15.5.2007 | 09:49
Öl er böl !!
Af hverju gerir maður sjálfum sér þetta?? Djammar langt fram eftir morgni og er svo gjörsamlega handónýtur allan sunnudaginn og mánudaginn líka. Þegar vekjaraklukkan hringdi í gærmorgun langaði mig til að gráta og eina hugsunin var "neeeiii....leyfið mér að sofa bara pínu lengur plíííís".
En með herkjum dru#$&aði ég mér framúr og niður í Hreyfingu og tók brennslu og leið svo milljón sinnum betur á eftir.
Þessi pistill er því tileinkaður öllum þeim sem fóru á djammið á laugardaginn, og ég veit að þeir eru margir, þar sem miðbær Reykjavíkur var gjörsamlega stappaður fram eftir sunnudagsmorgni þegar ég loksins drattaðist heim.
Bæði áfengisdrykkja og svefnleysi eru örugglega það versta sem maður gerir líkamanum.
Hér koma nokkrar staðreyndir um áfengi og neikvæð áhrif þess á líkamann:
1) Hvert gramm af áfengi inniheldur 7 hitaeiningar, en kolvetni og prótín innihalda aðeins 4 hitaeiningar. Í áfengi eru svokallaðar "tómar" hitaeiningar, því þær veita engin næringarefni s.s vítamín og steinefni.
2) Léttvín og bjór innihalda mikinn sykur og því er magn hitaeininga sem neytt er umfram þörf líkamans. Þetta veldur losun á háu magni insúlíns og hitaeiningar eru geymdar í fitufrumum sem hækkar fitumagn líkamans.
3) Þar sem áfengi veitir litla sem enga næringu, hefur það örvandi áhrif á matarlyst bæði á meðan neyslu stendur og eftir hana. Áfengi losar líka um hömlur, og undir áhrifum verður manni oft sama um heilsusamlegt mataræði.
4) Áfengi truflar meltingu prótíns og kolvetna í lifur og hún getur ekki myndað nýjan glúkósa. Áfengi truflar líka framleiðslu ensíma í brisi sem sjá um niðurbrot fitu í líkamanum. Sterk tilhneiging verður hjá líkamanum til fitusöfnunar og erfitt að byggja upp vöðvavef.
5) Áfengi þurrkar upp líkamann. Vökvabúskapur líkamans fer úr skorðum við neyslu áfengis því mikið af vatni líkamans þarf til að vinna úr áfengi í nýrum í stað þess að nýtast í aðra starfsemi. Það getur tekið líkamann nokkra daga að vinna upp þetta vökvatap.
Eru fleiri en ég hættir að drekka??
Flokkur: Fróðleikur | Breytt 2.11.2008 kl. 18:14 | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú átt bara að hætta þessu böli og taka okkur hin til fyrirmyndar,út að hlaupa ,vinna,hesthúsið ogmf um helgina
Eysteinn Skarphéðinsson, 15.5.2007 kl. 14:17
Ég er óvirkur alki mín kæra og löngu búin að átta mig á skaðsemi áfengis, loksins þegar ég horfðist í augu við það. Ég bendi þér á í mesta bróðerni að muna eftir afleiðingunum ÁÐUR en þú færð þér í glas. Heh..
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2007 kl. 14:17
Maður er yfirleitt búinn að gleyma kvölunum þegar næsta helgi kemur
DoctorE (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 14:28
Þar sem aðaláhugamál mitt er ræktun líkama og sálar, þá vildi ég einfaldlega benda á skaðleg áhrif ölsins fyrir okkur sem hömumst í ræktinni alla daga. Ég myndi nú ekki ganga svo langt að segja að drykkja mín sé eitthvað vandamál sem þurfi að hætta, þar sem ég neyti áfengis á u.þ.b tveggja mánaða fresti, en ætli það verði ekki eitthvað lengri bið í það núna. Djammið er ekki þreytunnar og myglunnar virði.
Ragnhildur Þórðardóttir, 15.5.2007 kl. 20:35
Blessuð Ragnhildur, gaman að fá comment frá þér skvísa :-) Sé á síðunni þinni að þú ert á kafi í ræktinni og svaka góðu formi... mér veitti af því að gera þó ekki væri nema 10% af því sem þú ert að gera í þeim málum, tíhí. Gott að lesa þetta sem þú varst að skrifa um áfengi, drakk nefnilega aðeins og mikið hvítvín í gærkvöldi og það er að skila sér í mikilli vanlíðan núna :( Bestu kveðjur frá Danmörku, Eydís
Eydís Hauksdóttir, 16.5.2007 kl. 11:30
Blessuð Eydís! Til hamingju með að vera fyrsti bloggvinur minn . Já ölið getur verið böl.... allavega daginn eftir eins og þú ert rækilega minnt á í dag . Batakveðjur!!
Ragnhildur Þórðardóttir, 16.5.2007 kl. 11:48
Blessað áfengið... Ég stóð lengi í þeirri trú að eitt og eitt léttvínsglas skipti nú ekki svo miklu máli. Eftir að ég fór að vera duglegri við hreyfingu þá finn ég alveg að þetta hefur ótrúlega mikið að segja. Ég finn bara strax mun á þrekinu hjá mér daginn eftir ef ég fæ mér léttvín. Þá er ég kannski ekki að tala bara um 1 glas.. en 2-3 - þá finnst mér ég finna mun! Sumt af því sem þú segir hef ég heyrt áður en ég vissi ekki að áfengið væri svona hitaeiningaríkt né þetta með vatnið Úff.. ég held að maður hugsi sig nú tvisvar um áður en maður fær sér næst í glas !!
Takk fyrir góða fræðslu
Óla Maja (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.