Skikkjan inn í skáp

Gærdagurinn fer í sögubækurnar sem ömurlegasti dagur í langan tíma.  Naglinn hefur margoft lýst því yfir að verða ekki veikur, Naglinn er ofurmenni sem verður bara ekki veikur svoleiðis er það bara. 

En í gær þurfti Naglinn að hengja skikkjuna í skáp og játa sig sigraðan.  Flensa, hálsbólga, hiti og beinverkir skóku skrokkinn og dagurinn fór í legu undir feldi, gláp á fjóra þætti af Aðþrengdum eiginkonum og netið skoðað í öreindir. 

Versta við þetta allt saman var að komast ekki í ræktina. 

Naglinn höndlar illa svona uppákomur sem setja rútínuna úr skorðum. 

Var hitalaus í morgun svo Naglinn skellti sér í brennslu til að svitna ógeðinu út.  Veikindin sögðu nú alveg til sín en þolið var svipað og hjá berklasjúklingi.  En betra en ekkert samt. 

Svo eru það axlirnar seinnipartinn og fróðlegt að sjá hvort styrkurinn sé úti í móa með þolinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef rekið augu inn á síðuna þína reglulega og vildi bara spurja þig að einu þar sem að þú ert nú heilsualki  það er hrós!!

Ég á s.s. pólarúr og nota það mikið, vildi bara vita hvað ég ætti að vera að brenna á klukkutíma, eða hvað er svona góð brennsla þá í kaloríum?

Kveðja, Rakel

Rakel (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 13:14

2 identicon

Sæl, varð hreinlega að kvitta, rakst á þessa síðu og vá, las bara allar færslurnar eins og reyfara, hef haft brjálaðan áhuga á líkamsrækt í mörg ár, en hef staðnað svolítið lengiGaf mér mikið pepp að lesa bloggin þín, flottur penni hér á ferð og ég fer öflug í ræktina á eftir. Flott hjá þér stelpa, held sko áfram að fylgjast með. Með betri bloggurum sem ég hef rekist á.

Kæ kveðja

Dísa skvísa (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 13:48

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sæl Rakel,

Ánægð með þetta nýyrði "heilsualki", nú nota ég þetta óspart.  Varðandi brennsluna þá fer hvíldarpúlsinn (grunnbrennslan) þín eftir aldri og þyngd.  Brennslupúls er svo 60-90% af hvíldarpúlsinum.  Það fer því eftir á hvaða álagi þú ert að æfa, hvað þú ert gömul og hve þung, hversu mikið þú ert að brenna á klukkutíma .  Flest Polar úr núorðið biðja um hæð, þyngd og aldur og reikna þannig út kaloríurnar sem þú brennir á æfingunni.

Dísa! Kærar þakkir fyrir hrósið, maður roðnar bara uppúr og niðrúr við svona falleg orð .  Mikið er ég glöð að hafa áhrif þarna úti og þú sért á leiðinni að taka á því í ræktinni á eftir.  Til hamingju með að rífa þig úr stöðnuninni  

Ragnhildur Þórðardóttir, 17.1.2008 kl. 14:17

4 Smámynd: M

Prufaði túnfisksalatið frá þér og var það gott til að byrja með svo fékk ég æl... upp í háls.  Gerði það með skyri og held það sé alltof þykkt.  Gefst ekkert upp og prufa næst sýrðan rjóma

Endilega komdu með fleiri hollar uppskriftir, ekki veitir af. 

M, 17.1.2008 kl. 18:19

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

M! Prófaðu næst jógúrtið, þannig var það gert í USA en með non-fat jógúrt sem er auðvitað ekki til hér. En það er svo lítil fita í hreinni jógúrt að það ætti ekki að koma að sök. Ég geri túnfisksalat yfirleitt með 1/2 dós af skyri og 1/2 dós 5% sýrðan blandað saman. Verður aðeins of þykkt og súrt með bara skyri.

Svo er rosa gott að setja smá sinnep eða Sweet relish með.

Ragnhildur Þórðardóttir, 17.1.2008 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband