Ólifnaður

Naglinn er víst breyskur eins og aðrir dauðlegir menn.

Eftir að hafa verið allsgáð og akandi í tvo mánuði lét Naglinn freistast á laugardag út af braut hollustu og hreystis og fórnaði heilbrigðum lífsstíl á altari Bakkusar. 

Afleiðingar þeirrar iðju voru bæði sálrænar og líkamlegar.

Löngun í einhvern óbjóð gerði óþægilega vart við sig á sunnudag og var því fjárfest í flatböku sem var hesthúsað á 0.1 sek, ásamt ís og súkkulaði og herlegheitunum síðan skolað niður með fjórum tegundum af E-efnum í svörtum vökva Sick

Samviskubit á stærð við Rússland yfir óhóflegum hitaeiningafjölda og ólifnaði liggur því eins og mara á hugsunum Naglans. 

Ég var líka óþægilega minnt á að hægt hefur á starfsemi lifrarinnar síðan hér í denn þegar maður vaknaði eins og nýsleginn túskildingur eftir tjúttið.  Þau voru því þung skrefin sem tekin voru á skíðavélinni á mánudagsmorgun og það var ekki fyrr en seinnipart mánudags að dauðaþreytan og dúndrandi hausverkurinn liðu hjá.  Það er nú ekki alveg eðlilegt að ein kvöldstund af skemmtun kosti tveggja daga þjáningu

Ég get því með sanni sagt að djamm í borg óttans fram eftir morgni er engan veginn minn tebolli. 

Ég höndla bara engan veginn svefnleysið sem fylgir eða það hörmungarástand sem timburmenn eru.  

Enda er slík iðja ekki ástunduð nema á nokkurra mánaða fresti þegar ég er búin að gleyma hvaða viðbjóður fylgir þessum ósóma.  Já, maður lærir víst seint Blush.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohhhh....ég elska svona daga....ekki þar sem maður er nær dauða en lífi sökum timburmanna (enda fer lítið fyrir því þessa mánuðina)... heldur þegar maður splæsir á sig pizzu eða einhverju álíka djúsí og kýlir vömbina svo um munar og fær sér ískalt sykrað gos með í lítravís ...mmmmmmmmmm maður verður bara svangur af öllu þessu tali

Ingunn (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 09:26

2 Smámynd: Bjarney Bjarnadóttir

vá hvað ég er sammála þér! Þetta er ekki þess virði fyrir 2-4 klukkutíma af skemmtun! Og ég er líka eins og þú, ca. einu sinni á ári finnst mér ógeðslega góð hugmynd að fá mér í glas, en sú reynsla heldur mér edrú allavegna ár í viðbót!! Og eftir hvert einasta djamm hlakka ég til eftir tvær vikur þegar svefninn er kominn í réttar skorður, vöðvastarfsemin er eðlileg, og bumban eftir sukkið hjöðnuð! Úff ég verð sko ekki svöng við að lesa þetta, ég finn bara þjáninguna með þér!! hahah vá skrýtið að fólk segi manni reglulega að maður sé klikkaður (geri ráð fyrir að þú fáir að heyra það líka erum í svipuðum pakka)

Bjarney Bjarnadóttir, 10.7.2007 kl. 10:40

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ingunn, mér verður bara flökurt þegar ég hugsa um pizzu núna .  Bara haframjöl og kjúlli á diskinn minn í dag.

Nei Bjarney, þetta er sko ekki þess virði og tekur marga daga að jafna sig.  Skrokkurinn greyið sem fær alltaf nóg af vatni, látinn svitna og púla og fær sinn 8 tíma svefn alla daga er svo allt í einu þurrkaður upp með víndrykkju, fær 2-3 tíma svefn og eina hreyfingin er að teygja sig í fjarstýringuna og pizzusneið.  Ojj bara!! Eins og ég er búin að segja milljón sinnum síðustu tvo daga... ég drekk ekki aftur í bráð.

Ragnhildur Þórðardóttir, 10.7.2007 kl. 11:11

4 Smámynd: Svandís Rós

Hehe, gæti ekki verið meira sammála. Stöku rauðvínsglas þoli ég en bjór fer ekki inn fyrir mínar varir (þó mér þyki hann góður) því ég verð svo skvöbbuð af bjórnum en rauðvínið rennur ljúflega niður

Svefn og rútína er fyrir öllu... + að það er líka miiiiiklu ódýrara að vera í ræktinni heldur en á djamminu! 

Svandís Rós, 10.7.2007 kl. 12:28

5 identicon

Ég verð að viðurkenna að hafa svipaða sögu að segja  Fór líka á djammið á laugardagsnóttina og þvílík vanlíðan sem fylgir þessari vitleysu  Ég var samt svo heppin að hafa ekki tækifæri til að loka mig inni með fjarstýringuna og pizzapöntun var ekki möguleg - sem betur fer.. Ég var "neydd" til útiveru allan sunnudaginn og þó mér liði frekar illa þá held ég að það hafi gert mér alveg rosalega gott. Eins og þú segir þá fann ég samt rosalega fyrir slappleikanum og þrekleysinu fram á mánudaginn líka. Mér varð hugsað til þín og fyrri pistils "Öl er böl" og var einmitt að hugsa um það hvað maður væri agalega fljótur að gleyma  

Óla Maja (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 13:15

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Já Óla Maja, maður gleymir því alltof fljótt hvað það er ógeðslegt ástand að vera timbraður og lætur freistast í hita augnabliksins án þess að hugsa um afleiðingar drykkjunnar.  Mér finnst einmitt fínt eins og Svandísi að fá mér einstaka rauðvínsglas með mat af og til and that's it.  Fleiri lítrar af hvítvíni og síðan eitthvað sull á börunum er bara of mikið fyrir mig.  Verð bara að sætta mig við að dagar mínir sem drykkjubolti eru löngu liðnir í aldanna skaut.  Það er líka miklu skemmtilegra að vera hress og kátur um helgar og vakna á sunnudagsmorgni án þess að óska sjálfum sér skjótum dauðdaga. 

Ragnhildur Þórðardóttir, 10.7.2007 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband