14.9.2007 | 08:06
Hollt eða óhollt? Þitt er valið!
Dyggur lesandi spurði hvað ég gerði í óþægilegum aðstæðum þar sem matur á bannlista er í boði. Allir lenda í því reglulega að vinir og vandamenn bjóða manni út að borða á pizzastaði eða í mat heima hjá sér og þegar maður er að passa mataræðið upp á punkt og prik þá þarf maður bara að vera harður bæði við sjálfa sig og gagnvart öðru fólki. Það má líkja þessu saman við ef einhver myndi biðja þig að taka þátt í sadó-masó athöfn með sér. Ef maður er ekki fyrir svoleiðis samkomur þá er enginn að ætlast til þess að maður strippi sig klæðum og hoppi í leðurgalla og sveifli svipu. Sama gildir um matarvenjur, þú átt ekki að láta annað folk stjórna því hvað fer ofan í þig, ef þú vilt ekki borða pizzur eða hamborgara þá einfaldlega læturðu það í ljós við viðkomandi. Þegar mér er boðið í mat þá spyr ég yfirleitt hvað sé í matinn og ef það samræmist ekki mínum matarvenjum þá kem ég einfaldlega með mat með mér. Flestir sem mig þekkja vita að ég læt ekki hvað sem er ofan í mig og móðgast því (vonandi) ekki þegar ég dreg upp Tupperware boxið. Eins með saumaklúbba, það er engin ástæða til að sleppa því að mæta heldur er hægt að borða bara sinn kvöldmat áður en farið er og sleppa kruðeríinu eða ef niðurskorið grænmeti eða ávextir eru í boði má narta í það.
Ef vinur eða vinkona biður mig um að koma út að borða á sveitta hamborgarabúllu, sem enginn gerir lengur reyndar, þá segi ég bara einfaldlega að ég borða ekki slíkan mat og hvort viðkomandi sé ekki til í að koma frekar á Vegamót eða eitthvert annað þar sem ég geti pantað hollustu.
Þetta er allt spurning um val, hvað velurðu að borða og hvað velurðu að borða óhollt oft í viku, og þetta val er algjörlega undir manni sjálfum komið.
Maður á ekki að þóknast öðrum með að gúffa í sig einhverjum viðbjóði og líða illa líkamlega og andlega eftir á.
Ef vinur eða vinkona biður mig um að koma út að borða á sveitta hamborgarabúllu, sem enginn gerir lengur reyndar, þá segi ég bara einfaldlega að ég borða ekki slíkan mat og hvort viðkomandi sé ekki til í að koma frekar á Vegamót eða eitthvert annað þar sem ég geti pantað hollustu.
Þetta er allt spurning um val, hvað velurðu að borða og hvað velurðu að borða óhollt oft í viku, og þetta val er algjörlega undir manni sjálfum komið.
Maður á ekki að þóknast öðrum með að gúffa í sig einhverjum viðbjóði og líða illa líkamlega og andlega eftir á.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Íþróttir, Lífstíll, Matur og drykkur | Facebook
Spurt er
Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert snillingur ! :) Virkilega skemmtilegt blogg !!
Sunna Hlín (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 09:46
Heyr, heyr, þú hefur svo sannarlega rétt fyrir þér. Maður verður nefnilega að hafa hugfast hvað maður sjálfur vill og standa með sjálfum sér. Alltaf.
Knús og kram fyrir morgundaginn. Vona að allt gangi vel. :)
ingunn (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 15:12
Hárrétt! Stóra málið er að maður þarf að kveikja á því að maður er jú að borða fyrir sjálfan sig og engan annan. Alltof lengi lét ég aðra hafa mikil áhrif á mig hvað þetta varðar og gerði afskaplega máttlausar tilraunir til að taka mig á varðandi mataræði og hreyfingu. Svo fékk ég "sjálfselskukast" fyrir rúmum 2 árum og tók bara fulla ábyrgð á því að það væri ÉG sem stjórnaði mínu lífi og enginn annar. Í dag eru allir í kringum mig orðnir vanir því að ég borða ekki hvað sem er og mér er ekki boðið upp á neitt sukk lengur. Ef mér er boðið í mat þá er fólk farið að spyrja í leiðinni hvað ég megi og hvað ég megi alls ekki. Í leiðinni má líka nefna að mér finnst í dag alveg fáránlegt þegar fólk spyr mig svona því í mínum huga er ekkert sem ég EKKI MÁ.. en ég kýs annað en ég gerði áður.
Flottar tillögur hjá þér.. það er um að gera að stinga upp á stöðum þar sem allir geta fengið það sem þeir vilja, sukk eða hollustu Maður þarf fyrst og fremst að passa sig á því að það þarf ekki að hafa áhrif á vinskapinn þó maður kjósi að borða annað en vinirnir.
Óla Maja (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.