BCAA... Very very important mæ frend

Prótín veitir líkamanum byggingarefni fyrir vefi, aðallega fyrir vöðvavefi.
Þetta byggingarefni kallast amínósýrur en prótín er samsett úr keðjum amínósýra, sumar framleiðir líkaminn sjálfur en aðrar þarf hann að fá úr fæðunni.

Þær sem líkaminn getur ekki búið til sjálfur kallast BCAA og nefnast isoleucine, leucine og valine.

Til þess að aminosýrur nýtist til uppbyggingar vefja forðast líkaminn að nota prótín sem orkugjafa í hvíld og brennir frekar kolvetnum og fitu.

Í átökum, eins og þegar við lyftum, notar líkaminn einnig kolvetni og fitu til að knýja sig áfram en líka prótín og þá aðallega BCAA amínósýruna leucine.

Þess vegna er mikilvægt að taka inn aminosýrur fyrir og eftir æfingu til að tryggja nægilegar birgðir af BCAA í líkamanum fyrir átökin, sérstaklega af leucine. Þannig komum við í veg fyrir vöðaniðurbrot og BCAA geta sinnt hlutverki sínu að byggja upp vöðva.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Audrey

Og hvar fáum við þetta leucine?  Í hverju er það?  Alltaf er ég læra eitthvað nýtt hérna

Audrey, 18.12.2007 kl. 14:56

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Með því að taka inn BCAA töflur fyrir og eftir æfingu ertu komin með góðar birgðir af leucine ;-). Færð þær í bætiefnaverslunum, t.d Hreysti eða Vaxtarvörum.

Þú tókst ansi vel á því í ræktinni áðan. Keep up the good work!!

Ragnhildur Þórðardóttir, 18.12.2007 kl. 17:41

3 Smámynd: Audrey

Takk fyrir þetta!

Já, ég held að ég sé eitthvað vel hlaðin í dag - var að byrja að taka kreatín í fyrsta skipti hehe... annars get ég bara ekki beðið eftir að fá að byrja að brenna meira og borða pínu minna!  Mér finnst ég eitthvað voða mikil og stór þessa dagana

Audrey, 18.12.2007 kl. 18:11

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Kreatínið gerir rosalega hluti, ekkert smá gaman fyrstu dagana eftir kreatínhleðslu og maður tekur á því eins og skepna. Vertu sátt við stærðina, því meiri massi því betra. Fagnaðu hverju kílói og hverjum sentimetra ;-)

Ragnhildur Þórðardóttir, 18.12.2007 kl. 20:50

5 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Hæ Ragnhildur ég er gamall íþróttamaður og var svo í líkamsrækt í fjölda mörg ár en hef ekki tekið á því síðustu árin en er með kort í Hreyfingu næstu tvö árin að ég held. nú er að drífa sig af stað og því spyr ég hvar fæ ég Kreatín og hvað er það. Kær kveðja Svanur.

Svanur Heiðar Hauksson, 18.12.2007 kl. 23:15

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Kreatín færðu í öllum helstu verslunum með fæðubótarefni. Til þess að fræðast meira um kreatín bendi ég þér á færsluna: Kreatín er fyrir alla, konur og kalla sem þú finnur undir fastar síður hér til vinstri á síðunni.

Gangi þér vel í ræktinni ;-)

Ragnhildur Þórðardóttir, 19.12.2007 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband