Margir mismunandi mekanismar setja varmamyndun af stað:
Hreyfing: Við aukna áreynslu aukast efnahvörf líkamans og líkamshiti hækkar verulega og getur jafnvel farið upp í 40° C
Kuldi: Skjálftaviðbrögð líkamans hækkar líkamshita
Góð næring: Niðurbrot á fæðu hækkar hitastig líkamans
Fitubrennslutöflur eru einnig taldar stuðla að varmamyndun í líkamanum. Slíkar töflur eru stundum nefndar örvandi fitubrennslutöflur.
Eitt þekktasta varmamyndandi efnið í slíkum töflum er Efedrín en slíkar töflur hafa nú verið bannaðar í USA. Því hafa framleiðendur reynt að finna efni með svipaðan styrkleika og efedrín á varmamyndun.
Algeng örvandi efni í fitubrennslutöflum eru:
Synephrine, Yohimbine, koffín, og grænt te hafa áhrif á varmamyndun með að hækka hitastig líkamans.
Hydroxycitric Acid (HCA ) er talið hafa áhrif á niðurbrot fitu í gegnum ensími
Hoodia Gordinii er talið draga úr svengd.
Guggulsterones er talið hafa áhrif á virkni skjaldkirtils en hann stjórnar meltingunni
Einnig eru til aðrar tegundir af bætiefnum sem eiga að brenna fitu hraðar en virka með öðrum hætti en í gegnum varmamyndun:
CLA - Omega - 6 fitusýrur, talið að þær auki vöðvamassa og minnki fituvef
Króm (Chromium picolinate) - steinefni sem stjórnar losun insúlíns og eykur upptöku glúkósa í blóðinu og heldur blóðsykri þannig stöðugum. Talið koma þannig í veg fyrir sykurfall og skyndihungur
L-Carnitine - Amínósýra. Flytur fitufrumur inn í vöðvavef þar sem þær eru notaðar sem orka í stað þess að breytast í fituvef. Talið að stuðli þannig að fitutapi.
Coleus Foshkohlii- Jurt sem hefur lengi verið notuð til að lækna öndunarfærasjúkdóma og hefur sömu virkni og HCA á fitubrjótandi ensími
Athugið að listinn hér að ofan er alls ekki tæmandi því ógrynn er til af efnum sem er bætt í töflur og duft, eða framleitt og selt ein og sér. Einnig skal tekið fram að flestar rannsóknir á fitubrennsluefnum hafa verið gerðar á ferfætlingum og því skal taka fullyrðingum um virkni þeirra með fyrirvara.
Þrátt fyrir að það sé urmull af fitubrennslutöflum á markaðnum heldur heimsbyggðin, og þá aðallega hinn vestræni heimur, að fitna og fitna. Offituvandinn er orðinn einn stærsti vandi heilbrigðiskerfa á Vesturlöndum því yfirþyngd er orsök svo fjölmargra sjúkdóma t.d hjarta-og æðasjúkdóma, krabbameins, háþrýstings og stoðkerfisvandamála.
Fitubrennslutöfluiðnaðurinn veltir grilljónum á ári því nóg er til af fólki í leit að hinum gullna elixir sem á að gera þá tággranna án þess að þeir þurfi að lyfta litla fingri. Ef allt þetta duft og pillur myndu virka jafn vel og haldið er fram í auglýsingum með photo-shoppuðum gellum og köppum þá væri veruleikinn víst annar en hann er.
Staðreyndin er nefnilega sú að fitubrennslutöflur eiga að vera síðasta hálmstráið í baráttunni við fitupúkann.
Þær á aðeins að nota til að ná af sér þessum allra síðustu þrjósku kílóum og eingöngu ef hinar gullnu þrjár breytur í jöfnunni eru í 100% lagi:
Rétt næring - 5-6 máltíðir á dag, nóg af grænmeti, ávöxtum, grófu korni og prótíni
Næg hreyfing - a.m.k 3-4 x í viku 30-60 mín í senn
Næg hvíld -7-8 tíma svefn helst á hverri nóttu
Það má bryðja pillur út í hið óendanlega í þeirri veiku von að kílóin hypji sig burt, en ef einn eða fleiri þessara þriggja þátta eru í ólagi þá eru slíkar aðferðir aðeins peningasóun.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vísindi og fræði | 8.11.2007 | 09:05 (breytt 11.12.2007 kl. 11:22) | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 550730
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já mér finnst þessar ,,fitubrennslutöflur'' ekkert sérstakar. Ég notaði þetta mikið á tímabili og þær virkuðu ágætlega þannig, en um leið og ég gleymdi að taka þær fannst mér ég ekkert geta á æfingum.
Takk fyrir skemmtilegan og þarfan fróðleik eins og alltaf
Þrekmeistarinn eftir 2 daga.... ég er svo spennt, er alveg að deyja
Gangi þér vel í köttinu á síðustu dögunum...
kv. Hrund
Hrund (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 12:24
Ég segi bara gangi þér sem allra best mín kæra Hrund í Þrekmeistaranum, ég fylgist spennt með og vil fá að vita ALLT þegar þú kemur til baka að norðan.
Smá ráðleggingar út frá minni reynslu:
Ekki sprengja þig í hjólinu og róðrinum, þú átt alla brautina eftir
Fókusaðu á að gera æfingarnar rétt, það tefur of mikið fyrir að fá refsistig og þú þreytist svo á því að þurfa að gera miklu fleiri endurtekningar en þarf. Sérstaklega þarf að passa tæknina í fótalyftum, uppsetum og niðurtogi.
Haltu jöfnu tempói á brettinu og reyndu að hlaupa allan tímann frekar en að sprengja þig í sprettum og labba á milli.
Gangi þér sem ALLRA ALLRA best!!! Hlakka til að heyra hvernig gekk.
Ragnhildur Þórðardóttir, 8.11.2007 kl. 13:28
Takk kærlega fyrir þetta
Hrund (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 15:12
Sæl Ragga
Ég prófaði hollu pönnsurnar þínar (frá 26.9.) um daginn en þær festust alltaf við pönnunni hjá mér Ég gerði þær reyndar á pönnukökupönnu og notaði kókosfeiti en kannski er betra að nota bara teflonpönnu og enga fitu?
Mér líkar rosalega vel við próteinið góða - en varð svolítið svekkt þegar ég sá á innihaldslýsingunni að það inniheldur Aspartam Notarðu þannig prótein í pönnsurnar?
Gangi þér vel í köttinu (ansi góð færsla b.t.w. þó ég hafi ekki reynsluna )
Óla Maja (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 18:18
Það er best að nota góða teflon húðaða pönnu, eða spreyja pönnuna með PAM eða nota smá ólífuolíu.
Já ég nota prótínið í pönnsurnar. Hvað eru mörg g af kolvetni í skammti af prótíninu sem þú keyptir?
Ég hef aldrei pælt mikið í þessu aspartame dóti enda Íslandsmeistari í tyggjó jórtri og aldeilis aspartame í því ;-)
Ragnhildur Þórðardóttir, 8.11.2007 kl. 19:03
Það eru 4.5 g af kolvetnum í 20 g (konu)skammti í þessu próteini.
Aspartam leynist ansi víða svo ég hefði ekkert átt að verða hissa að sjá það þarna líka Hugsa að það sé samt mjög lítið magn af því í þessu því það er síðast á listanum yfir innihald
Óla Maja (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 07:54
Þú skalt ekki taka þetta prótín fyrir svefninn út af kolvetna magninu, það er betra að taka alveg hreint prótín þá, eða bara smá kotasælu eða hreint skyr ef þú vilt það frekar. Það er alveg nóg að setja bara hálfa skeið út í pönnsurnar á morgnana því þú færð líka fullt af prótíni úr eggjahvítunum. Taktu samt 1,5 - 2 skeiðar eftir æfingu þegar þú ert bara að fá þér sjeik .
Ragnhildur Þórðardóttir, 9.11.2007 kl. 09:22
sæl, snilldarsíða, var að spá hvort þú gætir svarað eftirfarandi um prótín fyrir svefn...Hvað áhrif hefur það ef maður er í góðu formi og vill byggja upp meiri vöðva? hversu mikið magn og hvaða prótíngjafi: skyr, kotasæla eða kolvetnasnautt prótínduft eða eh annað?
Sigríður (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 19:42