Summer in the city

Blessuð sólin hefur leikið við okkur borgarbúa undanfarna daga.  Á slíkum góðviðrisdögum er áberandi færra fólk í ræktinni en aðra daga.  Það eru yfirleitt bara þessir allra hörðustu sem mæta á æfingu í sól og 20° hita.  Eins og ég sagði við annan nagla í ræktinni í gær:  "Æfingu er aldrei frestað vegna veðurs, hvort sem er í júní eða febrúar".  Hans speki er: "dóparinn sleppir því ekki að dópa þó það sé sól, þetta er bara okkar dóp". 

Það er alltof algengt að fólk sleppi ræktinni þegar það er í sumarfríi, jafnvel þó það sé bara heimavið.  "Maður er nú í fríi, og vill njóta lífsins".  Svo liggur það með tærnar upp í loft í þeirri sjálfsblekkingu að letilíf sé jafngildi þess að njóta lífsins.  Fyrir mína parta er ekkert sem jafnast á við þá vellíðan sem kemur í kjölfar góðrar æfingar.  Er það ekki að njóta lífsins að hugsa um heilsuna?  Líkaminn fer ekki í sumarfrí, hann er í fullum gangi 365 daga á ári og það þarf að hugsa um hann alla daga, hvort sem sólin skín eða ekki.   Það á ekki að hugsa um heilsusamlegt líferni eins og hverja aðra atvinnu þar sem þú þarft að taka þér frí í 6 vikur á ári.  Hreyfing og hollt mataræði er lífsstíll, og á því að vera sjálfsagður hluti af lífinu.  Hreyfingu á að líta sömu augum og aðrar daglegar athafnir.  Maður sleppir ekki að tannbursta sig eða að baða sig í sumarfríinu. 

Vöðvar þurfa stöðugt viðhald með styrktarþjálfun og næringu, og eftir aðeins tvær vikur af hreyfingarleysi byrjum við að tapa massa.  Það er ekki gaman að tapa niður árangri vetrarins í sumarfríinu, sem við unnum að með blóði svita og tárum.  Ætli fólk líka að "hygge sig" í mat og drykk í fríinu þá er nauðsynlegt að hreyfa sig með, til að sporna við sleni og óþarfa fitusöfnun. 

Reyndar fækkar alltaf í ræktinni á sumrin, enda margir á faraldsfæti en það er ýmislegt hægt að gera til að hreyfa sig á ferðalögum.  Til dæmis að velja sér hótel sem hefur líkamsræktarsal eða kanna hvort ekki sé líkamsræktarstöð á staðnum.  Það er líka hægt að taka með sér hlaupaskóna og stúdera góðar hlaupaleiðir á korti.  Þannig sér maður líka oft meira af staðnum en samferðamennirnir sem liggja á sínu græna.  Sippuband tekur ekki mikið pláss í töskunni og er hörkubrennsla.  Svo má nota stóla og borð til að gera alls kyns æfingar, eins og uppástig og þríhöfðadýfur.  Ekki má heldur gleyma gömlu góðu æfingunum eins og froskahoppi, armbeygjum og upphífingum. 

Það er því engin afsökun að hreyfa sig ekki þó maður sé ekki heima hjá sér eða í sumarfríi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, ég gæti ekki verið meira sammála! Já, og svo má ekki gleyma sundinu sem hægt er að stunda um allt land í fríinu - og allan heim. Ég er að hugsa um að fá að prenta þessa færslu út og hengja upp á kaffistofunni. Sjáumst í ræktinni

Maja (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 11:12

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Hey skvís,

Einmitt, allar fínu sundlaugarnar hérlendis sem og hótellaugarnar fínu erlendis þar sem aldeilis er hægt að keyra upp púls í skriðsundi.  Endilega bombaðu þessu á vinnufélagana og innrættu samviskubiti fyrirfram ef það hefur hvarflað að einhverjum að sleppa æfingu í fríinu.  Það er bara ekki í boði að sleppa því að hreyfa sig, þó maður sé í fríi !!

Ragnhildur Þórðardóttir, 27.6.2007 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband