9.5.2007 | 10:02
SFM....hvað er nú það??
Það er ekki í tísku lengur að vera svangur.
Það er gömul mýta að til þess að grennast eða missa kíló eigi fólk að svelta sig og vera hungrað allan daginn. Megrunarkúrar hafa verið vinsælir í gegnum tíðina og má nefna nokkur dæmi eins og Atkins, greipsafakúrinn, súpukúrinn, ekki borða neitt fyrir kl. 18, kolvetnasnauði kúrinn.
Staðreyndin er hins vegar sú að þegar fólk hættir í megrunarkúrum og byrjar að borða eðlilega þá gerist það nær undantekningalaust að kílóin koma aftur og jafnvel fleiri til.
Af hverju gerist það??
Fituvefur er langtímaorka. Í gamla daga þegar forfeður okkar reikuðu sársvangir í örvæntingarfullri leit að æti þá var það fituforðinn sem þeir höfðu safnað á sig í góðæri sem veitti þeim orku.
En í vestrænum nútímasamfélögum er matvörubúð eða veitingastaður á öðru hverju horni og sáralítil hætta á hungurdauða en líkaminn veit það ekki. Þrátt fyrir að smjör drjúpi af hverju strái í hinum vestræna heimi þá er það líkamanum ennþá eðlislægt að halda sem lengst í fituna því hún á að veita okkur langtímaorku í hungursneyð. Þegar við förum í megrun og skerum niður hitaeiningar á dramatískan hátt þá heldur líkaminn að nú sé hallæri og því þurfi að passa að ganga ekki of hratt á langtímaorkuna. Orkan er því dregin úr prótíni úr vöðvum. Þegar þetta gerist á hverjum degi eins og í megrun þá er allt puðið í ræktinni unnið fyrir gíg. Þetta ástand þar sem vöðvum er brennt í stað fitu kallast "katabólískt" ástand og er andstæðan við "anabólískt" ástand eða uppbyggingu vöðva. (Það kannast kannski einhverjir við anabólíska stera, en það nafn draga þeir af því að vera vöðvauppbyggjandi.)
Það er semsagt arfleifð okkar að brenna færri kaloríum, hafa minni vöðvamassa og meiri fitu til að geta lifað lengur.
Besta leiðin til varanlegs fitutaps er að breyta mataræði sínu til frambúðar og tileinka sér hollari matarvenjur frrekar en að gúlpa í sig lítrum af greipsafa eða borða bara þurran kjúkling.
Sú aðferð sem hefur reynst mér best er svokölluð "Small frequent meals" eða SFM. Hún felst í að brjóta heildarhitaeiningafjölda dagsins niður í 5-6 smáar og hollar máltíðir og borða á c.a 2-3 klukkutíma fresti yfir daginn.
Með því að borða reglulega þá erum við að senda líkamanum þau skilaboð að óhætt sé að nota fitu sem orkugjafa, við þurfum ekki á henni að halda þar sem orkan komi reglulega og hungursneyð sé ekki framundan. Þegar máltíðirnar eru smáar þá er orkan nýtt í stað þess að vera ónotuð og breytast í fitu eins og vill gerast þegar máltíðir eru of stórar.
Bon appetite!!
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottur pistinn - eins og vanalega - takk fyrir hann. Ég hef reynt að borða í þessum takti síðastliðin 2 ár - tók smá tíma að fá takt í það, muna eftir að hafa alltaf tiltækan hollan bita, skipuleggja daginn þannig að maður muni eftir að borða á réttum tímum o.s.frv. En mér finnst það margborga sig. Mér líður mikið betur og ef upp koma tímabil þar sem ég næ ekki að borða svona oft og reglulega yfir daginn þá sé ég það strax á vigtinni (þó hún sé kannski ekki aðalmálið) fyrir utan vanlíðan með meltingu, orkuleysi og aukna sykurþörf. Ég vissi samt ekki að það væri til nafn yfir þetta svo nú er ég mun fróðari - þökk sé þér
Já ég bý fyrir norðan - reyndar ekki á Akureyri sjálfri en nógu nálægt til að geta brugðið mér í "bæinn" til að kíkja á keppnina - og ég sé ekki eftir því. Þú hefur nú kannski tekið eftir mér á keppninni því ég var alveg við brautina þegar þú varst að klára og sá þegar þú leist á tímann hjá dómaranum og fagnaðir Ég kunni samt ekki við að stökkva á þig þarna, nýkomna úr brautinni en ætlaði mér að reyna að ná á þér seinna - svo bara sá ég þig ekki aftur. Ég heilsa bara upp á þig næst
Óla Maja (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 19:14
Flottur pistinn - eins og vanalega - takk fyrir hann. Ég hef reynt að borða í þessum takti síðastliðin 2 ár - tók smá tíma að fá takt í það, muna eftir að hafa alltaf tiltækan hollan bita, skipuleggja daginn þannig að maður muni eftir að borða á réttum tímum o.s.frv. En mér finnst það margborga sig. Mér líður mikið betur og ef upp koma tímabil þar sem ég næ ekki að borða svona oft og reglulega yfir daginn þá sé ég það strax á vigtinni (þó hún sé kannski ekki aðalmálið) fyrir utan vanlíðan með meltingu, orkuleysi og aukna sykurþörf. Ég vissi samt ekki að það væri til nafn yfir þetta svo nú er ég mun fróðari - þökk sé þér
Já ég bý fyrir norðan - reyndar ekki á Akureyri sjálfri en nógu nálægt til að geta brugðið mér í "bæinn" til að kíkja á keppnina - og ég sé ekki eftir því. Þú hefur nú kannski tekið eftir mér á keppninni því ég var alveg við brautina þegar þú varst að klára og sá þegar þú leist á tímann hjá dómaranum og fagnaðir Ég kunni samt ekki við að stökkva á þig þarna, nýkomna úr brautinni en ætlaði mér að reyna að ná á þér seinna - svo bara sá ég þig ekki aftur. Ég heilsa bara upp á þig næst
Óla Maja (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 19:56
Æi þú hefðir átt að stökkva á mig, ekki spurning. Ég hefði gjarnan viljað hitta þig. Þú kemur bara á keppnina í október og við mælum okkur mót .
Það er engin spurning að með því að borða oft og reglulega þá líður okkur þúsund sinnum betur. Hver nennir að vera svangur alltaf, er ekki lífið of stutt til að vera með hungurverki alla daga? Svo gerir maður sjálfum sér líka bara illt með því að borða ekki .
Ragnhildur Þórðardóttir, 10.5.2007 kl. 09:40
snilldar pistill, er ekki best að borða bara og hreyfa sig, tel það betra og skemmtilegra en að svelta sig. útgeislunin verður líka miklu meiri ef fólk er með smá utan á sér í staðinn fyrir skinn og bein.
hrannar (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 11:49
Heyr heyr!! Hvað er líka gaman að koma á æfingu óétinn og hafa enga orku til að lyfta nema einhverjum tvinnakeflum? Maður vill nú geta djöflast með almennilegar þyngdir á stönginni og hvernig er það hægt ef vöðvarnir eru innanétnir sökum vannæringar? Það er einmitt miklu fallegra að sjá hraust fólk með krafta í kögglum, frekar en fólk þar sem hægt er að telja hryggjarliðina .
Ragnhildur Þórðardóttir, 10.5.2007 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.