Nokkrar gómsætar hugmyndir fyrir kjúllann

Uppskriftahornið fékk svo góðar viðtökur að ég ákvað að skella inn fleiri hugmyndum að ljúffengu hollmeti svona rétt fyrir helgina.

Kjúklingabringur án skinns eru fitulítil og prótínrík fæða og ein sú besta sem við hollustuhákarnir komumst í.  Bringur eru líka svo ansi hentugar og fljótlegar í eldun, það má baka þær í ofni, henda á grillið eða í Foreman grillið.

En þurr kjúklingabringa er álíka gómsæt og ljósritunarpappír og því er ekki úr vegi að skella á lesendur nokkrum hugmyndum að hvernig má útbúa djúsí kjúklingabringur án þess að fórna hollustunni.

Hægt er að leika sér með ýmis konar krydd til að fá fram bragð frá hinum ýmsu heimshornum.  Það eru til margar gerðir af hollum kryddum án salts, t.d frá Pottagöldrum eru Tandoori, Arabískt krydd, Karrý og Karrý de luxe, chilli öll án salts og msg.  Svo að sjálfsögðu eru Basilíka, Oreganó, Engifer, Kóríander, Timjan, Hvítlauksduft, laukduft og önnur jurtakrydd öll án salts og msg.

Svartur pipar er ómissandi og einnig er hægt að fá saltlausan sítrónupipar (Salt-free Lemon Pepper) frá McCormick.

 

Sinnep-það eru til ótal afbrigði af sinnepi í stórmörkuðum, t.d sinnep með hvítum pipar, hvítlaukssinnep, gamla góða dijonið, sætt sinnep.....

1 msk smurt yfir bringuna og bakað í ofni eða á grilli.

 

Tómatpúrra hrærð út með smá slettu af ólífuolíu (má sleppa) og Tandoori kryddi frá Pottagöldrum.

Smurt yfir bringuna og best bakað í ofni.  Þegar hún kemur heit út úr ofninum má setja 1-2 sneiðar af 11% osti yfir eða eina sneið af sojaosti sem svo bráðnar ofan í tómatgumsið.... Jammí.  Stundum hita ég ananas með í ofninum og brytja svo bæði kjúllann og ananasinn (vá erfitt orð) út í salat.

 

Teriyaki sósa: 1 msk sett í plastpoka með bringunni og geymt í ísskáp í 1-2 klst.  Snilld að skella svo í Foreman grillið. 

Ostrusósa: 1 msk smurt á bringuna áður en sett í ofn eða á Foremaninn.

Hvoru tveggja ljúffengt með hýðishrísgrjónum og brokkolí.

BBQ sósa: 1 msk smurt á bringuna og skellt á grillið.

Athugið að það er sykur og salt í þessum sósum en þegar notað er svona lítið magn á það ekki að koma að sök fyrir hinn venjulega Jón.

 

 

Góðar marineringar:

 

1)

Sletta af ólífuolíu (Extra virgin)

Pressað hvítlauksrif

Oggu pínu sojasósa c.a 1-2 tsk (passa saltið gott fólk)

Hellingur af svörtum pipar

Pískað saman

Bringan sett í nestispoka og maríneringu hellt yfir og geymt í ísskáp í c.a 4-6 klst.

 

2)

Sletta af ólífuolíu

Hellingur af svörtum pipar

Hellingur af Salt free sítrónupipar

Pískað saman

Bringan sett í nestispoka og maríneringu hellt yfir og geymt í ísskáp í c.a 4-6 klst.

 

3)

Sletta af ólífuolíu

1 tsk sinnep

Sletta af sojasósu

Svartur pipar

Bringan sett í nestispoka og maríneringu hellt yfir og geymt í ísskáp í c.a 4-6 klst.

 

4) Hreinn ávaxtasafi t.d Trópí hellt yfir bringuna í nestispoka og geymt í ísskáp c.a 1-2 klst.

 

Njótið helgarinnar gott fólk, þið eigið það skilið.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh þú ert svo mikill snillingur. Ég er einmitt með þurra kjúklingabringu í nest. Því miður er hún ókrydduð, var eitthvað vönkuð þegar ég eldaði hana í morgun, svo ég kvíði því smá að borða hana. Eins gott að gúrkan sem á að vera með verði góð. ;)

ingunn (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 12:59

2 identicon

Flottar hugmyndir þarna  Ekki veitir af að hafa fjölbreytni í kjúkka-matreiðslunni. Ég er að berjast við að hafa mataræðið ekki of einhæft en borða eiginlega bara kjúkling, lax og túnfisk með kartöflum, heilhveitipasta og brúnum hrísgrjónum. Hef voðalega lítið hugmyndaflug hvað þetta varðar 

Óla Maja (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 21:58

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ingunn! Ég kvíði þeim degi þegar við megum ekki lengur krydda bringurnar, þurr bringa finnst mér eins og að tyggja trjábörk.

Óla Maja! Þú ert að borða það sama og ég: kjúlli og lax. Ég óverdósaði á túnfiski í denn og get ekki ennþá borðað hann. En hvað með eggjahvíturnar?? Þær eru aldeilis prótínskammtur mín kæra. Hægt að leika sér með þær og kryddin, setja karrý eða tandoori út í ommilettuna. Maður verður einmitt að passa sig að mataræðið verði ekki of einhæft annars springur maður bara á limminu og gefst upp á þessu öllu saman. Svo eru sætar kartöflur algjör snilld sem flókin kolvetni. Er nýfarin að borða þær skv ráðleggingum og maður lifandi hvað ég hef misst af miklu í lífinu.

Ragnhildur Þórðardóttir, 1.9.2007 kl. 16:39

4 identicon

Sætar kartöflur er bara algjör snilld! ég er einmitt nýbúin að uppgötva þær.. og það er alveg sama hvernig þær eru eldaðar.. grillaðar, soðnar nú eða bara hráar! nammmm

Kristjana Ósk (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 16:49

5 identicon

Ég byrjaði einmitt á eggjahvítum í dag - með hafragrautnum. Ætla að prófa ommilettuna þína á morgun  Sætar kartöflur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég nota þær mun oftar en hinar - algjört nammi og ekki verra að þær eru svona góð fæða.

Óla Maja (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband