Hreinn Loftsson....where are you?

Fór í spinning í morgun sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að tíminn var troðfullur og loftræstingunni verulega ábótavant, ef hún var þá yfir höfuð í gangi.  Það var svo heitt og mollulegt í salnum að það láku af mér fleiri, fleiri lítrar af svita, og eftir tímann voru fötin mín svo rennandi blaut að það leit út eins og ég hefði farið í sund eða blautbolakeppni í þeim.  Það er held ég fátt óþægilegra en að labba heim í meðvindi með rennandi blautan rass.

En þessar raunir mínar úr spinning í morgun eru hjóm eitt samanborið við þau skilyrði sem starfsmönnum í göngum Kárahnjúkavirkjunar er boðið upp á þessa dagana. 

Þar er loftið svo mikill viðbjóður að fullhraustir menn verða veikir á örfáum dögum og fá einkenni astma og andþyngsli.  

Gríðarlegur hiti er þarna niðri, og loftið mengað af drullu og óþverra.  Grundvallarmannréttindi eins og hreint drykkjarvatn er ekki á boðstólum, og sleikja menn veggina til að svala þorsta sínum.  Það er kannski ágætt að þeir séu ekki að drekka of mikið vatn því enginn staður er í göngunum til að kasta af sér þvagi og saur.  Sem getur þó orðið hvimleitt vandamál þegar menn fá bæði uppköst og niðurgang af matnum sem þeim er boðið upp á. 

Ætli það sé festur þvagleggur, stómapoki og ælupoki á verkamennina áður en þeir fara niður í göngin??

Það er spurning hvort það ætti að prófa að hafa einn spinningtíma í göngunum við Kárahnjúka og sjá síðan hvort fólk kvarti jafnmikið yfir lélegu loftræstingunni í Hreyfingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband