Glútamín

Prótín er samsett úr amínósýrum og ein þeirra er Glútamín

Glútamín finnst aðallega í vöðvum en einnig í lungum, lifur, nýrum og húð.  Hlutverk þess er að tryggja hámarks afköst í líffærum, meltingu og vöðvum.

Amínósýrur skiptast í tvær gerðir: 

nauðsynlegar: þær sem líkaminn getur ekki framleitt sjálfur

ónauðsynlegar: framleiddar í líkamanum

Glútamín er ein af ónauðsynlegu amínósýrunum.  

Þá spyrja eflaust margir til hvers maður eigi þá að skófla í sig glútamín-duftfi líkt og margir gera ?

Þegar líkaminn er undir álagi kallar hann á glutamín sem er þá losað úr vöðvum og flutt með blóðrás til þess líffæris eða vefja sem þess þurfa hverju sinni.

Munið að þegar við æfum erum við að brjóta niður vöðvana, og líkaminn lítur á æfingar sem álag og streituvald. 

Fyrir kyrrsetufólk, er því ekki nauðsynlegt að bæta glutamíni við, ef mataræðið er nokkuð heilsusamlegt en glútamín finnst í nautakjöti, fiski og kjúklingi. 

Hins vegar getur það skipt sköpum fyrir fólk sem æfir að taka inn glútamín í formi bætiefna. 

 

Hindrar vöðvaniðurbrot

Ef nóg glútamín er í blóðrás þarf líkaminn ekki að draga það úr vöðvum til að tryggja nægar birgðir fyrir önnur líffæri. 

Glútamín er fyrsta amínósýran sem byrjar að starfa við að þrýsta prótíni inn í vöðvana þegar líkaminn er í vöðvaniðurbroti.  Þannig getur aukin inntaka glútamíns strax eftir æfingu hindrað vöðvaniðurbrot.

Fyrir keppnisfólk í niðurskurði (kötti) getur glutamín verið sérstaklega mikilvægt til að viðhalda vöðvamassa á meðan skorið er niður.

 

 

Bætir ónæmiskerfi

Glutamín er megin orkuuppspretta fyrir ónæmiskerfið.  Aukið glutamine í blóðrás og vöðvum tryggir að ónæmiskerfið sé alltaf með nægar birgðir, jafnvel þó stundaðar séu erfiðar æfingar.

 

 

Aukið "recovery" eftir æfingu

Álag og streita á líkamann, líkt og lyftingar eða erfið þolþjálfun, kallar á aukna þörf fyrir glutamín. Eftir erfiða æfingu eru glútamínbirgðir því í lágmarki sem dregur úr styrk, recovery (veit ekki alveg íslenska orðið) og úthaldi.

Inntaka glutamíns strax eftir æfingu þegar líkaminn er ennþá á fullu í niðurbroti, tryggir vöðvavöxt og kemur í veg fyrir vöðvaniðurbrot.  Þannig jafna vöðvar sig fyrr og geta hafið uppbyggingu fyrir næstu átök.

 

 

Besti tíminn til að taka glutamín er á morgnana, eftir æfingu og fyrir svefn á kvöldin. 

Hæfilegur dagsskammtur er 10 - 15 g.

 

 


Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ragga

Takk fyrir svarið í sambandi við brennsluna. Hlutirnir hafa ekki alveg gengið eins og í sögu hjá mér undanfarið og ég veit ekki alveg hvað veldur en ástæðan getur hæglega verið fleiri en ein. Ég er búin að vera óvenju þreytt svona almennt og líka kraftlaus á æfingum. Hluti af þessu er nú líklega persónulegs eðlis og sama orsök hefur líka haft áhrif á matarvenjurnar sem ekki hjálpar til. Ég hef samt ekkert verið að hrúga í mig sykri eða annarri slíkri vitleysu, en matartímarnir hafa ekki verið nógu reglulegir og oft held ég að ég sé að borða helst til lítið.

Ég er annars núna búin að græja mig fyrir lyftingar í fyrramálið. Fór í biblíuna og stúderaði vel æfingarnar sem ég geri á morgun. Ég ætla líka að skrifa niður á morgun hvað ég er að borða yfir daginn og hvenær til að fara ofan í saumana á þeim málum.

Takk fyrir mig - enn og aftur - ég verð áfram á vappinu hérna

Óla Maja (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 21:42

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Bara alveg sjálfsagt mál að aðstoða þig.  Og þú veist að þér er velkomið að senda mér matardagbók í tölvupósti og við getum skoðað mataræðið í sameiningu .  Svo mæli ég eindregið með að þú skiptir um lyftingaprógramm og takir meiri brennslu, líkaminn er ábyggilega bara orðinn svo vanur því sem þú ert að gera.  Manstu....sjokkera sjokkera sjokkera er lykillinn

Ragnhildur Þórðardóttir, 14.11.2007 kl. 08:39

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 550730

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband