi og mjög sorgleg staðreynd. Ég man líka að ef að einhverri ástæðu þurfti að "straffa mann" eða refsa fyrir eitthvað þá var það versta refsingin að fá ekki að fara út til að leika sér. Það var bara agalegt  

Ólöf (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband