28.9.2007 | 09:11
Stund sannleikans
Í gær var stund sannleikans runnin upp en allsherjarmæling var gerð í gær þar sem Naglinn var mældur hátt og lágt með klípu og málbandi.
Af niðurstöðum mælingarinnar að dæma eru blóð, sviti og tár í ræktinni og strangt mataræði að skila sér. Vigtin stendur reyndar í stað, eins og vanalega, sem er reyndar bara gott því 1% af lýsi hefur lekið af skrokknum sem er miklu betra en að hafa það öfugt. Nú er fitan að fara en vöðvarnir ennþá á sínum stað. Svo var 1 cm farinn af maga (sem er mitt vandræðasvæði og virðist aldrei verða eins og ég vil), handleggir orðnir jafnir og 0,5 cm af lærum en þau hafa nota bene ekki haggast í 3 ár!!!
Staða Naglans er þá þessi 8 vikum fyrir mót:
Þyngd: 62 kg
Fituprósenta: 13%
Svo Naglinn er bara sáttur enda verið stöðnuð alltof lengi og kominn tími á að skrokkurinn tæki við sér í öllum hamaganginum.
Krónísk þreyta og hausverkur hefur hrjáð Naglann undanfarna daga sem er í hæsta máta óeðlilegt því Naglinn er vanalega hraustur sem hross. En þá fór mín að reikna og í ljós kom að síðan 27. ágúst hefur aðeins verið einn hvíldardagur frá æfingum.... semsagt bullandi ofþjálfun í gangi sem skýrir vonandi slenið. Því ætla ég að taka þann heilaga dag sunnudag með trompi og sofa í hausinn á mér og í mesta lagi fara út í göngutúr. Mæta svo eins og nýbökuð lumma á brettið á mánudagsmorgunn (sem er afmælisdagurinn minn) og massa svo restina af vikunni með 100% orku á æfingum.
Góða helgi gott fólk og munið að slökun og hvíld er hluti af heilbrigðum lífsstíl!!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Íþróttir, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:28 | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Viltu í guðs bænum ekki fara að ofkeyra þig í þessum pakka þínum
En hvernig er það...nú hélt ég að cm ættu að aukast frekar en hitt ef þú ert að byggja upp svaka vöðvamassa
Ingunn Þ. (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 11:35
Ekki cm á maga, ekki vil ég vera með útblásinn kvið eins og kraftlyftingamaður. Lærin eru að breyta um lögun, úr hlussum í helmassa.
Ragnhildur Þórðardóttir, 28.9.2007 kl. 13:09
Ég hlakka ekkert smá til að sjá þig á sviðinu, þú verður glæsileg!
Annars er ég með eina spurningu sem er að pirra mig svolítið... Er eitthvað að marka kaloríuteljarann á brennslutækjunum? T.d. ef maður er á skiðavél/orbitrek með góðan púls þá teljast þær eins og þeytivinda. En ef maður er á bretti á jafnháum púls, þá teljast þær muuuun minni, helmingi minni ábyggilega. Ef maður er á sama álagi, með jafnháan púls, skiptir þá einhverju máli á hvaða tæki maður er?
Dyggur lesandi! (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 14:05
Ég mæli alltaf með að fólk kaupi sér púlsmæli því þeir eru eina nákvæma leiðin til að fylgjast með púlsinum og er ein besta græjan fyrir þjálfun sem þú fjárfestir í. Tækin í ræktinni sýna ónákvæmar mælingar því þau vita yfirleitt ekki hæð, þyngd, kyn og aldur en allt hefur þetta áhrif á brennsluna. Góður púlsmælir kostar c.a 10.000 kr og endist í góð 5-6 ár. Ég mæli með Polar púlsmælunum, en ég skipti út mínum fyrir akkúrat ári síðan (fékk hann í afmælisgjöf í fyrra) sem ég hafði átt síðan á afmælinu mínu árið 2000, semsagt 6 ár.
Ragnhildur Þórðardóttir, 28.9.2007 kl. 14:25
Glæsilegt Ég á nú svolítið langt í land með að komast með tærnar þar sem þú ert með hælana en þú ert nú samt fyrirmyndin mín Enda kemst maður aldrei lengra en takmarkið sem maður setur sér svo það er um að gera að hafa það nógu metnaðarfullt til að maður leggi 150% á sig Segðu mér.. hversu há ertu? Bara að spá í miðað við kílóatöluna
Óla Maja (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 20:50
Sæl og bless mín kæra Óla Maja,
Þakka þér fyrir falleg orð, maður roðnar bara við svona hrós. Það er ómetanlegt að fá svona stuðning eins og frá þér. Sumir gagnrýna mann bara og skilja ekki af hverju maður er að leggja þetta á sig, en þú veist nákvæmlega af hverju maður púlar og borðar vel og rétt. Þú skalt nú samt ekki stefna á að fara of lágt í fitu% nema þú ætlir að keppa, vertu frekar hraust og sterk og ekkert að spá of mikið í tölurnar.
Ég er algjör stúfur, bara 1,66 m á hæð. Það er þungt í mér pundið skal ég segja þér.
Ragnhildur Þórðardóttir, 29.9.2007 kl. 18:49
Þú átt hvert orð skilið að mínu mati Já ég skil sko alveg af hverju þú stundar þetta líferni sem þú gerir. Ég ætla ekki einu sinni að nota orðin "leggur á þig" því ég er nokkuð viss um að þú lítur á þetta eins og ég; þetta er val, eitthvað sem maður kýs og manni líður betur en ekki eitthvað sem maður pínir sig til að gera. Það er það besta
Ég er slatta hærri en þú en líka alveg slatta þyngri En ég var mun þyngri svo ég er ekkert ósátt í dag - en stefni á að verða mun sáttari
Gangi þér áfram svona vel og ég held áfram að fylgjast með og njóta í leiðinni fróðleiksins frá þér
Óla Maja (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.