22.5.2007 | 11:22
Algeng mistök í mataræði
Mig langar til að benda á nokkur algeng mistök sem fólki sem er að taka upp heilsusamlegra mataræði hættir til að gera.
- Telja hitaeiningar Bæði er það hundleiðinlegt, og allt of erfitt fyrir byrjendur að vita hve margar hitaeiningar eru í mismunandi fæðutegundum og reikna það svo allt saman fyrir heila máltíð. Til að byrja með skiptir meira máli hvað er borðað frekar en hve mikið. Miklu betra er að áætla skammtastærðir út frá disknum sínum: 40% prótín, 40% kolvetni og 20% góð fita.
- Borða of lítið Margir sem taka mataræði sitt í gegn lenda í þeirri gryfju að skera niður hitaeiningafjöldann of mikið í þeirri trú að því minna sem borðað er því mjórri verði þeir. En eins og ég fjallaði um í öðrum pistli þá hefur það þveröfug áhrif á líkamann og hann fer í "katabólískt ástand" þar sem hann brennir vöðvavef en ekki fituvef, því fitan er meginorkuforðinn í hungursneyð og í hana vill hann halda sem lengst í svona ástandi. Konur eiga aldrei að borða færri en 1200 hitaeiningar á dag og karlmenn 1800 hitaeiningar.
- Sleppa máltíðum Blóðsykur verður of lágur. Það hægist á brennslu líkamans því hann vill spara orkuna. Aftur fer líkaminn í katabólískt ástand. Með því að borða 5-6 litlar máltíðir á dag komum við í veg fyrir blóðsykursfall og niðurbrot vöðva.
- Borða of lítið af kolvetnum Kolvetni eru megin orkugjafi líkamans og eini orkugjafi heilans. Án kolvetna er vitsmunastarf ekki 100%. Kolvetnissvelti eða of lítið af kolvetnum tæmir sykur úr vöðvunum og því verðum við orkulaus á æfingu. Þegar líkaminn fær ekki næg kolvetni þá notar hann prótín sem orkugjafa í staðinn sem á að nýtast í að byggja upp vöðva. Því verður lítil sem engin vöðvauppbygging þegar kolvetni vantar í mataræðið. Kolvetni eiga að vera 40% af daglegri orkuneyslu.
- Fylgja nýjasta diet-inu Atkins, South Beach, Zone, greipsafakúr, Landspítalakúrinn og hvað þetta bull heitir allt saman. Langbest er að fylgja heilsusamlegu mataræði, sem hægt er að fylgja til langframa. Það fá allir leið á að borða sama matinn endalaust því ekkert annað er leyfilegt. Ég gerði þau mistök þegar ég byrjaði á breyttum lífsstíl og borðaði yfir mig af túnfiski og vanillu skyr.is. Ég kúgast í dag við lyktina af hvoru tveggja.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Íþróttir, Lífstíll, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:30 | Facebook
Spurt er
Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er allt eitthvað sem maður "veit" en samt kannski ekki í svo mörgum orðum Segðu mér eitt... hvað er góð fita? Ólívuolía? Ég las t.d. í Líkami fyrir lífið að valhnetukjarnar innihéldi góða fitu. En geturu bent á eitthvað annað? Ég verð að viðurkenna að mér finnst 20% virka svolítið mikið En ég veit að það er mikilvægt að hafa fitu með í fæðunni - hef samt á tilfinningunni að ég sé annað hvort að borða of mikið af vitlausri fitu eða of lítið af þeirri góðu. Svona sitt á hvað sem er örugglega ekki gott.
Óla Maja (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 00:13
Sæl og blessuð,
Já þetta holla mataræði er mikill frumskógur. Góða fitan er fjölómettuð og finnst t.d í feitum fiski s.s lax, silungur, makríll, síld, og í olíum s.s hörfræolíu, ólífuolíu (eins og þú veist ), hnetum, möndlum og fræjum ýmisskonar. Vond fita er mettuð fita eins og í smjöri og feitum mjólkurvörum, er hörð við stofuhita (sbr. smjör). Góð fita er mjúk við stofuhita (sbr. ólífuolía). Transfitusýrur eru verstar og þær eru í kexi, snakki og bakkelsi. Ég veit að 20% hljómar voða mikið en fitan kemur vanalega af sjálfu sér, því það er fita í svo mörgum fæðutegundum, t.d færðu góðan skammt ef þú borðar lax í eina máltíð dagsins eða setur smá ólífuolíu út á salat, eða möndlur/hnetur (ekki saltaðar ) eða avókadó út í salatið.
Ég skrifa fljótlega pistil um þetta efni en vona að þetta hjálpi eitthvað þangað til. Spyrðu mig endilega ef þú hefur frekari spurningar.
Ef þér finnst vanta upp á fituna í mataræðið geturðu prófað töflur eins og CLA, EFA, Omega-tvennu, eða bara gamla góða lýsið.
Ragnhildur Þórðardóttir, 23.5.2007 kl. 11:26
Hæ skvís ...
ég fór á fullt eftir þessari biblíu og svei mér þá ... á tímabili var eins og ég væri komin fimm mánuði á leið!! En ég var voða orkumikil samt og leið vel í kroppinum.
Ætli maður blási svona út við að borða allt í einu svona oft yfir daginn og svona mikið grænmeti?
Síðan byrjuðu prófin og ég borða ennþá 5-6 sinnum á dag. Til dæmis áðan borðaði ég súkkulaði. Á eftir fæ ég mér örugglega ristað brauð... Ekkert mál að fylla upp í þessar máltíðir.
ertu ekki stolt af mér?
Erla (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 13:38
Hey skvís. Hvort ég er stolt af þér , alveg að rifna úr stolti. Veit samt ekki með að borða súkkulaði sem eina máltíð , mig minnir að það hafi ekki verið inni í planinu frá mér hhhmmm.....
Passaðu bara að borða lítið í hverri máltíð, þá áttu ekki að fá þessa óléttu tilfinningu.
Hafðu engar áhyggjur, það er bara eðlilegt að slaka aðeins á í hollustunni í prófum... þú nærð þér aftur á strik þegar þau eru búin.
Gangi þér rosa vel í prófunum!!
Ragnhildur Þórðardóttir, 24.5.2007 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.