Et og andet

Jæja!! Bara 10 dagar eftir af 3 vikna "Operation: í kjólinn 15. September".  Enginn nammidagur og hard core mataræði í þrjár vikur er svosem ágætis undirbúningur fyrir það sem koma skal fyrir fitnessmótið í nóvember þegar sultarólin verður þrengd inn að beini og enginn nammidagur í 6 vikur.

Endurheimti hana Jóhönnu mina aftur sem lyftingafélaga á mánudaginn var og við mössuðum brjóst saman, enda ekki annað hægt þegar maður æfir með Íslandsmeistara í bekkpressu kvenna.  Enda er ég með harðsperrur frá annarri vídd í brjóstinu og komið vel á þriðja dag í sperrum.

Ég er að taka aðeins annan vinkil á brennsluna á morgnana núna og farin að taka lotur af plyometrics æfingum á milli spretta á bretti eða skíðavél.  Er að leggja sérstaka áherslu á uppástigið í plyometrics fyrir Þrekmeistarann í október.  Svo þarf kellingin að fara að spýta í sigggróna lófana og æfa helv....armbeygjurnar.  Það er engin hemja hvað mér finnst þessi æfing leiðinleg og erfið, eins og ég hef gaman af líkamlegu erfiði að þá líkar mér hreinlega illa við armbeygjur.  En það þýðir ekkert að grenja, heldur alltaf að sækja á brattann því eins og ég hef margoft sagt að þá er auðveldasta leiðin, leiðin til uppgjafar.

 

Góðar stundir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahérnahér!

Ég jesúsa mig bara yfir þessum dugnaði í þér stelpa. Hef óbilandi trú á þér og veit að þú átt eftir að standi þig frábærlega. Passaðu þig bara á því að verða ekki appelsínugul (eins og sumum sem taka þátt í fitness hættir til)

Mína (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 21:47

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sæl og blessuð Mína,

Það þýðir ekkert annað en hörkuna sex ef maður ætlar að ná einhverjum árangri.  Koma sér út úr þægindahringnum og ögra sjálfum sér.

Ætla að prófa mig áfram með brúnkuna vel fyrir keppni og velja einhvern náttúrulegan og fallegan lit.

Hvernig gengur þér annars?  Fæ ég ekki örugglega matardagbók á mánudag?

Ragnhildur Þórðardóttir, 6.9.2007 kl. 08:25

3 identicon

Mikið er ég sammála þér með armbeygjurnar, þær eru bara leiðinlegar. Mér þykir þú ótrúlega dugleg að keppa í Þrekmeistaranum, það er sko afrek í lagi. :) Varðandi litinn þá verður það ekkert mál, skellir nokkrum umferðum af keppnislit á þig. Hann er reyndar fáránlega dökkur, en það er víst það eina sem blívar. 

ingunn (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 10:39

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Takk fyrir það.  Þrekmeistarinn er alveg ótrúlega skemmtilegur og ég er alveg "hooked" núna að keppa í honum.  Alltaf að reyna að bæta sig

Ætla einmitt að prófa mig áfram með tóninn á keppnislitnum svo ég verði ekki eins og liðsmaður Fylkis og æfa mig að setja hann á til að verða ekki eins og zebrahestur .

Ragnhildur Þórðardóttir, 6.9.2007 kl. 10:59

5 identicon

Jæja er á fullu að reyna að æfa fyrir Þrekmeistarann og eins og þú þá á ég líka erfitt með helv...armbeygjurnar!!! Verð bara að æfa þær nógu oft. Svo kvíður mig líka fyrir hlaupinu...finnst það asskoti erfitt líka Ég skil ekki hvernig hægt er að hlaupa þetta hratt...?? Váá...hvað ég verð ánægð þegar ég verð búin með þetta

Hrund (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 12:20

6 identicon

Harkan í þér kona  Það verður spennandi að fylgjast með þér í Þrekmeistaranum næst.. OG fitness  

Kannast annars vel við þetta með armbeygjurnar...  er algjör ræfill í þeim!

Gangi þér vel með þetta allt.. æfingarnar, brúnkuna og alles

Óla Maja (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 13:10

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Hrund!

Það eru einmitt margir sem kvíða hlaupinu en þar er ég á heimavelli og hef náð að halda góðu tempói.  Galdurinn er að taka hlaup í halla með brennslunni þinni 2-3x í viku í 20-30 mín í senn.  Bæði er það killer brennsla og þú æfist svakalega fyrir keppnina.  Getur prófað interval eða reynt að halda tempói allan tímann.

Óla Maja,

Takk fyrir peppið!!  Ekki veitir af stuðningnum.  Koss og knús! 

Ragnhildur Þórðardóttir, 6.9.2007 kl. 13:21

8 identicon

Heyrðu stelpa, ég er að fara að panta slatta af keppnislit að utan. Viltu að ég panti fyrir þig protan og dreamtan??

ingunn (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 15:11

9 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Þú ert nú meiri perlan Ingunn mín að hugsa til mín með lit. Ekki spurning að ég vilji að þú pantir fyrir mig líka, ástar þakkir. Láttu mig endilega vita hvað það kostar svo ég geti millifært á þig. Hvenær eigum við svo að massa æfingu saman naglarnir tveir?

Ragnhildur Þórðardóttir, 6.9.2007 kl. 18:12

10 identicon

Minnsta málið alveg hreint. Ég panta þetta að utan á morgun og við græjum þetta svo bara þegar sendingin kemur til landsins. Heyrðu, já við verðum að gera það bráðlega. Kannski í næstu viku bara? :)

ingunn (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband