Sófakartöflur gleðjist

ist2_809061_couch_potatoÞessi frétt er tekin af heilsuvef BBC.

Haldiði að það verði munur í framtíðinni þegar þetta lyf verður komið í hverja sjoppu.  Líkamsræktarstöðvar munu sjálfsagt allar verða gjaldþrota með tilkomu þessa lyfs því það mun engum heilvita manni detta í hug að blása eins og búrhveli, þrammandi á hlaupabandi innan um annað sveitt og illa lyktandi fólk sem andar frá sér fuglaflensu út í loftræstikerfið. 

Í stað þess að styrkja hjarta- og æðakerfið með þrotlausum þolæfingum, og styrkja vöðva og bein með linnulausum lyftingum, verður nóg að bryðja pillu og hlamma sér svo í sófann með stútfullan nammipoka úr Hagkaup og glápa á imbann. 

Hins vegar verður blússandi bissness hjá heilbrigðisstéttinni, í að sinna öllum þeim sem hafa þróað með sér of háan blóðþrýsting, áunna sykursýki, kransæðasjúkdóma og fleiri lífsstílssjúkdóma vegna hreyfingarleysis.  Sjúkraþjálfarar munu eflaust fá sinn skerf af kökunni, því einhver þarf að sinna öllum þeim sem munu eiga við stoðkerfisvandamál að stríða.  Rýrnaðir vöðvar og lin bein sökum vannotkunar munu þá verða lífsstílssjúkdómar framtíðarinnar. 

Já það verður sko sældarlíf hjá mörgum með tilkomu þessa nýja lyfs!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uss.. ekki skil ég af hverju við mannsskepnan þurfum alltaf að streitast við að finna "auðveldu leiðina" að öllum hlutum. Þegar upp er staðið töpum við alltaf meiru en við ávinnum. Og hvað með lyf eins og þetta ... á ekki bara eftir að koma í ljós að þetta getur t.d. valdið krabbameini? Ég hef það a.m.k. alltaf á tilfinningunni varðandi lyf sem eiga að auka virkni ákveðinna frumna í líkamanum.

Fínn pistill og ég er alveg 100% sammála þér.

Óla Maja (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 19:42

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Langamma mín sagði að maður ætti alltaf að sækja á brattann því auðveldasta leiðin væri leiðin til uppgjafar. Auðveldasta leiðin er auðvitað að smjatta á fabrikkuðum pillum í stað þess að krefja sjálfan sig í líkamsrækt. Alveg sammála þér með að einhverjar aukaverkanir hljóti að fylgja því að bryðja hinar og þessar pillur. Í hinni miklu lyfjavæðingu nútímasamfélags, megrunarpillur, verkjalyf o.fl hljóta að vakna spurningar um hvaða önnur hugsanlegu neikvæðu áhrif lyf hafa á líkamann til lengri tíma litið.

Ragnhildur Þórðardóttir, 1.5.2007 kl. 13:31

3 identicon

Varð að bæta við; ég fékk áðan gjöf frá dóttur minni. Mynd sem hún teiknaði af feitri manneskju uppi í sófa fyrir framan sjónvarpið og á borði fyrir framan hana var hlaðið af gosi, poppi og alls konar rusli. Fyndið þar sem ég var þá nýbúin að lesa pistilinn þinn með myndinni þessari fínu sófakartöflu. Ég hef verið mjög dugleg í ræktinni síðan í febrúar en aðeins slakað á síðustu tvær vikurnar vegna anna í vinnunni og hún hafði tekið eftir því. Var farin að hafa áhyggjur af því og gaf mér myndina til áminningar  Hún vildi nú samt ekki viðurkenna að ég væri persónan á myndinni enda svona viðurgjörningur ekki algeng sjón á okkar heimili - sem betur fer

Óla Maja (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 20:27

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ji en fyndið , dóttir þín er greinilega með hlutina hreinu hvað varðar heilbrigðan lífsstíl.  Fínt að hafa svona einkaþjálfara á heimilinu sem sparkar í rassinn þegar slakað er á í ræktinni, með svona líka beinskeyttum hætti.  Nú er það bara að byrja að mæta aftur svo hún teikni vöðvabúnt í æfingagalla næst .

Ragnhildur Þórðardóttir, 2.5.2007 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband