Ég hugsa, þess vegna borða ég kolvetni og ég hugsa af því ég borða kolvetni

Ég hef margoft predikað á þessari síðu um nauðsyn góðrar og hollrar næringar og þess að borða 5-6 máltíðir með reglulegu millibili yfir daginn. 

Nú langar mig aðeins að fjalla um mikilvægi þess að borða kolvetni.  Kolvetnissnauðir megrunarkúrar hafa verið áberandi undanfarin misseri.  Slíkir kúrar hafa stuðlað að þyngdartapi á ógnarhraða, en hversu mikið af þessu tapi var fita og hve mikið var vatn, vöðvar og glýkógen?

Bensínlítill bíll kemst ekki mjög langt og alveg eins og bíll þarf bensín til að flytja okkur milli staða þarf líkaminn eldsneyti til að starfa eðlilega og djöflast í ræktinni.  Kolvetni er uppáhalds orkugjafi    líkamans.

Við meltingu breytast kolvetni í glúkósa eða fitu.  Glúkósi er meginorkugjafi líkamans og hann er einnig notaður til að búa til forðabúr líkamans sem er glykógen í lifur. Líkaminn geymir u.þ.b 200 g af glúkósa í vöðvum og 90g í lifur.  Glýkógenforðinn í lifur er eingöngu fyrir heilann og er ekki snertur þegar vöðvar eru að vinna.   Þegar nóg er til af glúkósa og glýkógeni er umfram kolvetnum breytt í fitu.  

 Í langvarandi föstu klárar líkaminn fyrst glúkósa úr vöðvum.  Síðan sundrar hann glýkógeni í lifur í glúkósa til að nýta sem orkugjafa.  Aðeins þegar allur glúkósi er uppurinn í lifur og vöðvum er fitan nýtt sem orkugjafi fyrir miðtaugakerfið.  En það ástand varir ekki lengi því heilinn gengur eingöngu fyrir glúkósa og getur ekki nýtt fitu sem orkugjafa.  Miðtaugakerfið krefst einnig glúkósa með fitu sem orkugjafa.   Þá hefst hið óvinsæla ferli að umbreyta vöðvaprótínum í glúkósa til að sjá heila og taugakerfinu fyrir orku og afleiðingar þessa ferlis eru eins og við vitum vöðvarýrnun. Líkaminn er forritaður til þess að losa sig við vöðva því þeir eru eðlisþyngri og orkufrekari en fita, en þegar hungursneyð er yfirvofandi vill skrokkurinn gera allt til að spara orkubúskapinn.

Það er mikilvægt að borða kolvetni eftir æfingu því þá vill líkaminn endurnýja tómar glýkógenbirgðirnar. 

Það prótín sem við neytum nýtist ekki til að byggja upp vöðva ef glykógenbirgðir eru lengi tómar því þá nýtir líkaminn prótínið frekar til myndunar glúkósa.

 Semsagt, kolvetni eru vinir þínir. 

Pössum bara að velja réttu vininaWink.


Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarney Bjarnadóttir

Ég er svo fegin að sjá aðra predika þetta! Það er endalaust basl að vera að sannfæra fólk um að kolvetni eru nauðsynleg eftir kolvetnahræðsluáróður síðustu ára!! Síðan kemur fólk til manns á æfingu, búið að háma í sig prótein og sneiða hjá kolvetnum eftir fremsta megni, og er bara algjörlega orkulaust og pirrað í skapinu! Svo að við tölum nú ekki um vökva- og vöðvatapið sem þessi kolvetnasvelti valda. En eins og ég segi, gaman að sjá að það eru fleiri að predika þetta og líka hversu vel þú útskýrir þetta, trúi ekki öðru en að fólk skilji núna af hverju kolvetni eru mikilvæg og hætta þessari kolvetnafóbíu 

Bjarney Bjarnadóttir, 6.7.2007 kl. 15:11

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

AMEN!! Takk fyrir stuðninginn í þessari baráttu.  Mikið er gott að heyra að þú predikir þetta ofan í þína kúnna.  Ekki veitir af að upplýsa almúgann eftir Atkins kjaftæðið tröllreið öllu.  Hvernig ætlar fólk að geta tekið almennilega á því á æfingu ef engin orka er til staðar og skrokkurinn í bullandi ketósuástandi með tilheyrandi andremmu og vindgangi. Við ættum kannski að stofna kolvetnavinafélagið

Ragnhildur Þórðardóttir, 6.7.2007 kl. 16:40

3 identicon

Ojá, ojá, ojá.. MJÖG þarfur pistill  Ég eignaðist bókina Kvenlíkami fyrir lífið um síðustu jól en fram að því hafði ég bara óljóst heyrt um "góð" og "slæm" kolvetni en vissi mjög lítið um það hvað flokkaðist sem gott eða slæmt í þeim efnum. Ég lærði semsagt ýmislegt um það í þessari ágætu bók og þú bættir svo í þann þekkingarbrunn hjá mér um daginn  

Eins og þið segið báðar, þú og Bjarney, þá er búið að hamra svo á þessu með kolvetnin.. að þau séu öll slæm og að við eigum bara að hætta að borða kolvetni og hlaða í okkur próteinum á fullu til að byggja upp vöðvana. Tek undir með Bjarneyju að þú útskýrir þetta mjög skilmerkilega. Þó ég hafi verið komin með það nokkuð á hreint hvað væri gott kolvetni og að ég þyrfti að borða það eins og prótein þá vissi ég samt ekki AF HVERJU.. Nú veit ég það  Thanks to you

Takk enn einu sinni og eigðu góða helgi

Óla Maja (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 18:31

4 identicon

Já maður er einmitt einn af þeim sem heyrir að kolvetni er bara djöfullinn sjálfur og maður á að halda sig langt frá þeim. Ekki gætiru sagt okkur þessu ófróðu hvað eru holl kolvetni ?

 Takk fyrir góð svör

Og góða helgi

Kv Eva 

Eva (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 19:25

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sæl Eva,

Skal skrifa pistil um hvaða kolvetni eru góð og hver ekki. Á meðan þú bíður geturðu kíkt á pistil frá 15. júní hér á síðunni.

Góða helgi skvísurnar mínar!!!

Ragnhildur Þórðardóttir, 6.7.2007 kl. 19:32

6 Smámynd: Sigurður Andri Sigurðsson

Er búinn að vera að lesa síðuna þína núna í dágóða stund.  Ég er einn af þeim sem að er alveg ráðviltur í öllu þessu kolvetnid, prótín, fæðubótarefnatali.  En ég er aðeins byrjaður að sjá ljósið þökk sé þér.   

Núna ert þú kominn inní bloggrúntinn, hlakka til að lesa meira. 

Sigurður Andri Sigurðsson, 7.7.2007 kl. 11:31

7 identicon

Frábær pistill.  komin með nóg af þessu kolvetnis hræðsluáróðri. 

Helga (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 23:51

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband