5.7.2007 | 09:50
Harðsperrur....jú það er skrifað svona
Það hafa allir upplifað harðsperður einhvern tíma, misvondar að sjálfsögðu.
Sjálf hef ég fengið mjög kvalafullar sperrur á hinum ýmsu stöðum. Daginn eftir fótaæfingu hef ég stundum ekki getað sest á klósettið og labbað eins og fanginn sem beygði sig eftir sápunni. Eftir brjóstæfingu hef ég stundum ekki getað greitt mér.
Það er algengur misskilningur að vöðvar stækki á æfingu. Vöðvar stækka í hvíld en ekki í tækjasalnum.
Þegar við æfum þá erum við í raun að brjóta niður vöðvana sem svo gera við sig í hvíldinni og aðallega þegar við sofum.
Niðurbrot á vöðvum veldur frumubreytingum, og aukningu á vöðvabandvef sem hvoru tveggja stækkar og styrkir vöðva. Með reglulegum æfingum minnka líkurnar á harðsperðum, því vöðvarnir og taugakerfið aðlagast álagi æfingarinnar. Hins vegar ef æfingarnar eru reglulega gerðar erfiðari með auknum settum eða endurtekningum þá höldum við áfram að fá harðsperður.
Nokkrir orsakaþættir fyrir harðsperður:
- Erfið æfing veldur pínulitlum skemmdum í vöðvaþráðum sem veldur bólgu í vöðvavef og þrýstingur á taugaenda og við finnum fyrir harðsperðum.
- Á æfingu pumpar hjartað miklu magni af blóði í vinnandi vöðva og það flytur með sér bæði súrefni og næringu sem hann þarfnast. Eftir æfingu verða mjólkursýra og afgangsblóð eftir í vöðvum og veldur bólgu og við finnum fyrir harðsperðum.
Upphitun og kæling (cool-down) geta hvoru tveggja komið í veg fyrir harðsperður.
- Með því að hita vel upp erum við að beina blóðstreyminu frá hjartanu í útlimina.
- Upphitun getur falist léttri þolþjálfun í 10-15 mínútur eða lyfta 15-20 endurtekningar með léttar þyngdir fyrir þann vöðvahóp sem á að vinna með.
- Eftir æfingu er mikilvægt að taka einnig létta þolþjálfun í 10-15 mínútur (cool-down) því þá erum við að beina blóðflæðinu aftur til hjartans frá útlimunum og mjólkursýran hreinsast burt með blóðinu úr vöðvunum.
Það er í góðu lagi að æfa með harðsperður, svo lengi sem ekki er verið að æfa þann vöðvahóp þar sem harðsperðurnar eru. Vöðvar þurfa 48-72 tíma hvíld til þess að gera við sig. Þá er í lagi að æfa þann vöðvahóp aftur.
Séu harðsperður mjög slæmar getur verið gott að hvíla einn dag, eða taka létta brennslu. Brennsluæfingar geta dregið úr harðsperðum því þegar blóðflæði eykst í vöðvum eins og gerist við þolæfingar þá hreinsast mjólkursýran út og eymslin minnka.
Það er mjög mikilvægt að næra líkamann vel og rétt, og sérstaklega að borða nóg af kolvetnum því þau eru meginorkuforðinn. Svo verður að passa líka að teygja vel eftir æfingu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Íþróttir, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt 6.7.2007 kl. 08:46 | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sko... þú ert nú ekkert smá að sparka í rassinn á mér! Ég hef ekki farið í tækjasalinn í rúman mánuð en hef nú samt verið að gera aðra hluti... en ég var að spá í hvort ég gæti fengið æfingaprógrammið þitt?
Ég á alveg að kunna á mataræðið og drekk prótein eftir æfingar, tek creatin en ætla að klára það sem ég á en vera ekkert að bæta við mig meiru af því.
En ef þú vilt deila æfingaprógramminu þínu þá yrði ég svaka glöð
Svandís Rós, 5.7.2007 kl. 11:11
Daginn aftur, ein spurning hérna.. er í lagi að brenna 2x á dag? Ég er nefnilega í gríðarlegu átaki og reyni að brenna á fastandi alla morgna nema sunnudaga og lyfti á mánudögum,miðvikudögum og föstudögum seinni partinn. Svo ég var að spá ef maður á smá tíma á þriðjudögum og fimmtudögum hvort það sé í lagi að brenna þá líka?
Kv Eva
Eva (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 12:27
Flott Ég var mikið að velta þessu fyrir mér eftir Esjuferðina mína um síðustu helgi. Ég fór í Esjugöngu á laugardaginn, gerði nær ekkert á sunnudag nema smá búðarþvæl og var svo í mikilli hvíld á mánudag. Ég virðist í raun hafa hitt á réttu viðbrögðin (var með ansi miklar harðsperður) þó ég hafi í raun ekki vitað hvernig væri best að taka á þessu. Allur líkaminn bara argaði á hvíld á mánudeginum
Ansi góð spurning hjá Evu hér að ofan.. væri mjög spennt að vita þetta sjálf því ég er með svipað prógramm í gangi hjá mér um þessar mundir.
Takk fyrir pistilinn
Óla Maja (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 13:14
Sæl Eva og Óla Maja,
Þú græðir meira á því að brenna í c.a 20 mín eftir lyftingarnar á mán-mið-fös frekar en að mæta og taka bara brennslu þri og fim. Þú klárar kolvetnin í vöðvunum í lyftingum og ferð því beint í fitubrennslu, en það tekur líkamann um 20 mín að klára kolvetnin og fara í fitubrennslu ef þú hefur ekkert verið að lyfta á undan. Þá þarftu að brenna lengur og þá er hætta á ofþjálfun. En það er í góðu lagi að taka stutta brennslu eftir lyftingar, 20 mín hámark.
Svandís:
Prógrammið mitt núna er úr bók sem ég keypti í Iðu og heitir Body Sculpting Bible for women. Mæli með að þú kaupir hana því hún er hafsjór af fróðleik og útskýrir prógrammið mjög vel.
Ragnhildur Þórðardóttir, 5.7.2007 kl. 13:23
Ég hef verið að fara núna alla morgna til að brenna á fastandi. Svo hef ég verið að lyfta eftir prógrammi sem skiptist í þrennt; axlir og bak, fótleggir og svo handleggir og brjóstvöðvar. Ég hef því lyft þrisvar í viku. Ferð þú að lyfta alla daga vikunnar? Ertu þá með prógramm sem skiptist meira niður (ef svo má að orði komast) eða tekuru fyrir sömu vöðvahópa 2x í viku?
Skil ég það rétt að áhrifamesta brennslan sé þá annars vegar á morgnana á fastandi og hins vegar strax á eftir lyftingum? Er munur á brennslunni í þessum tveimur tilfellum?
Kv frá síforvitnu
Óla Maja (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 14:21
Það heitir reyndar harðsperrur...
Bjarney Bjarnadóttir, 5.7.2007 kl. 22:01
Takk fyrir ábendinguna Bjarney. Það er rétt hjá þér, tékkaði á vísindavefnum og það er víst skrifað harðsperrur en ekki harðsperður eins og ég hef haldið fram í mörg ár. Svona getur maður lifað í misskilningi .
Óla Maja!
Það er fínt að lyfta 3-4x í viku, og prógrammið þitt lítur vel út. Brennsla á morgnana er best og næstbest eftir lyftingar .
Ragnhildur Þórðardóttir, 6.7.2007 kl. 08:45
Hehe.. ég hélt að þetta ætti að vera harðsperrur en svona trúi ég á þig í blindni Ragga mín.. fór að skrifa þetta eins og þú alveg án þess að efast
Gott að fá komment á prógrammið Ég held þá mínu striki. Takk takk
Óla Maja (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.