Fastandi brennsla...snilld eða kjaftæði ??

Í kjölfar pistilsins um morgunverðinn kom upp umræða um fastandi brennslu.  Fyrst að morgunverður kemur brennslunni af stað, af hverju fólk sé þá að djöflast í brennslu á fastandi maga.

Á hverjum einasta morgni undanfarin 5 ár hefur vekjaraklukka Naglans hringt kl. 5.30 og hann drattast á lappir og í brennslu......á fastandi.....alltaf á fastandi.

 Ástæða þess að einkaþjálfarar og aðrir predika fastandi brennslu er einföld....hún virkar !!

Það eru tvö tímabil þar sem þolþjálfun eða brennsla hefur mestu fitubrennsluáhrif: á fastandi maga og eftir lyftingar.

Eftir máltíð, sérstaklega kolvetnaríka máltíð, er insúlínmagn líkamans hátt sem truflar orkunýtingu úr fitu.  Með því að borða fyrst og fara síðan í brennslu, þá eru kolvetnin úr máltíðinni notuð fyrst sem orka og síðan er ráðist á fituforðann.  

Þegar við vöknum á morgnana er líkaminn tómur af kolvetnum eftir föstu næturinnar og þá er lægsta insúlín magn dagsins í líkamanum.  Hann neyðist því til að sækja orku fyrir átökin í langtímageymsluna, sem er fituforðinn. 

Margir spyrja eflaust nú, en af hverju fitu en ekki vöðvavef fyrst við erum fastandi ?  Svarið er að eftir ákveðinn tíma í brennslu hættir fitubrennslan og vöðvar eru brotnir niður í orku.  Það er því lykilatriði að brennsluæfingar á morgnana séu ekki lengri en 60 mínútur, og ekki styttri en 20 mínútur til að hámarks fitubrennsla eigi sér stað.

Eftir brennslu skal svo borða morgunverð ekki seinna en 30-50 mínútum eftir að henni lýkur til að koma í veg fyrir vöðvaniðurbrot.

Eftir lyftingar er sama uppi á teningnum.  Þegar við lyftum þá notum við glýkógen úr vöðvunum til að knýja okkur áfram í átökunum við járnið.  Þá tæmum við kolvetnabirgðirnar og erum því í fitubrennsluástandi eftir lyftingaæfingu.

Ég vona að þessi pistill varpi einhverju ljósi á misskilninginn um fastandi brennslu.

Góða helgi elskurnar mínar !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahá! Takk fyrir það  

Nú verður maður að fara að fordæmi Naglans og rífa sig upp á morgnana í brjálaða fitubrennslu  Þetta hljómar svo rosalega vel; "Hann neyðist því til að sækja orku fyrir átökin í langtímageymsluna, sem er fituforðinn"  En það er semsagt mikilvægt að borða innan ákveðins tíma eftir æfingarnar! Það er ekki það sem vinkona mín hélt fram á sínum tíma.

Málið er að ég reyndi þetta fyrirkomulag um tíma en mér fannst það ekkert gera fyrir mig nema gera mig bara óheyrilega þreytta. Ég var reyndar rosalega hress fram að hádegi en eftir það fór að draga af mér og ég var orðin óvinnufær um 4-leytið og bara vonlaus í samskiptum heima fyrr eftir það fyrir pirringi og þreytu  Ég hreinlega gafst því upp á þessu á þeim tíma. Mér fannst líka rosalega erfitt að borða ekki svona lengi eftir æfingarnar því meltingin í mér vaknar sko um leið og vekjaraklukkan glymur  Ég var semsagt mætt í ræktina kl hálf 7 og fór heim um klukkutíma seinna en borðaði ekki bita fyrr en kl 9

Óla Maja (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 16:26

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Það er algjört lykilatriði að borða c.a 40 mín eftir að brennslu lýkur til að koma í veg fyrir vöðvaniðurbrot. Eins er mikilvægt að fá góðan svefn, og jafnvel bæta við klukkutíma við nætursvefninn ef þér finnst þú vera orðin þreytt seinnipartinn. Það tekur auðvitað á líkamann að tæta sig upp í dögun og látinn púla og þræla, og fyrst til að byrja með meðan maður er að venjast þá getur þreyta farið að segja til sín. Ef ég finn fyrir þreytu á daginn þá reyni ég að fara fyrr að sofa næsta kvöld og passa auðvitað að borða vel. Hér áður fyrr þegar ég borðaði eins og fugl þá var ég í nákvæmlega sama pakka, orðin grútmygluð fljótlega eftir hádegið, með hausverk alla daga af þreytu. Semsagt passa svefninn, passa að borða vel og passa að brenna ekki of mikið.

Góða helgi skvís!!

Ragnhildur Þórðardóttir, 22.6.2007 kl. 18:14

3 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Takk fyrir upplýsingarnar. Ég hef reynt ýmsar aðferðir í líkamsrækt en ekki byrjað æfingar snemma að morgni. Ég man eftir að Jón Páll hvatti mig fyrir allmörgum árum að byrja snemma að morgni í ræktinni því það gæfi betri árangur. Hver veit nema þetta verði til þess að ég vakni á svipuðum tíma og Naglinn.

Svanur Heiðar Hauksson, 22.6.2007 kl. 22:18

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Morgunstund gefur gull í mund!!

Ragnhildur Þórðardóttir, 23.6.2007 kl. 10:13

5 identicon

Daginn, langaði bara að byrja á því að hrósa blogginu þínu. Les það alltaf reglulega og ýmislegt þar sem er nytsamlegt

Varðandi brennsluna þá var mér einhverntímann sagt að til að fá sem mest út út brennslunni að borða ekki fyrr en 2 tímum eftirá. Ég brenni flest alla morgna á fastandi og eftir lyftingar og þegar ég kem heim sirka korteri eftir ræktina þá fæ ég mér myoplex diet.. Er það nóg sem "morgunmatur" eða á maður að fá sér máltíð 40 min eftir ræktina?

Kv Eva

Eva (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 09:50

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sæl Eva,

Þakka þér fyrir að lesa síðuna mína.  Alltaf gaman ef þvaðrið í mér er einhverjum til gagns og gamans. 

Varðandi spurningu þína þá var mér einmitt sagt að bíða með að borða í 1 klukkutíma eftir fastandi brennslu.  Þetta væri vegna þess að eftir að brennslu er hætt þá erum við að brenna hraðar en til dæmis seinna um daginn þegar púlsinn er aftur orðinn hægur.  Þetta gerði ég lengi vel, og byggði ekki upp neina vöðva.  Svo ég fór að kynna mér málið og komst að því að 1 klst er alltof langur tími, tala nú ekki um 2 tíma, því þá er líkaminn búinn að fasta of lengi og kominn í katabólískt ástand þar sem hann brýtur niður vöðva fyrir orku.  Það er best að borða 30-40 mín eftir brennslu til að missa ekki vöðvamassa.  Myoplex diet eftir brennslu á morgnana er í góðu lagi, svo lengi sem þú ert södd fram að næstu máltíð 2-3 tímum seinna.  

Gangi þér vel!!  

Ragnhildur Þórðardóttir, 27.6.2007 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband