Í tilefni af því að ég var að byrja á kreatíni aftur eftir 3 vikna pásu vil ég útlista kosti þess.
Kreatín er náttúrulegt efni sem finnst aðallega í rauðu kjöti. Framleiðsla þess fer fram í lifur, brisi og nýrum.
Kreatín er myndað úr þremur aminosýrum (glycine, arginine og methionine).
Fullorðinn karlmaður fer í gegnum 2g af kreatíni á dag og fyllir á það í gegnum fæðu og framleiðslu líkamans.
ATP (adenosine triphosphate) er orkuuppspretta líkamans og kemur við sögu í nánast öllum athöfnum okkar. ATP keyrir vöðva áfram í átökum sérstaklega í stuttum snörpum átökum eða sprengikraft, svipað og á sér stað við lyftingar. Þegar vöðvi á að dragast saman skiptist ATP í tvennt og verður þá ADP (adenosine diphosphate) og þessi skipting veldur samdrætti í vöðva.
Vöðvafruma tæmist af ATP á u.þ.b 10 sekúndum og þegar það er uppurið getur vöðvi ekki lengur dregist saman og við getum ekki lyft aðra endurtekningu. Líkaminn hefur nokkrar leiðir til að fylla aftur á ATP í vöðva. Fljótlegasta leiðin er með kreatíni sem binst ADP og myndar aftur ATP. Þegar kreatín í vöðvafrumu er uppurið þarf líkaminn hins vegar að treysta á aðrar aðferðir til að fylla á ATP birgðirnar. Kreatín er líka orkuuppspretta fyrir átök og er fyrsti valkostur líkamans í loftfirrðum átökum líkt og á sér stað við lyftingar.
Með því að taka inn kreatín sem bætiefni aukast kreatínbirgðir í vöðva og gerir honum þannig enn betur kleift að búa til meira ATP og eykur þannig orku fyrir æfingar. Þegar vöðvi á auðveldara með að búa til ATP getur hann myndað meiri kraft undir álagi í stuttan tíma. Þannig getur kreatín aukið styrk og úthald vöðva og þar af leiðandi stækkað vöðvana.
Best er að taka kreatín í 12 vikur í senn og taka svo 3-4 vikna pásu. Almennt er mælt er með að hlaða kreatín fyrstu 7 dagana og taka þá 4x 5 grömm á dag en síðan 5-10 g á dag það sem eftir er af 12 vikunum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Íþróttir, Lífstíll, Vísindi og fræði | 13.9.2007 | 09:33 (breytt 13.11.2007 kl. 09:06) | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 550730
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæhæ.
Nú ert þú svona 100% manneskja og mig vantar svör um hvað maður getur gert í erfiðum aðstæðum. T.d. ef að vinkona hringir í hádegi á miðvikudegi og býður manni í pizzu í Eldsmiðjunni. Manni langar að hitta vinkonuna en langar ekki að skemma mataræðið með fitugri (en hættulega góðri) pizzu. Er hreinskilnin málið: "nei takk, ég er að reyna að létta mig og má ekki við pizzu í dag. sorrý!" Hvað getur maður gert.
Hvað myndir þú lika gera ef þér væri boðið í afmæli á fimmtudegi, í feitt fylleríisdjamm og út að borða áður á föstudegi, eða í matarboð á þriðjudegi þar sem þú veist að hollusta verður ekki í fyrirrúmi.
Ég er svona manneskja sem get ekki sagt nei. En þessar kringumstæður sem ég nefndi gera það að verkum að ekkert gengur hjá mér. Hvernig get ég sagt nei á kurteisan hátt?
Dyggur lesandi (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 10:53
En fyndið...!! Er einmitt búin að vera að hugsa mikið um kreatín síðustu daga, hvaða gagn það gerir og hvort það sé sniðugt:) En einhvers staðar heyrði ég að maður gæti vatnast á því...og þyngst. Er það bara bull?
Hrund (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 12:27
Ég vatnaðist og þyngdist um 5 kg á einni viku þegar ég tók kolvetnablandað kreatíni. En finn ekkert slíkt þegar ég tek hreint kreatín. Mæli hiklaust með því að þú prófir, það gefur þér auka kraft á æfingu og ekkert smá kikk sem maður fær út úr því þegar maður getur tekið meiri þyngdir eða fleiri reps.
Ragnhildur Þórðardóttir, 13.9.2007 kl. 17:58