Æfing í dag...hvað skal borða??

Ég prédikaði hér um daginn um mikilvægi þess að næra sig rétt eftir æfingu en ekki síður mikilvægt er hvað við borðum fyrir æfingu.  Við getum ekki gefið allan kraft í æfingarnar ef bensínið klárast á miðri æfingu.  Eitt reps í viðbót eða smá þyngingar á lóðum getur skipt sköpum fyrir árangur og er eingöngu mögulegt með réttri og góðri næringu fyrir átökin.

Það er mikilvægt að borða rétt samsetta máltíð 1-2 klst fyrir æfingu sem samanstendur af kolvetnum með lágt GI, prótíni og fitu og ávöxtum. 

Kolvetni með lágt GI eru hæglosandi og tryggja að orkan dugi í gegnum alla æfinguna.

Til dæmis: hýðishrísgrjón, gróft brauð, haframjöl, heilhveiti eða spelt pasta.

Prótín eru byggingarefni vöðva og án þess stækka þeir ekki,

Til dæmis: egg, kjúklingur, magurt kjöt eða fiskur.

Fitusýrur auka testosterone magni líkamans en það er eitt mikilvægasta hormónið til að vöðvauppbyggingar.  Fitusýrur veita mikla orku, og eru lengi að meltast og viðhalda þannig seddutilfinningu í gegnum alla æfinguna.

Til dæmis: EFA töflur (Essential Fatty Acids), feitur fiskur (lax, silungur, makríll, sardínur), hnetur og möndlur, hörfræolía.

Ávextir eru sneisafullir af vítamínum og andoxunarefnum.  Þeir víkka æðarnar svo blóðið ferðast auðveldar gegnum líkamann og kemur í veg fyrir of háan blóðþrýsting meðan á æfingu stendur.

Þar sem ávextir hafa hátt GI þá losast kolvetnin í þeim hratt út í blóðrás og veita því góða orku fyrir skammvinn átök líkt og lyftingar.  Ávextir eru því góður kostur rétt fyrir æfingu ef okkur finnst líkamann vanta skjótfengna orku.

 

Rétt bætiefni 30 mínútum fyrir æfingu getur einnig skipt sköpum hvort við náum hámarks árangri á æfingunni eða ekki.  Hafið samt í huga að BÆTIefni eru aðeins til að bæta við fæðuna. Séum við ekki vel nærð fyrir æfingu þá verður hefur það engin áhrif þótt við séum sneisafull af púðri og pillum.

 

Góð bætiefni fyrir æfingu:

 

Fjölvítamín

Brennslutöflur

Kreatín (líka eftir æfingu)

BCAA (Amínósýrur)

Glútamín (líka eftir æfingu)

Koffín

Ginseng


Athugasemdir

1 identicon

Note taken. Takk fyrir þetta. Skelli nokkrum hnetum með útá Weetabixið fyrir morgun-æfingu :)

Snjólaug (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 11:56

2 identicon

Takk fyrir frábær ráð;-)

Svana (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 21:57

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 550730

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband