4.9.2007 | 09:16
Enjoy what you do and do what you enjoy
Sálfræðingar hafa lengi rannsakað hlutverk viðhorfa og skoðana sem forspá um ástundun reglulegrar hreyfingar.
Eftirfararandi skoðanir og viðhorf hafa komið fram í langflestum rannsóknum:
Félagslegur ávinningur hreyfingar: Sú skoðun að hreyfing sé ánægjuleg og þau félagsleg tengsl sem henni fylgja eru talin mikilvæg. Ein rannsókn skoðaði viðhorf skokkara og þeirra sem ekki stunduðu skokk. Þeir sem stunduðu ekki skokk sögðu að slík iðja krefðist of mikils sjálfsaga, og trúðu ekki á jákvæð áhrif og ánægju skokks.
Gildi eigin heilsu: Margir æfa af öðrum ástæðum en sér til heilsubótar, til dæmis fyrir ákveðna íþrótt, fitness, maraþon, kraftlyftingar o.fl. En sú skoðun að heilsa og hreysti séu mikilvæg spilar samt ákveðið hlutverk í forspá um hvort viðkomandi stundi hreyfingu eða ekki.
Ávinningur hreyfingar: Þeir sem hreyfa sig reglubundið skora vanalega hærra á skölum sem mæla gildi hreyfingar fyrir heilsu, ánægju af hreyfingu og skora lægra á skölum sem mæla óþægindi og óánægju með ástundun hreyfingar.
Hindranir fyrir ástundun hreyfingar: Það eru ýmsir þættir sem koma í veg fyrir að fólk byrji að stunda reglubundna hreyfingu. Þar eru mest áberandi þær skoðanir að hreyfing sé tímafrek, of langt í burtu, of dýr og óþægileg upplifun af hreyfingu.
Það vekur vissulega athygli að þrátt fyrir almenna vitneskju um að regluleg hreyfing skili sér í betri heilsu þá virðist sú vitneskja ekki skipta öllu máli í forspá um ástundun hreyfingar. Ánægjuleg upplifun af hreyfingu er mun sterkari þáttur í að spá fyrir um hvort einstaklingur stundi hana reglulega. Óþægileg upplifun og óánægja er algengasta ástæða fyrir uppgjöf.
Skilaboðin eru því skýr: Finnið ykkur hreyfingu sem ykkur þykir skemmtileg!!
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
AMEN Svo verður maður að passa sig á því að gefa hlutunum stundum séns.. og stundum að gefa þeim annan, jafnvel þriðja sénsinn. Fyrst þegar ég byrjaði að stunda ræktina fannst mér það rosalega gaman. Svo datt allt niður hjá mér þegar ég fór til útlanda og næst þegar ég byrjaði í ræktinni þá bara fann ég mig alls ekki þar. Núna er ég aftur á móti algjörlega húkkt og hef aldrei notið þess eins vel að púla og pumpa
Annars langar mig að koma með eina spurningu. Ég hef lent í því nokkrum sinnum þegar ég er í þolþjálfun/brennslu að ég kólna frekar snögglega undir lok æfingarinnar. Ég er ekki búin að hlaupa eða hjóla neitt rosalega lengi (stundum 18 mín, stundum 24.. eða 30) og ég svitna duglega.. en svo gerist þetta.. eins og kaldur hrollur læðist um mig og a.m.k. tvisvar hef ég klætt mig í aukapeysu strax eftir æfinguna. Heldur þú að þetta sé eitthvað sem ég á að hafa áhyggjur af?
Óla Maja (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 22:14
Sæl og blessuð mín kæra!
Ég hef sjálf ekki lent í því að kólna skyndilega á meðan æfingu stendur en mér er oft rosalega kalt í nokkra klukkutíma á morgnana eftir brennslu og morgunverð.
Ég fór á stúfana og athugaði málið og þetta svar er tekið af vísindavefnum:
Við aukna hreyfingu vöðvanna myndast mikill varmi og getur líkamshiti hækkað verulega við langvarandi áreynslu. Þá getur hitastig í innri líffærum líkamans, svokallaður kjarnhiti, hækkað upp í allt að 40-42°C . Líkaminn losar sig jafnframt við mikinn varma út í andrúmslofið því annars myndi hitastigið hækka enn frekar. Hærra hitastig en 40-42°C getur truflað eðlilega líkamsstarfsemi og skemmt ýmis nauðsynleg ensím.Ef líkamshitinn lækkar í okkur er ástæðan yfirleitt annað hvort of lítil varmaframleiðsla (of lítið um efnahvörf) eða of mikið varmatap til umhverfisins. Líkaminn getur reynt að koma í veg fyrir hitalækkunina með því að: 1. Minnka blóðflæði til húðar og jafnvel útlima (þess vegna verður húðin svöl og okkur kólnar á höndum og fótum). 2. Minnka svitamyndun þannig að engin uppgufun verði. 3. Auka einangrun með því að reisa hárin á líkamanum; við fáum gæsahúð. Þetta gegnir þó litlu hlutverki hjá manninum en aftur á móti miklu hlutverki hjá ýmsum dýrum sem hafa feld.4. Auka einangrun með því að fara í föt. Aðaleinangrunin felst í loftmagni fatanna, en það loft þarf þó að vera kyrrstætt og því má ekki blása í gegnum fötin.
Ragnhildur Þórðardóttir, 5.9.2007 kl. 08:52
OK.. þetta er þá greinilega of mikið varmatap! þarf bara að klæða mig betur Annars er ég nú ekkert voðalega léttklædd við þetta. Ég skildi bara ekkert í þessu því ég er á fullri ferð í æfingunum þegar þetta gerist.. ekki eins og ég hafi hægt á mér því ég hef líka alveg kynnst því að kólna svona þegar ég er hætt að æfa...t.d. í teygjum.
En þúsund þakkir fyrir fróðleikinn.... og að hafa fyrir því að leita að þessu fyrir mig
Óla Maja (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.