Stórar axlir, takk!!

Eitt af nýársheitum Naglans var að stækka axlirnar og því er ekki úr vegi að birta axlaæfingu gærdagsins.

axlir 

Axlir + kviður

Axlapressa sitjandi m/stöng 5 sett x 5 reps

Axlapressa sitjandi m/lóð 5 sett x 5 reps

Arnold pressa 4 x 10-8-8-6 reps *súpersett* Kviðkreppa 4 x 12

Hliðarlyftur 4 x 10-10-8-8 *súpersett* Liggjandi kviðkreppa 4 x 15

Aftari axlir á skábekk 3 x 10 *súpersett* Kviðkreppa 3 x 12

Var nokkuð sátt við frammistöðuna á æfingu í gær, allavega sáttari en eftir hörmungina á miðvikudag í bekknum.  Var líka með spott frá Jóhönnu í axlapressuæfingunum í gær og það hvetur mann til að fara þyngra.  Það er alltaf erfitt að vera einn með einhverjar þyngdir í öxlunum, því það er svo erfitt að koma þeim upp í fyrsta repsið.  Náði líka að kreista út auka reps í nokkrum settum svo nú hljóta þessar lufsur að stækka eitthvað. 

 

Góða helgi gott fólk!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þær verða hrikalegar

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 13:38

2 Smámynd: Audrey

Sælar!  Kallarðu þetta súpersett þegar þú tekur magaæfingarnar á milli setta í staðinn fyrir að hvíla?  Væri gaman að sjá þyndirnar sem þú ert að taka... miðað við þær þyngdir sem mig grunar þá ættirðu að fá hrikalegar "lufsur" áður en líður á löngu

Eitt enn - nú ertu að stefna á að stækka axlir, handleggi og bak og tekur þessi svæði því væntanlega frekar oft.  Hvað tekurðu þá fætur oft í viku?  Er ekki 1x nóg ef maður er ekkert að reyna að stækka þar?  Við erum auðvitað alltaf að reyna á þessa skanka - í brennslunni td....  Skín í gegn að mér finnast fótaæfingar ekki skemmtilegastar ?

Audrey, 6.1.2008 kl. 07:58

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Blessuð,

Þegar ég segi súpersett þá fer ég beint úr axlaæfingunni og tek kvið og hvíli svo eftir það í 60-90 sek.

Eins og er þá lyfti ég 6x í viku, tek ég hvern vöðvahóp einu sinni í viku og svo veiku partana alla saman á laugardegi. T.d bak, axlir, fætur, kvið í einni æfingu. Það á að vera nóg að taka hvern vöðvahóp einu sinni í viku ef maður er að taka vel á því. Vöðvarnir stækka í hvíld svo það er ekki gott að vera stöðugt að djöflast á þeim, þeir þurfa alveg 5-7 daga að jafna sig eftir erfiða æfingu.

Ragnhildur Þórðardóttir, 6.1.2008 kl. 10:40

4 identicon

Arnold pressa, gætirðu útskýrt? 

Finnst hrikalega gaman að lesa hjá Þér síðuna er daglegur gestur hér mætti kannski vera duglegri að kvitta hérna.  En allavega til lukku með allan árangurinn á árinu sem að liðið er.

SAS (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband