29.8.2007 | 13:42
Ommiletta kaupfélagsstjórans
Lítill fugl læddi að mér þeirri hugmynd að setja inn á síðuna uppskriftir að hollmeti. Ég brást hin skjótasta við enda tek ég öllum uppástungum um efni á síðuna fegins hendi. Hver veit nema þetta verði vikulegur þáttur hér á síðunni .
Hér deili ég með ykkur lesendur góðir uppskrift að vinsælum kvöldmat / hádegismat Naglans. Svo vinsæll hefur þessi réttur verið í lífi Naglans að hann er nú í pásu sökum ofneyslu .
Ommiletta kaupfélagsstjórans:
Innihald:
5 eggjahvítur pískaðar saman í skál (rauðunni er alltaf hent á mínu heimili en það má setja eina rauðu ef fólk vill)
Grænmeti, það sem til er í ísskápnum hverju sinni, t.d laukur, sveppir, blaðlaukur, paprika, rauðlaukur, hvað sem er bara. Grænmetið þurrsteikt í nokkrar mínútur eða þangað til laukurinn er orðinn sveittur. Það er lykilatriði að eiga góða teflonhúðaða pönnu svo ekki þurfi að drekkja matnum í olíu. Sjálf steiki ég aldrei upp úr olíu, alltaf á þurri pönnu.
Eggjahvítum bætt út í grænmetið á pönnunni og látið malla á vægum hita í c.a 10 mínútur eða þar til efri hlutinn er orðinn þurr á að líta. Þá er lettunni vippað á hina hliðina í nokkrar mínútur, smá pipar og voilá komin dýrindis prótínrík og fitulítil máltíð.
Ofan á ommilettuna má setja 2-3 sneiðar af 11% osti, eða eina sneið af sojaosti sem svo bráðnar ofan á...jammí og herlegheitin svo borin fram með gufusoðnu brokkolíi eða aspas og 1 msk af tómatsósu eða salsasósu ef vill.
Bon appetite!!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Íþróttir, Lífstíll, Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:43 | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta er algjör snilldarréttur.. og svo er hann líka svooooo fljótlegur, sem er fínt fyrir svona lélega kokka eins og mig ;) ..en ég hef líka prófað að setja smá létt kotasælu eða sojamjólk út í eggjahvíturnar og píska vel, þá verður hún ennþá meira jammí...
Kristjana Ósk (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 15:13
Girnó spurning um að prufa þessa. Hérna hvaða grænmeti ert þú að borða ? Þú talar stundum um ávaxtasykur og eitthvað slíkt.
Elsa (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 15:24
Kristjana, ég veit það ommiletta er algjör snilld fyrir lélega og lata kokka eins og okkur. Mér var sagt að hætta að nota sojamjólk sniff sniff og sakn sakn og þessir blesar hjá Mjólkursamsölunni eru hættir með létt kotasælu. Legg til að við fjöldamótmælum fyrir utan Bitruhálsinn. Fáum Sigga pönk í lið með okkur, hann kann að mótmæla.
Elsa. Það er ekki ávaxtasykur í grænmeti, bara í ávöxtum. Ég borða flest allt grænmeti enda er það gott í kroppinn. Sveppir, laukur, paprika, rauðlaukur, blaðlaukur, brokkolí, blómkál, rófur, kartöflur, sætar kartöflur, kál, tómatar, gúrka... the list goes on and on.
Ragnhildur Þórðardóttir, 29.8.2007 kl. 19:59
Frábær uppskrift Ég prófa þessa áður en langt um líður. Skora á þig að koma með fleiri svona uppskriftir.
Má ég annars spyrja; ef þú mátt ekki fá þér sojamjólk lengur - færðu þér þá einhverja mjólk út á hafragrautinn? Ég hef borðað hafragraut a la Ragga síðan þú sagðir frá honum hér á síðunni (hann er b.t.w. algjört æði) og borða hann alltaf mjólkurlausan (hef bara aldrei vanið mig á mjólk út á hafragraut) en ég hef verið að spá í hvort mig vanti þá ekki prótein í morgunmatnum..!
Óla Maja (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 20:10
Ein spurning: Er venjuleg kotasæla ekki í lagi ef maður er að reyna að grenna sig? ....og annað: er soyaostur fitumikill miðað við venjulegan ost (11-17%)?
kv. Hrund
Hrund (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 20:42
Óla Maja,
Ég fékk mér alltaf smá slettu af sojamjólk út á hafragrautinn en það er ekki prótínskammturinn, heldur fæ ég mér annað hvort prótínsjeik með eða 4 eggjahvítur. Þaðan kemur prótínskammturinn í morgunmatnum.
Hrund,
Venjuleg kotasæla er í góðu lagi, aðeins 5% fita. Sojaostur er dálítið feitur en ef þú notar bara eina sneið af og til er það í góðu lagi. Ef þú ert að spá í fituinnihald þá er 11% ostur betri kostur... þetta rímaði meira að segja.
Ragnhildur Þórðardóttir, 29.8.2007 kl. 21:09
takk fyrir svarið...bara eitt í viðbót!! Svo er ég hætt í bili Hvað má maður borða mörg egg á dag? Er ekki eitthvað hámark?
Hrund
Hrund (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 21:22
mátt borða eins mikið af eggjahvítum og þú vilt en ekki meira en 3-4 rauður á dag.
Ragnhildur Þórðardóttir, 29.8.2007 kl. 21:33
Jahá..! Það er semsagt alveg óhætt fyrir mig að borða meira á morgnana En gaman..
Takk fyrir svarið
Óla Maja (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 21:52
Frábært að fá góðar hugmyndir að einföldum en hollum mat. Endilega að láta fleiri hugmyndir flakka öðru hvoru
Takk fyrir góða og fróðlega síðu.
Mína (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 11:10
..afhverju hættiru að drekka soyamjólk? ..en já ég er til í mótmæli, vil fá létt kotasæu aftur.. það hlaut að vera að það væri hætt að framleiða hana,er búin að leita af henni ansi lengi
Kristjana Ósk (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.