Allt búið....í bili

Jæja.... þá er Þrekmeistarinn yfirstaðinn að þessu sinni og það er svolítið skrýtið að það sem ég æft eins og skepna fyrir síðustu mánuðina er allt í einu bara búið. 

Ég bætti tímann minn frá í október um 1:18 mínútu og er bara mjög sátt við það.  Markmiðið fyrir keppnina var að bæta tímann minn og það tókst. 

En lengi má gott bæta og ég er sko hvergi nærri hætt.  Ætla aftur í haust og gera enn betur þá.  Maður lærir alveg ótrúlega mikið á hverri keppni, hvað þarf að bæta í tækninni í hverri grein og hvar má gera betur.  Það er líka svo ótrúlega mikil stemmning í keppninni, og gaman að taka þátt í þessu.  

Sú sem vann mótið í kvennaflokki er ofurmennsk, og er fljótari en karlarnir í gegnum brautina en hún fór á tímanum 16:29 og felldi sitt eigið Íslandsmet um rúma mínútu. Úrslitin úr keppninni má sjá hér.

Ég er ekki búin að sjá millitímana mína en ég held að ég hafi bætt mig bæði í hjóli og róðri en hins vegar gekk mér ekki eins vel með niðurtog, fótalyftur og uppsetur og þar var um að kenna lélegri tækni.  Ég gerði nokkrar ógildar lyftur og það telur aldeilis sekúndurnar.  Armbeygjurnar voru betri en síðast en langt frá að vera nógu góðar samt.

Ég er á heimavelli þegar kemur að hlaupinu og hélt góðu tempói þar. 

Núna ætla ég að einbeita mér að þeim atriðum sem þarf að laga fyrir næstu keppni, bæta tæknina og auka hraðann í hverri grein.

 

Megrunarlausa daginn hélt ég svo hátíðlegan í gær með góðgæti úr besta bakaríi í heimi: Bakaríið við brúna , enda fannst mér ég eiga allt gott skilið eftir keppninaWink.

 

Myndir frá keppninni eru hér.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel af sér vikið!

Þurý (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 11:07

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Takk fyrir það Þurý mín! 

Ragnhildur Þórðardóttir, 8.5.2007 kl. 11:37

3 identicon

Til Lukku með árangurinn.

kv,

Elsa

Elsa (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 16:27

4 identicon

Frábær árangur!  En einhverra hluta vegna þá koma myndirnar ekki...er eitthvað pikkles í gangi. Sá videoið...gott tempó hjá minni ...hvað eru þetta mörg kíló sem þið eruð með í þessu uppstigi?

Ingunn (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband