24.9.2007 | 11:08
Brennsla... veiii gaman gaman...eða ekki
Cardio eða brennsla er bara ekki skemmtileg, ég held að við getum öll verið sammála um það. Það er staðreynd að flestum finnst leiðinlegra að brenna en að lyfta. Að vera fastur á sama punktinum í klukkutíma reynir á þolinmæði flestra og því finnst mörgum skemmtilegra að lyfta enda meiri fjölbreytni í að fara á milli tækja í salnum og vera innan um fólk.
Mörgum finnst svo leiðinlegt að brenna að þeir endast ekki lengur en 15 mínútur á hverju tæki og í versta falli sleppa bara brennslu.
En ef markmiðið er að láta lýsið leka verður æfingaplanið að innihalda einhverja brennslu. Hún er einnig mikilvæg fyrir góða heilsu því þolæfingar styrkja hjarta og æðakerfið mun meira en lyftingar. Brennsluæfingar ætti að framkvæma tvisvar til þrisvar í viku í a.m.k 30 mínútur til að ná árangri hvort sem markmiðið er að fá stinnan rass eða sterkt hjarta.
Þess vegna er mikilvægt að brennslan sé skemmtileg og ánægjuleg.
Hér koma því nokkrar hugmyndir um hvernig megi auka skemmtanagildi brennsluæfinga:
HIIT (High intensity interval training): Þessi brennsluaðferð felst í að taka lotur af sprettum með hægara hlaupi til skiptis. Ég hef áður talað um þessa aðferð hér á blogginu en hún er algjör snilld til þess að bræða fitu og eins til þess að koma í veg fyrir að maður mygli á brettinu úr leiðindum. Þegar hlaupið er á sama hraða í 50-60 mínútur verður það einhæft eftir 10 mínútur og maður mænir á klukkuna á skjánum og telur hverja sekúndu og okkur finnst hreinlega að tíminn standi í stað. En þegar við skiptumst á að taka lotur af sprettum og venjulegu hlaupi þá hreinlega flýgur tíminn eins og vindurinn.
Lagasvampur (iPod) eða annars konar Mp3 spilari er lykilatriði. Það jafnast ekkert á við gott lag sem sparkar í rassinn á manni þegar myglan er að læðast upp bakið. Uppáhalds brennslutónlist Naglans eru rokklög og 80's lög. Þessa stundina er Enter Sandman með Metallica að gera góða hluti fyrir sprettina.
Sjónvarp eða tímarit. Passa bara að gleyma sér ekki og fylgjast alltaf með púlsmælinum svo við séum örugglega að vinna á réttu álagi. Það er alltof algengt að sjá fólk á þrekstiganum í klukkutíma og mæna á imbann en blása ekki úr nös og ekki sést svitadropi neins staðar.
Tímar: Brennslutæki eru ekki eina leiðin. Í flestum stöðvum er gott úrval af hóptímum eins og Spinning, Kickbox, Pallar, Jump-fit, og allt eru þetta killer brennslutímar. Félagslegi þátturinn er svo mikilvægur, því það finnst ekki öllum gaman að húka einir á skíðavél út í horni með beljandi graðhestamúsík í eyrunum.
Stöðvaþjálfun: Nokkrir hringir af 4-5 fjölvöðva (compound) æfingum fyrir stærstu vöðvahópana sem eru gerðar hver á fætur annarri án hvíldar.
Dæmi um einn slíkan hring er:
Hnébeygja- Brjóstpressa með lóðum- Róður með lóð- Deadlift- Kviðkreppur.
Eftir síðustu æfinguna í hringnum má taka stutta hvíld (30-60 sek) áður en byrjað er á næsta hring. Eftir því sem þolið eykst má stytta hvíldina milli hringja eða jafnvel sleppa henni alveg. Til að lengja æfinguna má bæta við öðrum hring. Þessi aðferð eykur bæði þol og styrk.
Fjölbreytni er krydd lífsins. Ef við erum að hamast í sama tækinu dag eftir dag eftir dag þá er það ávísun á að við fáum viðbjóð á þessu öllu saman og gefumst upp. Mannskepnan þolir illa fábreytni og því er mikilvægt að nota sem flest brennslutæki. Jafnvel innan sömu æfingar má taka 15 - 20 mínútur í senn á 3-4 tækjum. Einnig er hægt að taka eingöngu þrekstigann eina viku, skíðavélina næstu viku, hlaupabrettið þriðju vikuna og enda mánuðinn á stöðvaþjálfun eða hóptímum. Svo má blanda saman brennslutækjum og t.d sippi og/eða stöðvaþjálfun. T.d hlaupabretti eða skíðavél í 10-20 mínútur; stöðvaþjálfun eða sipp í 2-3 mínútur og aftur á brettið í 10-20 mínútur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Íþróttir, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:14 | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er full ástæða til að minna á fjölbreytnina í brennslunni. Er alveg sammála þér með það. Góðar uppástungur þarna. Ég nota Metallica einmitt mikið í brennslunni Takk líka fyrir túnfisksalatið. Bjó mér til svoleiðis í dag og það er þrusugott
Óla Maja (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 22:22
hvað með sund sem brennslu og þolaukandi aðferð? hvað þarf maður að synda langt eða lengi? hvort er betra skriðsund eða bringusund?
hrannar (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 10:35
Sæll Hrannar,
Ég er nú ekki mikill sundgarpur, en hef þó stundum tekið sund sem brennsluæfingu sérstaklega þegar ekkert annað er í boði eins og á ferðalögum. Skriðsund brennir fleiri hitaeiningum og ef þú gefur vel í og stoppar ekkert á bakkanum þá getur sund verið algjör killer brennsla. Það styrkir líka vöðvana því vatnið veitir mótstöðu. Ég syndi yfirleitt 1 km og er c.a hálftíma að því án þess að stoppa og er sko lafmóð á eftir. Ég myndi mæla með a.m.k 30 mínútum til að fá brennsluna. Ein góð aðferð er að keppa við klukkuna, og reyna að klára t.d 1 km á einhverjum ákveðnum tíma. Þá bókstaflega flýgur tíminn.
Svo má taka ferðir inn á milli í bringusundi ef þú ert orðinn mjög móður, í stað þess að hvíla alveg að þá nærðu púlsinum aðeins niður. Svo getur verið sniðugt að taka nokkar ferðir í bringusundi þar sem þú notar bara hendurnar eða bara fæturna og skiptir svo aftur yfir í skriðsund.
Eins og ég segi þá er ég ekki mikil sunddrottning en vona að þetta svar hafi eitthvað hjálpað.
Ragnhildur Þórðardóttir, 25.9.2007 kl. 11:21
Blessuð og sæl !!
fæ kannski að bomba á þig nokkrum spurningum varðandi Þrekmeistarann...
sendi þér mail ef það er í lagi ?
kv. Hrund
Hrund (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 12:33
Blessuð Hrund,
Ekki málið . Sendu mér endilega meil.
Ragnhildur Þórðardóttir, 25.9.2007 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.