Maður uppsker eins og til er sáð

Máttur hugans er ótrúlega sterkur og rétt hugarfar skiptir öllu máli þegar kemur að æfingum og hollu mataræði. 

Hver hefur ekki lent í því að hreinlega nenna bara ekki á æfingu og vilja frekar grýta sér í sófann og glápa á imbann eftir langan vinnudag en að fara að rembast í ræktinni.  Og hvern langar ekki miklu frekar að gúffa í sig flatbökum með öllu tilheyrandi á Pizza Hut í hádeginu en að borða þurra bringu með brokkolí enn einn daginn.  Í slíkum aðstæðum verðum við að reiða okkur á viljastyrk, staðfestu og réttan hugsunarhátt til að halda okkur á hollustuvagninum. 

Hugrænar hindranir eru það eina sem standa í vegi fyrir því að við verðum helmassaköttuð ofurmenni.  Margir atvinnumenn í vaxtarrækt og öðrum íþróttum þakka ekki erfðafræði né þjálfun fyrir árangur sinn, þó þetta tvennt spili vissulega inn í, heldur réttu hugarfari og staðfestu þegar kemur að þjálfun og mataræði.

 

Árangursríkar venjur

Ef við höfum ekki gaman að þjálfun líkamans og þolum ekki líkamsræktarstöðvar, viljum alls ekki sleppa eftirréttum og brauði með smjöri þá uppskerum við eins og til er sáð, hvort sem það er líkaminn okkar, heilsan eða markmið í þjálfun.  Fólk sem nær árangri í sinni þjálfun eru þeir sem venja sig á að gera hlutina hvort sem þeir eru skemmtilegir eða ekki, og gera þá hvort sem þeir séu í stuði fyrir þá þann daginn eða ekki.  Þú veist að þú burstaðir tennurnar í morgun því það er hluti af rútínu dagsins en manst örugglega ekkert sérstaklega eftir því þar sem tannburstun er eiginlega orðin ósjálfráð hegðun.  Það sama gildir um æfingar og hollt mataræði, með tímanum verður það svo sjálfsagður hluti af deginum að fara í ræktina og borða hollt að þér líður jafn illa að sleppa því eins og að sleppa því að baða þig. 

Ef æfingum er kippt út úr hinu daglegu lífi getur það valdið hugarangri og kvíða hjá vel þjálfuðum einstaklingum eins og ein rannsókn sýndi. Vel þjálfaðir langhlauparar máttu ekki hreyfa sig neitt í heila viku og í ljós kom að þeir sýndu veruleg kvíða- og þunglyndiseinkenni yfir þá viku.

Þegar vaninn er orðinn svo sterkur og innprentaður í daglega lífið að það er óhugsandi að sleppa æfingum og borða hollt þá erum við á grænni grein. 

Naglinn tábrotnaði einu sinni á æfingu með því að missa 25 kg lóðaplötu á fótinn.  Á biðstofu slysadeildarinnar var eina hugsunin hvernig og hvort ég kæmist ekki örugglega á æfingar þrátt fyrir tábrotið.  Morguninn eftir hringdi Naglinn á leigubíl, klæddi tábrotna fótinn í inniskó, og fór á hækjum í ræktina og tók brennslu.  Æfa skyldi ég, sama hvernig ég færi að því.  Þörfin fyrir að hreyfa mig var svo sterk að það var bara ekki inni í myndinni láta svona smotterí stoppa sig. 

Ég tek oft dæmi um mann sem var helbuffaður og flottur, mætti tvisvar á dag í ræktina, brenndi á morgnana og lyfti seinnipartinn. Það er svosem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann hafði lent í slysi og annar fóturinn var ónýtur og visinn en það stoppaði ekki félagann.  Hann mætti samviskusamlega á hækjunum og notaði heilbrigða fótinn og restina af skrokknum til hins ítrasta.  Svona staðfesta og dugnaður fær okkur hin á tveimur jafnfljótum til að slefa af aðdáun 

Sjálfshvatning:

Við megum ekki vera gagnrýnin á okkur sjálf og stunda niðurbrjótandi hugsanir eins og:  "Ég er alltof feitur, ég á aldrei eftir að verða eins og naglarnir í Muscle and Fitness".

Ef við hugsum á neikvæðan hátt þá erum við búin að ákveða fyrirfram að við munum ekki ná árangri og setjum ekki þann kraft sem þarf í æfingar og mataræði til að ná markmiðum okkar. 

Hugsum frekar á á jákvæðum nótum "Ef ég mæti í ræktina og passa mataræðið alla vikuna þá líður mér svo vel og fötin passa betur". 

Ef einhver hrósar okkur fyrir að hafa misst nokkur kíló þá er það frábært, en við skulum ekki festast í að einblína bara á einhver grömm til eða frá á vigtinni.  Fitutap á að vera frábær hliðarafurð þess að lifa heilbrigðu lífi.

Við eigum heldur ekki að treysta á hvatningu frá umhverfinu til að halda okkar striki í æfingum og mataræði, við þurfum að hvetja okkur sjálf áfram.  Ef við erum að mygla úr leiðindum í ræktinni, þá er bara hægt að fara út og hlaupa eins og vindurinn eða prófa nýja hópíþrótt t.d judo eða karate. 

Ef okkur flökrar við tilhugsunina um enn eina kjúklingabringuna, og gætum frekar borðað ljósritunarpappír, þá er nóg annað hollmeti í boði.  Hvað með að prófa nýja uppskrift af grænmetisrétti í hádeginu, eða fá sér fitulitla steik og bakaða kartöflu með grænmeti?

Til þess að ná árangri verður viljinn til að breyta óhollu lífsmynstri sínu í heilbrigðan lífsstíl að vera sterkari en viljinn til að hjakka í sömu hjólförunum endalaust. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög þörf áminning fyrir mig

Mína (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 12:00

2 identicon

Úff hvað þetta átti vel við mig, hef einmitt tekið smá hliðarspor í ræktinni.. Þarf að fara að drífa mig aftur því ég finn strax hvað ég sef illa þegar ég hef ekki hreyft mig.. 

Eva (dyggur lessandi) (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 12:32

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Skrifaði þennan pistil með þig í huga Mína mín.  

 Eva! það er ótrúlegt hvað maður sefur miklu betur þegar maður æfir, og líður miklu betur í vöku. 

Áfram með smjörið elskurnar mínar!! 

Ragnhildur Þórðardóttir, 23.10.2007 kl. 13:13

4 identicon

Snilldarpistill hjá þér mín kæra. :)

ingunn (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 16:00

5 identicon

Heyr Heyr :D

Sunna Hlín (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 22:30

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Takk fyrir skvísur, þarf nú reyndar ekkert að minna ykkur tvær á gildi þess að hreyfa sig og borða hollt en góð vísa er aldrei...og allt það .  Undanfarna daga hafa hins vegar hinir ýmsu aðilar verið að kvarta undan leiða í rækt og mataræði svo það var þörf á smá sparki í rassinn út í samfélagið .

Ragnhildur Þórðardóttir, 24.10.2007 kl. 08:29

7 identicon

Já þessi sjálfsagi er það eitthvað sem að maður getur keypt í duftformi?

Maður verður að hafa eitthvað markmið svo að maður nái að halda aga. 

SAS (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband