Blessaður offituvandinn

Ég las nýlega viðtal við bandarískan næringarfræðing sem sjálfum tókst að missa haug af kílóum.  Hann átti við offituvanda að stríða fram á unglingsár en er núna helmassaköttaður og með doktorsgráðu í næringarfræði og íþróttalífeðlisfræði. 

Hann var spurður hvernig stæði á því að þjóðin (USA) héldi áfram að fitna og fitna nú þegar fólk væri mun upplýstara en áður um heilsu og hvernig eigi að grenna sig.  Hann kom með lista af mögulegum ástæðum sem mér finnst líka eiga vel við okkur Íslendinga þar sem offita er einnig vaxandi vandamál hérlendis.

  • 1) Fólk tekur ekki ábyrgð á sjálfum sér og sínum gerðum og ætlast til að fá hlutina upp í hendurnar í stað þess að vinna fyrir þeim.  Það er nóg að gleypa einhverjar pillur eða drekka sjeika til að grennast. Það er bara ekki svona einfalt: Við þurfum öll að vinna fyrir hlutunum á hverjum degi til að ná árangri hvort sem það er líkaminn eða eitthvað annað.
  • 2) Minni dagleg hreyfing þar sem flestir stunda kyrrsetuvinnu nú til dags.  Jafnvel þeir sem fara í ræktina í klukkutíma daglega hreyfa sig lítið sem ekkert hina 23 tímana.
  • 3) Með auknu vöruúrvali og velmegun eru fleiri hitaeiningar í boði á hverjum degi.
  • 4) Fólk borðar á veitingastöðum í auknum mæli.
  • 5) Gefum okkur ekki tíma fyrir okkur sjálf, t.d að fara í ræktina eða stunda íþróttir eða aðrar tómstundir sem krefjast hreyfingar.
  • 6) Skipuleggjum ekki máltíðir dagsins og endum með að grípa í eitthvað óhollt í tímahraki.
  • 7) Aukin neysla skyndibita
  • 8) Stækkandi skammtastærðir
  • 9) Unnar afurðir notaðar í auknum mæli í stað óunna. Til dæmis hvít hrísgrjón vs. hýðishrísgrjón, kjöthakk í stað kjúklingabringu.
  • 10) Of lítil neysla á ávöxtum og grænmeti
  • 11) Of lítil neysla á trefjum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Andri Sigurðsson

DR Ragg (einss og DR Phill) aaltaf þegar að ég les þessa síðu or reyndar einnig síðuna hjá Hlunknum (Bjarney) þá fyllist ég  svona Fíton krafti sem að er mjög gott.  Endilega haldu áfram að upplýsa okkur hin.

Sigurður Andri Sigurðsson, 19.7.2007 kl. 13:50

2 Smámynd: Bjarney Bjarnadóttir

hahahah dr.Ragg og Hlunkurinn! Gott teymi  

Bjarney Bjarnadóttir, 19.7.2007 kl. 17:53

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Dr. Ragg er snilldarnafn. Maður reynir að breiða út boðskapinn og alltaf gaman þegar einhver nennir að lesa. Takk fyrir það....knús...

Ragnhildur Þórðardóttir, 19.7.2007 kl. 19:42

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Hlunkur er nú rangnefni fyrir svona fitness frík eins og þig Bjarney. Var að vonast til að sjá þig í Sporthúsinu í dag. Tók góða brjóstæfingu þar seinnipartinn.

Ragnhildur Þórðardóttir, 19.7.2007 kl. 19:44

5 Smámynd: Bjarney Bjarnadóttir

æi oh, og ég se, fór akkúrat niðrí Laugar að hlaupa!! jæja kannski næst En hvað varstu annars að villast í sporthúsið? ferðu oft þangað? Hvernig finnst þér að lyfta þar?

Bjarney Bjarnadóttir, 19.7.2007 kl. 23:06

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Týpískt að við skulum akkúrat vera á stöð hvor annarrar á sama tíma .  Ég lyfti stundum í Sporthúsinu með Heiðrúnu og borga þá bara fyrir skiptið.  Fínn tækjakostur og lóðaaðstaða þar og gaman að breyta um umhverfi af og til.  Annars er ég með kort í Hreyfingu og Laugum.  Ég rekst þá kannski á þig annaðhvort í Sporthúsinu eða Laugum fyrst að þú ert líka svona víðförul um líkamsræktarstöðvar borgarinnar .

Ragnhildur Þórðardóttir, 20.7.2007 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband