Amínó amínó aaaamííínóóó

 

Prótín í fæðu er samsett úr lengjum af amínósýrum sem eru síðan brotnar niður í líkamanum við meltingu.  Hver amínósýra hefur ákveðnu hlutverki að gegna í líkamsstarfsemi.

Þær byggja m.a.  upp vöðva, tennur, húð, hár og neglur og líffæri.  Ef líkaminn fær ekki nægilegt magn af prótíni getur hann ekki byggt upp eða viðhaldið vöðvamassa.  Mælt er með að kyrrsetufólk innbyrði 0.8 g af prótíni fyrir hvert kg af líkamsþyngd.  Hins vegar þarf íþróttafólk og aðrir sem æfa líkama sinn að innbyrða meira af prótíni til að viðhalda vöðvamassa og er mælt með 2 - 3 g af prótíni fyrir hvert kg af líkamsþyngd.

Með því að borða prótín reglulega í smáum máltíðum yfir daginn helst blóðsykur stöðugur

Það er mikilvægt að borða fjölbreytta prótínríka fæðu því engin ein uppspretta prótíns inniheldur allar þær amínósýrur sem líkaminn þarfnast.

Prótín frásogast misvel í líkamanum eftir því úr hvaða fæðu það kemur.  Talað er um líffræðilegt gildi þeirra eða Biological Value (BV) og er þá miðað við heilt egg sem hefur BV upp á 100. 

 

Mysuprótín frásogast 105-157 % eftir vinnslu þess og besta uppspetta þess er úr prótíndrykkjum.  Það frásogast hratt og best að taka það þegar við þurfum snögglega amínósýrur eins og eftir æfingu.

Heil egg hafa eins og áður sagði BV upp á 100 en það er ekki ráðlegt að borða margar eggjarauður á dag því þær eru mjög feitar en innihalda þó hátt magn prótíns, B-6 og steinefna. Eggjahvítur hafa BV upp á 88% og því er ráðlegt að borða sem mest af eggjahvítum en takmarka rauður við 1-2 á dag.

 

Fiskur hefur BV 78%.  Feitur fiskur eins og lax, silungur, makríll og síld eru góðir prótíngjafar og einnig mjög hollir fyrir hjarta og æðakerfið því Omega fitusýrurnar í kjöti þeirra hefur stjórn á kólesteról magni líkamans.  Hvítur fiskur eins og ýsa og þorskur innihalda ekki mikið af Omega fitusýrum en eru mjög góðir prótíngjafar og innihalda fáar hitaeiningar.  Skelfiskur eins og rækjur eru hræætur og prótínið úr þeim nýtist ekki eins vel og úr fiski til vöðvauppbyggingar.

Kjúklingabringur 68%

 

Dýraprótín eru fullkomin prótín sem þýðir að þau innihalda margar nauðsynlegar amínósýrur en prótín úr jurtaríkinu eru ófullkomin því þau innihalda ekki allar nauðsynlega amínósýrur.  Það eru 20-22 amínósýrur í prótíni og af þeim eru 8-10 nauðsynlegar sem þýðir að við þurfum að fá þær úr mataræðinu til að halda eðlilegri líkamsstarfsemi.  Hinar getur líkaminn búið til sjálfur.  Líkaminn getur ekki geymt umfram amínósýrur og því þurfum við að fá þær úr mataræðinu hvern dag til að viðhalda eðlilegri starfsemi.

 

 


Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband